Twitter kaupir íslenskt fyrirtæki Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. janúar 2021 15:20 Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno, nú starfsmaður Twitter. Ueno Bandaríski samfélagsmiðillinn Twitter hefur keypt íslenska tækni- og hönnunarfyrirtækið Ueno sem stofnað var árið 2014 og hefur vaxið hratt undanfarin ár. Dantley Davis, yfirhönnuður Twitter, greinir frá þessu á Twitter, þar sem hann segir að Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno, muni ganga til liðs við samfélagsmiðilinn ásamt því teymi sem hann hafi sett saman hjá Uneo. @iamharaldur and his highly experienced and innovative team of designers, strategists, and producers will join our design and research team, where they ll help accelerate the quality and execution of Twitter s product experiences. — Dantley Davis (@dantley) January 6, 2021 Haraldur Þorleifsson stofnaði fyrirtækið í íbúð sinni í Reykjavík árið 2014. Fyrirtækið hefur vaxið og dafnað á undanförnum árum og er það nú með starfstöðvar í San Francisco, New York, Los Angeles og Reykjavík. Fyrirtækið komst á síðasta ári inn á lista bandaríska tímaritsins Inc. yfir þau fimm þúsund óskráðu fyrirtæki í Bandaríkjunum sem hafa vaxið hvað hraðast á síðustu árum. Reikna má með að kaupverðið sé talið í milljörðum en á síðasta ári var reiknað með að tekjur ársins myndu nema um 2,5 milljörðum króna. Félagið hefur þjónustað stóra bandaríska kúnna á borð við Walmart, Visa, Discovery og Twitter, sem nú hefur eignast Ueno. Það hefur einnig verið áberandi á vefmarkaði hér á Íslandi síðustu ár og unnið til fjölda verðlauna. Meðal síðustu verkefna Ueno hér á landi er nýtt útvarpsapp fyrir Bylgjuna, FM957 og X977, sem var gefið út fyrir jól. Twitter Vistaskipti Tækni Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Dantley Davis, yfirhönnuður Twitter, greinir frá þessu á Twitter, þar sem hann segir að Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno, muni ganga til liðs við samfélagsmiðilinn ásamt því teymi sem hann hafi sett saman hjá Uneo. @iamharaldur and his highly experienced and innovative team of designers, strategists, and producers will join our design and research team, where they ll help accelerate the quality and execution of Twitter s product experiences. — Dantley Davis (@dantley) January 6, 2021 Haraldur Þorleifsson stofnaði fyrirtækið í íbúð sinni í Reykjavík árið 2014. Fyrirtækið hefur vaxið og dafnað á undanförnum árum og er það nú með starfstöðvar í San Francisco, New York, Los Angeles og Reykjavík. Fyrirtækið komst á síðasta ári inn á lista bandaríska tímaritsins Inc. yfir þau fimm þúsund óskráðu fyrirtæki í Bandaríkjunum sem hafa vaxið hvað hraðast á síðustu árum. Reikna má með að kaupverðið sé talið í milljörðum en á síðasta ári var reiknað með að tekjur ársins myndu nema um 2,5 milljörðum króna. Félagið hefur þjónustað stóra bandaríska kúnna á borð við Walmart, Visa, Discovery og Twitter, sem nú hefur eignast Ueno. Það hefur einnig verið áberandi á vefmarkaði hér á Íslandi síðustu ár og unnið til fjölda verðlauna. Meðal síðustu verkefna Ueno hér á landi er nýtt útvarpsapp fyrir Bylgjuna, FM957 og X977, sem var gefið út fyrir jól.
Twitter Vistaskipti Tækni Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira