Twitter kaupir íslenskt fyrirtæki Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. janúar 2021 15:20 Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno, nú starfsmaður Twitter. Ueno Bandaríski samfélagsmiðillinn Twitter hefur keypt íslenska tækni- og hönnunarfyrirtækið Ueno sem stofnað var árið 2014 og hefur vaxið hratt undanfarin ár. Dantley Davis, yfirhönnuður Twitter, greinir frá þessu á Twitter, þar sem hann segir að Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno, muni ganga til liðs við samfélagsmiðilinn ásamt því teymi sem hann hafi sett saman hjá Uneo. @iamharaldur and his highly experienced and innovative team of designers, strategists, and producers will join our design and research team, where they ll help accelerate the quality and execution of Twitter s product experiences. — Dantley Davis (@dantley) January 6, 2021 Haraldur Þorleifsson stofnaði fyrirtækið í íbúð sinni í Reykjavík árið 2014. Fyrirtækið hefur vaxið og dafnað á undanförnum árum og er það nú með starfstöðvar í San Francisco, New York, Los Angeles og Reykjavík. Fyrirtækið komst á síðasta ári inn á lista bandaríska tímaritsins Inc. yfir þau fimm þúsund óskráðu fyrirtæki í Bandaríkjunum sem hafa vaxið hvað hraðast á síðustu árum. Reikna má með að kaupverðið sé talið í milljörðum en á síðasta ári var reiknað með að tekjur ársins myndu nema um 2,5 milljörðum króna. Félagið hefur þjónustað stóra bandaríska kúnna á borð við Walmart, Visa, Discovery og Twitter, sem nú hefur eignast Ueno. Það hefur einnig verið áberandi á vefmarkaði hér á Íslandi síðustu ár og unnið til fjölda verðlauna. Meðal síðustu verkefna Ueno hér á landi er nýtt útvarpsapp fyrir Bylgjuna, FM957 og X977, sem var gefið út fyrir jól. Twitter Vistaskipti Tækni Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira
Dantley Davis, yfirhönnuður Twitter, greinir frá þessu á Twitter, þar sem hann segir að Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno, muni ganga til liðs við samfélagsmiðilinn ásamt því teymi sem hann hafi sett saman hjá Uneo. @iamharaldur and his highly experienced and innovative team of designers, strategists, and producers will join our design and research team, where they ll help accelerate the quality and execution of Twitter s product experiences. — Dantley Davis (@dantley) January 6, 2021 Haraldur Þorleifsson stofnaði fyrirtækið í íbúð sinni í Reykjavík árið 2014. Fyrirtækið hefur vaxið og dafnað á undanförnum árum og er það nú með starfstöðvar í San Francisco, New York, Los Angeles og Reykjavík. Fyrirtækið komst á síðasta ári inn á lista bandaríska tímaritsins Inc. yfir þau fimm þúsund óskráðu fyrirtæki í Bandaríkjunum sem hafa vaxið hvað hraðast á síðustu árum. Reikna má með að kaupverðið sé talið í milljörðum en á síðasta ári var reiknað með að tekjur ársins myndu nema um 2,5 milljörðum króna. Félagið hefur þjónustað stóra bandaríska kúnna á borð við Walmart, Visa, Discovery og Twitter, sem nú hefur eignast Ueno. Það hefur einnig verið áberandi á vefmarkaði hér á Íslandi síðustu ár og unnið til fjölda verðlauna. Meðal síðustu verkefna Ueno hér á landi er nýtt útvarpsapp fyrir Bylgjuna, FM957 og X977, sem var gefið út fyrir jól.
Twitter Vistaskipti Tækni Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira