Öllum verslunum nú óheimilt að selja plastpoka Eiður Þór Árnason skrifar 5. janúar 2021 11:46 Banninu er ætlað að draga úr plastnotkun. Vísir/Vilhelm Um áramótin tóku í gildi reglur sem banna afhendingu plastburðarpoka í verslunum. Bannið tekur jafnt til þunnu, glæru grænmetispokanna og innkaupaburðarpokanna, en nær ekki yfir plastpoka sem eru seldir í rúllum í hillum verslana. Um leið tók sú breyting gildi að allir einnota burðarpokar úr öðrum efniviði eru nú gjaldskyldir. Er þetta gert til að reyna að koma í veg fyrir að einnota neysla færist yfir á aðrar tegundir burðarpoka. Lög um bann samþykkt í maí Plastpokabannið er í samræmi við lög sem samþykkt voru í maí á síðasta ári. Fyrsti áfangi þeirra tók gildi í september síðastliðnum og fól í sér að söluaðilum var gert óheimilt að afhenda einnota plastpoka að endurgjaldslausu. Seinni áfangi laganna tók gildi nú um áramótin og nær plastpokabannið til allra verslana eða eins og það er orðað í lögunum: „Óheimilt er að afhenda burðarpoka úr plasti, hvort sem er með eða án endurgjalds, á sölustöðum vara.“ Ganga lengra en lágmarkskröfur Fram kemur í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins að plastpokabannið sé í samræmi við Evróputilskipun sem lýtur að því að draga úr notkun á plastpokum. Er bannið einnig meðal þeirra tillagna sem samráðsvettvangur um aðgerðir í plastmálefnum afhenti Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfis- og auðlindaráðherra, í loks árs 2018. Í samráðsvettvangnum áttu sæti m.a. fulltrúar atvinnulífsins, sveitarfélaga, umhverfisverndarsamtaka, félagasamtaka, opinberra stofnana, Alþingis og ráðuneyta. Er löggjöfinni ætlað að vera liður í því að draga almennt úr notkun á plasti, auka endurvinnslu á því og draga úr plastmengun. Lögin ganga lengra en lágmarkskröfur tilskipunar Evrópusambandsins gera ráð fyrir. Í tilskipuninni er ríkjum heimilt að undanskilja þynnstu pokana en eru hvött til þess að gera það ekki. „Banni við burðarplastpokum er ekki ætlað að vera allsherjarlausn á plastvandamálinu, heldur ein aðgerð af mörgum. Hér er um mikilvægt skref að ræða, flest fólk kaupir til dæmis reglulega í matinn og ber vörurnar heim í pokum. Aðgerðin snertir þannig daglegt líf okkar og eykur vitund okkar um plast og notkun þess í okkar daglega lífi,“ segir á vef Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Ráðuneytið hvetur fólk sem er vant því að nota plastpoka undir heimilissorp til að nota poka undan brauði, öðrum vörum eða nota lífbrjótanlega poka. Annars standi fólki til boða að kaupa plastpoka í rúllum líkt og áður. Verslun Umhverfismál Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Um leið tók sú breyting gildi að allir einnota burðarpokar úr öðrum efniviði eru nú gjaldskyldir. Er þetta gert til að reyna að koma í veg fyrir að einnota neysla færist yfir á aðrar tegundir burðarpoka. Lög um bann samþykkt í maí Plastpokabannið er í samræmi við lög sem samþykkt voru í maí á síðasta ári. Fyrsti áfangi þeirra tók gildi í september síðastliðnum og fól í sér að söluaðilum var gert óheimilt að afhenda einnota plastpoka að endurgjaldslausu. Seinni áfangi laganna tók gildi nú um áramótin og nær plastpokabannið til allra verslana eða eins og það er orðað í lögunum: „Óheimilt er að afhenda burðarpoka úr plasti, hvort sem er með eða án endurgjalds, á sölustöðum vara.“ Ganga lengra en lágmarkskröfur Fram kemur í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins að plastpokabannið sé í samræmi við Evróputilskipun sem lýtur að því að draga úr notkun á plastpokum. Er bannið einnig meðal þeirra tillagna sem samráðsvettvangur um aðgerðir í plastmálefnum afhenti Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfis- og auðlindaráðherra, í loks árs 2018. Í samráðsvettvangnum áttu sæti m.a. fulltrúar atvinnulífsins, sveitarfélaga, umhverfisverndarsamtaka, félagasamtaka, opinberra stofnana, Alþingis og ráðuneyta. Er löggjöfinni ætlað að vera liður í því að draga almennt úr notkun á plasti, auka endurvinnslu á því og draga úr plastmengun. Lögin ganga lengra en lágmarkskröfur tilskipunar Evrópusambandsins gera ráð fyrir. Í tilskipuninni er ríkjum heimilt að undanskilja þynnstu pokana en eru hvött til þess að gera það ekki. „Banni við burðarplastpokum er ekki ætlað að vera allsherjarlausn á plastvandamálinu, heldur ein aðgerð af mörgum. Hér er um mikilvægt skref að ræða, flest fólk kaupir til dæmis reglulega í matinn og ber vörurnar heim í pokum. Aðgerðin snertir þannig daglegt líf okkar og eykur vitund okkar um plast og notkun þess í okkar daglega lífi,“ segir á vef Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Ráðuneytið hvetur fólk sem er vant því að nota plastpoka undir heimilissorp til að nota poka undan brauði, öðrum vörum eða nota lífbrjótanlega poka. Annars standi fólki til boða að kaupa plastpoka í rúllum líkt og áður.
Verslun Umhverfismál Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira