Segir fjörutíu prósenta hækkun álverðs gríðarlega mikilvæga fyrir efnahagslífið Kristján Már Unnarsson skrifar 5. janúar 2021 21:50 Gunnar Guðlaugsson er forstjóri Norðuráls og stjórnarformaður Samáls, samtaka álframleiðenda á Íslandi. Arnar Halldórsson Heimsmarkaðsverð á áli hefur rokið upp á undanförnum mánuðum og hækkað um ríflega fjörutíu prósent frá því verðið var lægst síðastliðið vor. Stjórnarformaður Samáls segir þetta gríðarlega mikilvægt fyrir efnahag landsins. Eftir að ferðaþjónustan hrundi er áliðnaður á ný orðinn næst stærsta útflutningsgrein landsins á eftir sjávarútvegi. Það blés hins vegar ekki byrlega fyrir greininni í vor þegar álverð fór niður undir 1.400 dollara á tonnið. En dæmið snerist við í júní og síðan hefur álverð hækkað jafnt og þétt og stendur núna í rúmlega 2.000 dollurum. Álver Norðuráls á Grundartanga.Vísir/Vilhelm „Auðvitað er þetta bara mjög jákvætt að álverð hefur hækkað og meðalverð ársins kannski ekki alslæmt,“ segir Gunnar Guðlaugsson, forstjóri Norðuráls og stjórnarformaður Samáls, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Þetta bara orsakast af aukinni eftirspurn, bæði í Evrópu og Asíu, og kannski ekki síst í Kína.“ Þá hafi fréttir af bóluefni haft jákvæð áhrif. „Heimurinn fyllist bjartsýni og þá fer fólk að eyða og hagvöxtur eykst og það hefur jákvæð áhrif á álverð,“ segir Gunnar. Frá álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík.Mynd/Stöð 2. Þrjú álver eru hérlendis. ÍSAL í Straumsvík reis fyrst, síðan álver Norðuráls á Grundartanga en Alcoa Fjarðaál í Reyðarfirði er yngst. En hvað þýðir svona verðhækkun fyrir íslenskan efnahag? „Þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir íslenskan efnahag. Álframleiðsla er auðvitað stór hluti af íslensku efnahagslífi þannig að þetta hefur jákvæð áhrif á okkur öll,“ svarar stjórnarformaður samtaka álframleiðenda. Þessi mikla hækkun hefur bein áhrif á tekjur Landsvirkjunar en 35 prósent af heildarorkusölu fyrirtækisins er beintengd heimsmarkaðsverði á áli, samkvæmt upplýsingum Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar, í dag. Álver Alcoa-Fjarðaáls á Reyðarfirðivísir/valli Gunnar, sem sjálfur stýrir Norðuráli á Grundartanga, segir erfitt að spá um hvort verðhækkunin haldist. „En hins vegar erum við bjartsýn á það að eftirspurn eftir áli mun halda áfram að aukast. Þegar hagvöxtur eykst þá eykst eftirspurn eftir rafbílum og flugvélum og það eru jú vörur sem ál er notað í að stórum hluta.“ Gunnar Guðlaugsson var ráðinn forstjóri Norðuráls vorið 2019 eftir að hafa starfað sem framkvæmdastjóri hjá fyrirtækinu í áratug.Arnar Halldórsson Hann segir áliðnaðinn mikilvæga stoð í íslensku efnahagslífi. „Það hefur sýnt sig, bæði í gegnum þessa kreppu og fyrri kreppur, að þetta er kannski sú stoð sem svona aðrar kreppur hafa minni áhrif á. Og við höfum haldið uppi atvinnu og framleiðslu í gegnum þessa kreppu,“ segir stjórnarformaður Samáls. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Áliðnaður Orkumál Landsvirkjun Efnahagsmál Tengdar fréttir Norðurál óskar eftir því að trúnaði verði aflétt af samningum Norðurál, sem rekur álverið á Grundartanga hefur nú óskað eftir því við orkusala sína að trúnaði verði aflétt af langtíma orkusölusamningum. 13. nóvember 2020 12:45 Loka álverinu í Straumsvík ef Landsvirkjun breytir ekki hegðun sinni Rio Tinto hefur lagt fram formlega kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna þess sem félagið telur vera misnotkun Landsvirkjunar „á yfirburðastöðu fyrirtækisins“ gagnvart álverinu í Straumsvík. 22. júlí 2020 15:07 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira
Eftir að ferðaþjónustan hrundi er áliðnaður á ný orðinn næst stærsta útflutningsgrein landsins á eftir sjávarútvegi. Það blés hins vegar ekki byrlega fyrir greininni í vor þegar álverð fór niður undir 1.400 dollara á tonnið. En dæmið snerist við í júní og síðan hefur álverð hækkað jafnt og þétt og stendur núna í rúmlega 2.000 dollurum. Álver Norðuráls á Grundartanga.Vísir/Vilhelm „Auðvitað er þetta bara mjög jákvætt að álverð hefur hækkað og meðalverð ársins kannski ekki alslæmt,“ segir Gunnar Guðlaugsson, forstjóri Norðuráls og stjórnarformaður Samáls, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Þetta bara orsakast af aukinni eftirspurn, bæði í Evrópu og Asíu, og kannski ekki síst í Kína.“ Þá hafi fréttir af bóluefni haft jákvæð áhrif. „Heimurinn fyllist bjartsýni og þá fer fólk að eyða og hagvöxtur eykst og það hefur jákvæð áhrif á álverð,“ segir Gunnar. Frá álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík.Mynd/Stöð 2. Þrjú álver eru hérlendis. ÍSAL í Straumsvík reis fyrst, síðan álver Norðuráls á Grundartanga en Alcoa Fjarðaál í Reyðarfirði er yngst. En hvað þýðir svona verðhækkun fyrir íslenskan efnahag? „Þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir íslenskan efnahag. Álframleiðsla er auðvitað stór hluti af íslensku efnahagslífi þannig að þetta hefur jákvæð áhrif á okkur öll,“ svarar stjórnarformaður samtaka álframleiðenda. Þessi mikla hækkun hefur bein áhrif á tekjur Landsvirkjunar en 35 prósent af heildarorkusölu fyrirtækisins er beintengd heimsmarkaðsverði á áli, samkvæmt upplýsingum Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar, í dag. Álver Alcoa-Fjarðaáls á Reyðarfirðivísir/valli Gunnar, sem sjálfur stýrir Norðuráli á Grundartanga, segir erfitt að spá um hvort verðhækkunin haldist. „En hins vegar erum við bjartsýn á það að eftirspurn eftir áli mun halda áfram að aukast. Þegar hagvöxtur eykst þá eykst eftirspurn eftir rafbílum og flugvélum og það eru jú vörur sem ál er notað í að stórum hluta.“ Gunnar Guðlaugsson var ráðinn forstjóri Norðuráls vorið 2019 eftir að hafa starfað sem framkvæmdastjóri hjá fyrirtækinu í áratug.Arnar Halldórsson Hann segir áliðnaðinn mikilvæga stoð í íslensku efnahagslífi. „Það hefur sýnt sig, bæði í gegnum þessa kreppu og fyrri kreppur, að þetta er kannski sú stoð sem svona aðrar kreppur hafa minni áhrif á. Og við höfum haldið uppi atvinnu og framleiðslu í gegnum þessa kreppu,“ segir stjórnarformaður Samáls. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Áliðnaður Orkumál Landsvirkjun Efnahagsmál Tengdar fréttir Norðurál óskar eftir því að trúnaði verði aflétt af samningum Norðurál, sem rekur álverið á Grundartanga hefur nú óskað eftir því við orkusala sína að trúnaði verði aflétt af langtíma orkusölusamningum. 13. nóvember 2020 12:45 Loka álverinu í Straumsvík ef Landsvirkjun breytir ekki hegðun sinni Rio Tinto hefur lagt fram formlega kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna þess sem félagið telur vera misnotkun Landsvirkjunar „á yfirburðastöðu fyrirtækisins“ gagnvart álverinu í Straumsvík. 22. júlí 2020 15:07 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira
Norðurál óskar eftir því að trúnaði verði aflétt af samningum Norðurál, sem rekur álverið á Grundartanga hefur nú óskað eftir því við orkusala sína að trúnaði verði aflétt af langtíma orkusölusamningum. 13. nóvember 2020 12:45
Loka álverinu í Straumsvík ef Landsvirkjun breytir ekki hegðun sinni Rio Tinto hefur lagt fram formlega kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna þess sem félagið telur vera misnotkun Landsvirkjunar „á yfirburðastöðu fyrirtækisins“ gagnvart álverinu í Straumsvík. 22. júlí 2020 15:07