Viðskipti innlent

137 misstu vinnuna í þremur hóp­­upp­­­sögnum í desember

Eiður Þór Árnason skrifar
Aldrei hafa eins margar tilkynningar um hópuppsagnir borist á einu ári. 
Aldrei hafa eins margar tilkynningar um hópuppsagnir borist á einu ári.  Vísir/Hanna

Þrjár tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í desember þar sem 137 starfsmönnum var sagt upp störfum. Þar af voru 94 starfsmenn í menningar, íþrótta og tómstundastarfsemi, 32 í iðnaði og 11 í flutningastarfsemi. Uppsagnirnar koma allar til framkvæmda í apríl 2021.

Á árinu 2020 barst Vinnumálastofnun alls 141 tilkynning um hópuppsagnir, þar sem 8.789 manns var sagt upp störfum. Þetta er mesti fjöldi hópuppsagna sem tilkynntur hefur verið til Vinnumálastofnunar á einu ári, er fram kemur í skýrslu hennar

Til samanburðar var 5.074 manns sagt upp störfum í 103 hópuppsögnum á hrunárinu 2008 og á árinu 2009 var alls 1.780 sagt upp í 54 hópuppsögnum.

Almennt atvinnuleysi mældist 10,6% í lok nóvember á síðasta ári sem er aukning frá fyrri mánuðum en minna en spár gerðu ráð fyrir. Tölur fyrir desember hafa ekki enn verið birtar. 500 þeirra hópuppsagna sem tilkynntar voru í fyrra koma til framkvæmda á þessu ári.

Langflestar hópuppsagnir í ferðaþjónustu 

Flestir misstu vinnuna síðasta ári í ferðatengdri starfsemi, á borð við ferðaþjónustu, gisti- og veitingaþjónustu og farþegaflutningum. Þar misstu alls 7.280 manns starfið í hópuppsögnum og komu 83% tilkynninga frá fyrirtækjum í þeim geira. 

811 misstu vinnuna í hópuppsögnum í verslun og vöruflutningum eða rúm 9% allra hópuppsagna, 174 í iðnaði, 147 í menningar, íþrótta og tómstundastarfsemi, 96 í byggingariðnaði, 95 í sjávarútvegi, 62 í upplýsingatækni 62, 53 í ýmsri þjónustu, 31 í fasteignasölu og leigu, 27 í fjármála – og vátryggingastarfsemi og 13 í opinberri þjónustu.

Um 65% tilkynntra hópuppsagna á árinu 2020 voru á höfuðborgarsvæðinu, um 23% á Suðurnesjum, rúm 5% á Suðurlandi, um 3% á Norðurlandi eystra, um 2% á Vesturlandi og um 1% á Austurlandi og um 0,5% á Vestfjörðum.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
0,51
19
128.775
LEQ
0,41
2
2.721
SYN
0,37
6
30.688
EIM
0,34
3
15.632
EIK
0,1
9
49.972

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-1,97
63
81.019
REGINN
-1,81
16
163.933
REITIR
-1,59
17
158.966
ICESEA
-1,59
10
37.573
ARION
-1,02
45
1.159.883
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.