Þessar skattabreytingar taka gildi nú um áramótin Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. janúar 2021 19:03 Ýmsar skattabreytingar taka gildi í dag, 1. janúar. Vísir/vilhelm Ýmsar skattabreytingar er snerta bæði heimili og fyrirtæki í landinu tóku gildi nú um áramótin. Þar má nefna 3,6 prósent lækkun á grunnþrepi tekjuskatts, breytingu á frítekjumarki, hækkun á krónutölugjöldum og hækkun á skerðingarmörkum barnabóta. Farið er yfir breytingarnar í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu sem birt var í gær. Síðari áfangi breytinga á tekjuskatti einstaklinga tekur gildi nú um áramótin. Þessi seinni áfangi felur í sér lækkun á grunnþrepi tekjuskatts um 3,60 prósentustig og hækkun á miðþrepi tekjuskatts um 0,75 prósentustig. Nýju skattprósenturnar verða því 17 prósent í grunnþrepi og 23,5 prósent í miðþrepi. Við prósenturnar bætist síðan útsvarsprósenta sveitarfélaga. Breytingar milli ára má sjá hér fyrir neðan. Skerðingarmörk barnabóta hjá einstæðum foreldrum hækka úr 325 þúsund kr. á mánuði í 351 þúsund kr. á mánuði. „Það þýðir að fyrir einstætt foreldri sem hefur allar sínar tekjur af launavinnu og greiðir 4% skylduiðgjald í lífeyrissjóð er engin skerðing á barnabótum upp að 365.040 kr. í mánaðarlaun,“ segir í tilkynningu. Hjá fólki í sambúð hækka neðri skerðingarmörk barnabóta úr 650 þúsund kr. á mánuði í 702 þúsund kr. Efri skerðingarmörk haldast óbreytt við 5,5 m.kr. á ári hjá einstæðum foreldrum og 11,0 m.kr. hjá sambúðarfólki. Í eftirfarandi töflu eru tekin dæmi af fjölskyldum með misháar tekjur og áhrifum barnabótabreytinga á ráðstöfunartekjur þeirra. Í ársbyrjun 2021 mun skatthlutfall almenns tryggingagjalds lækka um 0,25 prósentustig, úr 4,9 prósent í 4,65 prósent. Aðgerðin er tímabundin í eitt ár og hluti af aðgerðarpakka stjórnvalda vegna efnahagsáhrifa kórónaveirunnar. Tryggingagjald í heild lækkar úr 6,35 prósent í 6,10 prósent. Krónutölugjöld hækka um 2,5 prósent um áramótin en eru þó sögð lækka að raungildi í tilkynningu ráðuneytisins. Breytingar á helstu krónutölugjöldum milli áranna 2020 og 2021 eru sýndar í meðfylgjandi töflu. Breytingarnar eru nánar útlistaðar, auk fleiri skattabreytinga, í tilkynningu fjármálaráðuneytisins sem nálgast má hér. Skattar og tollar Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjármál heimilisins Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Farið er yfir breytingarnar í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu sem birt var í gær. Síðari áfangi breytinga á tekjuskatti einstaklinga tekur gildi nú um áramótin. Þessi seinni áfangi felur í sér lækkun á grunnþrepi tekjuskatts um 3,60 prósentustig og hækkun á miðþrepi tekjuskatts um 0,75 prósentustig. Nýju skattprósenturnar verða því 17 prósent í grunnþrepi og 23,5 prósent í miðþrepi. Við prósenturnar bætist síðan útsvarsprósenta sveitarfélaga. Breytingar milli ára má sjá hér fyrir neðan. Skerðingarmörk barnabóta hjá einstæðum foreldrum hækka úr 325 þúsund kr. á mánuði í 351 þúsund kr. á mánuði. „Það þýðir að fyrir einstætt foreldri sem hefur allar sínar tekjur af launavinnu og greiðir 4% skylduiðgjald í lífeyrissjóð er engin skerðing á barnabótum upp að 365.040 kr. í mánaðarlaun,“ segir í tilkynningu. Hjá fólki í sambúð hækka neðri skerðingarmörk barnabóta úr 650 þúsund kr. á mánuði í 702 þúsund kr. Efri skerðingarmörk haldast óbreytt við 5,5 m.kr. á ári hjá einstæðum foreldrum og 11,0 m.kr. hjá sambúðarfólki. Í eftirfarandi töflu eru tekin dæmi af fjölskyldum með misháar tekjur og áhrifum barnabótabreytinga á ráðstöfunartekjur þeirra. Í ársbyrjun 2021 mun skatthlutfall almenns tryggingagjalds lækka um 0,25 prósentustig, úr 4,9 prósent í 4,65 prósent. Aðgerðin er tímabundin í eitt ár og hluti af aðgerðarpakka stjórnvalda vegna efnahagsáhrifa kórónaveirunnar. Tryggingagjald í heild lækkar úr 6,35 prósent í 6,10 prósent. Krónutölugjöld hækka um 2,5 prósent um áramótin en eru þó sögð lækka að raungildi í tilkynningu ráðuneytisins. Breytingar á helstu krónutölugjöldum milli áranna 2020 og 2021 eru sýndar í meðfylgjandi töflu. Breytingarnar eru nánar útlistaðar, auk fleiri skattabreytinga, í tilkynningu fjármálaráðuneytisins sem nálgast má hér.
Skattar og tollar Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjármál heimilisins Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira