Hefði Guðmundur átt að fórna leiknum í Portúgal eins og Norðmenn gerðu? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2021 13:01 Guðmundur Guðmundsson þarf að hafa miklar áhyggjur af því að enginn í íslenska hópnum smitist af kórónuveirunni. EPA-EFE/JOHAN NILSSON Íslenska landsliðið ætti að komast á Evrópumótið 2022 þrátt fyrir tap í Porto í kvöld og HSÍ er auðvitað að storka smitörlögunum aðeins með því að senda HM-hópinn sinn í þetta ferðalag til Portúgals. Þetta eru miklir óvissutímar í heiminum og þar sem kórónuveiran er í stórsókn í Evrópu þá eru flestir staðir betri til að vera á þessa dagana en flugvellir og flugvélar álfunnar. Íslenska karlalandsliðið í handbolta flakkar samt sem áður fram og til baka um Evrópu í miðjum heimsfaraldri en það gera ekki allar þjóðir. Á sama tíma einbeitir norska landsliðið sér bara að því undirbúa sig fyrir HM í handbolta sem hefst í Egyptalandi 13. janúar næstkomandi. Norðmenn áttu vissulega leiki í undankeppni EM eins og Ísland en þeir ákváðu að senda varaliðið sitt í þá leiki. Þjálfarateymið fór ekki einu sinni með. Strákarnir okkar eru komnir til Portúgal þar sem þeir mæta heimamönnum í kvöld í undankeppni EM 2022. Þetta er fyrsti leikur þjóðanna af þremur í þremur löndum á næstu átta dögum. En hversu miklu máli skiptir þessi leikur? Ísland er í fjögurra þjóða riðli þar sem tvö efstu liðin komast á EM og liðið í þriðja sæti gæti komist þangað líka. Ísland byrjaði vel með sextán marka sigri á Litháen í nóvember (36-20) en leik liðsins á móti Ísrael var frestað. Portúgalar eru bæði búnir að vinna Ísrael (+9, 31-22) og Litháen (+8, 34-26) í fyrstu tveimur leikjum sínum. Ísland ætti að öllu eðlilegu að vinna leikina við Ísrael og Litháen og tryggja sér sæti á EM 2022. Norðmenn töpuðu reyndar leiknum í Hvíta-Rússlandi með átta marka mun (33-25) og þeirra bíður annar erfiður leikur þegar Hvít-Rússar koma til Noregs á föstudagskvöldið. Norðmenn hafa unnið einn leik á móti Ítalíu í fimmtán marka mun og fjórða liðið í riðlinum en Lettland. Þeir líta svo á að sigrar á Ítalíu og Lettlandi ættu að tryggja sér EM-sætið og eru því tilbúnir að fórna leikjunum við Hvíta-Rússland. Íslenski landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson er auðvitað mikill keppnismaður og það kom væntanlega ekki til greina að fórna leik sem þessum. Fyrir vikið þarf hann að hafa áhyggjur af mun fleiri hlutum en bara handbolta. Smithætta á ferðalaginu er til staðar og það væri hrikalegt að missa leikmann eða leikmenn út rétt fyrir HM. Íslenska liðið þurfti samt líka æfingaleiki fyrir heimsmeistaramótið. Vandamálið er bara að liðið þarf nú að spila þrjá leiki í röð á móti Portúgal. Einn möguleikinn hefði verið að senda varalið út til Portúgal en spila heimaleikinn síðan á aðalliðinu. Með því hefði íslenska liðið aðeins þurft að ferðast til Egyptalands eftir leikinn á sunnudaginn í stað þess að fljúga til Portúgals, aftur til Íslands og svo loks í langt ferðalag til Egyptalands. Þetta hefði kannski verið raunhæfari möguleiki ef að Olís deild karla hefði ekki legið í dvala síðan í október. Hugsanlegt varalið úr deildinni hérna heima er því í engri leikæfingu og flestir frekar nýbyrjaðir að æfa aftur handbolta á fullu eftir langt hlé. Það hefði getað andað með vandræðalegu tapi út í Portúgal. Brotthvarf Arons Pálmarssonar úr íslenska liðinu þýðir miklar áherslubreytingar og tækifæri fyrir aðra leikmenn að taka meiri ábyrgð. Þessir tveir leikir fram að fyrsta leik á heimsmeistaramótinu nýtast því til að spila breytt lið saman. Nú er bara að vona að liðið sleppi við kórónuveiruna og meiðsli. Það er sennilega mikilvægara en sjálf úrslitin. HM 2021 í handbolta EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir Bara þrír með núna úr liðinu sem fagnaði eftir tap í Portúgal fyrir fjórum árum Íslenska handboltalandsliðið mætir Portúgal í undankeppni EM í Porto í kvöld en þetta verður fyrsti leikur íslenska liðsins á portúgalskri grundu síðan í júní 2016. 6. janúar 2021 10:30 Segir Ísland spila fallegan handbolta Fábio Magalhaes talaði vel um íslenska handboltalandsliðið fyrir leik Portúgals og Íslands í undankeppni EM. 5. janúar 2021 11:31 Segir Ísland áfram gott án Arons Luís Frade, liðsfélagi Arons Pálmarssonar hjá Barcelona, er á leið í þrjá leiki við Ísland á níu dögum með portúgalska landsliðinu. Hann segir fjarveru Arons ekki skipta sköpum. 4. janúar 2021 16:30 Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
Þetta eru miklir óvissutímar í heiminum og þar sem kórónuveiran er í stórsókn í Evrópu þá eru flestir staðir betri til að vera á þessa dagana en flugvellir og flugvélar álfunnar. Íslenska karlalandsliðið í handbolta flakkar samt sem áður fram og til baka um Evrópu í miðjum heimsfaraldri en það gera ekki allar þjóðir. Á sama tíma einbeitir norska landsliðið sér bara að því undirbúa sig fyrir HM í handbolta sem hefst í Egyptalandi 13. janúar næstkomandi. Norðmenn áttu vissulega leiki í undankeppni EM eins og Ísland en þeir ákváðu að senda varaliðið sitt í þá leiki. Þjálfarateymið fór ekki einu sinni með. Strákarnir okkar eru komnir til Portúgal þar sem þeir mæta heimamönnum í kvöld í undankeppni EM 2022. Þetta er fyrsti leikur þjóðanna af þremur í þremur löndum á næstu átta dögum. En hversu miklu máli skiptir þessi leikur? Ísland er í fjögurra þjóða riðli þar sem tvö efstu liðin komast á EM og liðið í þriðja sæti gæti komist þangað líka. Ísland byrjaði vel með sextán marka sigri á Litháen í nóvember (36-20) en leik liðsins á móti Ísrael var frestað. Portúgalar eru bæði búnir að vinna Ísrael (+9, 31-22) og Litháen (+8, 34-26) í fyrstu tveimur leikjum sínum. Ísland ætti að öllu eðlilegu að vinna leikina við Ísrael og Litháen og tryggja sér sæti á EM 2022. Norðmenn töpuðu reyndar leiknum í Hvíta-Rússlandi með átta marka mun (33-25) og þeirra bíður annar erfiður leikur þegar Hvít-Rússar koma til Noregs á föstudagskvöldið. Norðmenn hafa unnið einn leik á móti Ítalíu í fimmtán marka mun og fjórða liðið í riðlinum en Lettland. Þeir líta svo á að sigrar á Ítalíu og Lettlandi ættu að tryggja sér EM-sætið og eru því tilbúnir að fórna leikjunum við Hvíta-Rússland. Íslenski landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson er auðvitað mikill keppnismaður og það kom væntanlega ekki til greina að fórna leik sem þessum. Fyrir vikið þarf hann að hafa áhyggjur af mun fleiri hlutum en bara handbolta. Smithætta á ferðalaginu er til staðar og það væri hrikalegt að missa leikmann eða leikmenn út rétt fyrir HM. Íslenska liðið þurfti samt líka æfingaleiki fyrir heimsmeistaramótið. Vandamálið er bara að liðið þarf nú að spila þrjá leiki í röð á móti Portúgal. Einn möguleikinn hefði verið að senda varalið út til Portúgal en spila heimaleikinn síðan á aðalliðinu. Með því hefði íslenska liðið aðeins þurft að ferðast til Egyptalands eftir leikinn á sunnudaginn í stað þess að fljúga til Portúgals, aftur til Íslands og svo loks í langt ferðalag til Egyptalands. Þetta hefði kannski verið raunhæfari möguleiki ef að Olís deild karla hefði ekki legið í dvala síðan í október. Hugsanlegt varalið úr deildinni hérna heima er því í engri leikæfingu og flestir frekar nýbyrjaðir að æfa aftur handbolta á fullu eftir langt hlé. Það hefði getað andað með vandræðalegu tapi út í Portúgal. Brotthvarf Arons Pálmarssonar úr íslenska liðinu þýðir miklar áherslubreytingar og tækifæri fyrir aðra leikmenn að taka meiri ábyrgð. Þessir tveir leikir fram að fyrsta leik á heimsmeistaramótinu nýtast því til að spila breytt lið saman. Nú er bara að vona að liðið sleppi við kórónuveiruna og meiðsli. Það er sennilega mikilvægara en sjálf úrslitin.
HM 2021 í handbolta EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir Bara þrír með núna úr liðinu sem fagnaði eftir tap í Portúgal fyrir fjórum árum Íslenska handboltalandsliðið mætir Portúgal í undankeppni EM í Porto í kvöld en þetta verður fyrsti leikur íslenska liðsins á portúgalskri grundu síðan í júní 2016. 6. janúar 2021 10:30 Segir Ísland spila fallegan handbolta Fábio Magalhaes talaði vel um íslenska handboltalandsliðið fyrir leik Portúgals og Íslands í undankeppni EM. 5. janúar 2021 11:31 Segir Ísland áfram gott án Arons Luís Frade, liðsfélagi Arons Pálmarssonar hjá Barcelona, er á leið í þrjá leiki við Ísland á níu dögum með portúgalska landsliðinu. Hann segir fjarveru Arons ekki skipta sköpum. 4. janúar 2021 16:30 Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
Bara þrír með núna úr liðinu sem fagnaði eftir tap í Portúgal fyrir fjórum árum Íslenska handboltalandsliðið mætir Portúgal í undankeppni EM í Porto í kvöld en þetta verður fyrsti leikur íslenska liðsins á portúgalskri grundu síðan í júní 2016. 6. janúar 2021 10:30
Segir Ísland spila fallegan handbolta Fábio Magalhaes talaði vel um íslenska handboltalandsliðið fyrir leik Portúgals og Íslands í undankeppni EM. 5. janúar 2021 11:31
Segir Ísland áfram gott án Arons Luís Frade, liðsfélagi Arons Pálmarssonar hjá Barcelona, er á leið í þrjá leiki við Ísland á níu dögum með portúgalska landsliðinu. Hann segir fjarveru Arons ekki skipta sköpum. 4. janúar 2021 16:30
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti