Hugmyndir um breytingar á Seðlabanka Íslands enn á ís Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. janúar 2017 06:00 Starfi ný ríkisstjórn út heilt fjögurra ára kjörtímabil mun það koma í hlut Bjarna Benediktssonar að skipa bæði bankastjóra Seðlabanka Íslands og aðstoðarseðlabankastjóra. Samkvæmt forsetaúrskurði um verkaskiptingu milli ráðuneyta frá 11. janúar síðastliðnum voru málefni Seðlabanka Íslands flutt úr fjármála- og efnahagsráðuneyti yfir í forsætisráðuneytið með Bjarna Benediktssyni. Á næsta ári, 2018, rennur út skipunartími Arnórs Sighvatssonar sem aðstoðarseðlabankastjóra. Þá mun Arnór hafa gegnt starfinu í níu ár. Ári seinna, árið 2019, rennur út skipunartími Más Guðmundssonar og hefur hann þá starfað í tíu ár. Í 23. grein laga um Seðlabankann er kveðið á um þau skilyrði sem einstaklingar þurfa að uppfylla til að hljóta skipun í stöðu seðlabankastjóra eða aðstoðarseðlabankastjóra. Þar kemur líka fram að hægt er að skipa sama mann seðlabankastjóra eða aðstoðarseðlabankastjóra tvisvar sinnum. Því blasir við að ráðherra þarf að skipa nýja menn í báðar stöðurnar, að undangenginni umsögn nefndar sem metur hæfi umsækjendanna. Sem fjármála- og efnahagsráðherra skipaði Bjarni Benediktsson þriggja manna starfshóp sem ætlað var að gera tillögur að breytingum á stjórnskipulagi Seðlabankans. Nefndin, sem skipuð var þeim Friðriki Má Baldurssyni hagfræðingi og Þráni Eggertssyni hagfræðingi, lagði til að í Seðlabanka Íslands yrðu starfandi seðlabankastjóri og með honum starfi bankastjóri peningamála og bankastjóri fjármálastöðugleika. Skilaði nefndin tillögum sínum í mars árið 2015. Fréttablaðið náði hvorki tali af Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra né Benedikt Jóhannessyni, fjármála- og efnahagsráðherra, í gær. Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður forsætisráðherra, minnir á að málefni Seðlabankans hafi heyrt undir forsætisráðherra þangað til í ráðherratíð Jóhönnu Sigurðardóttur. Hún segir sér ekki kunnugt um að stjórnskipulag bankans hafi verið rætt sérstaklega í viðræðum Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, segir ekki skipta höfuðmáli hvort forsætisráðuneytið eða fjármálaráðuneytið fer með málefni Seðlabankans. „Það eru starfsmenn í forsætisráðuneytinu sem eru alveg í standi til að sinna þessum málum. En ég sé ekki alveg fegurðina í þessu,“ segir Þórólfur. Aðalmálið sé að það sé góð yfirsýn yfir mál og að upplýsingum sé haldið saman. „Það á nú að gerast í þessu þjóðhagsráði sem virðist þó ekki vera kallað neitt sérstaklega oft saman.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Starfi ný ríkisstjórn út heilt fjögurra ára kjörtímabil mun það koma í hlut Bjarna Benediktssonar að skipa bæði bankastjóra Seðlabanka Íslands og aðstoðarseðlabankastjóra. Samkvæmt forsetaúrskurði um verkaskiptingu milli ráðuneyta frá 11. janúar síðastliðnum voru málefni Seðlabanka Íslands flutt úr fjármála- og efnahagsráðuneyti yfir í forsætisráðuneytið með Bjarna Benediktssyni. Á næsta ári, 2018, rennur út skipunartími Arnórs Sighvatssonar sem aðstoðarseðlabankastjóra. Þá mun Arnór hafa gegnt starfinu í níu ár. Ári seinna, árið 2019, rennur út skipunartími Más Guðmundssonar og hefur hann þá starfað í tíu ár. Í 23. grein laga um Seðlabankann er kveðið á um þau skilyrði sem einstaklingar þurfa að uppfylla til að hljóta skipun í stöðu seðlabankastjóra eða aðstoðarseðlabankastjóra. Þar kemur líka fram að hægt er að skipa sama mann seðlabankastjóra eða aðstoðarseðlabankastjóra tvisvar sinnum. Því blasir við að ráðherra þarf að skipa nýja menn í báðar stöðurnar, að undangenginni umsögn nefndar sem metur hæfi umsækjendanna. Sem fjármála- og efnahagsráðherra skipaði Bjarni Benediktsson þriggja manna starfshóp sem ætlað var að gera tillögur að breytingum á stjórnskipulagi Seðlabankans. Nefndin, sem skipuð var þeim Friðriki Má Baldurssyni hagfræðingi og Þráni Eggertssyni hagfræðingi, lagði til að í Seðlabanka Íslands yrðu starfandi seðlabankastjóri og með honum starfi bankastjóri peningamála og bankastjóri fjármálastöðugleika. Skilaði nefndin tillögum sínum í mars árið 2015. Fréttablaðið náði hvorki tali af Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra né Benedikt Jóhannessyni, fjármála- og efnahagsráðherra, í gær. Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður forsætisráðherra, minnir á að málefni Seðlabankans hafi heyrt undir forsætisráðherra þangað til í ráðherratíð Jóhönnu Sigurðardóttur. Hún segir sér ekki kunnugt um að stjórnskipulag bankans hafi verið rætt sérstaklega í viðræðum Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, segir ekki skipta höfuðmáli hvort forsætisráðuneytið eða fjármálaráðuneytið fer með málefni Seðlabankans. „Það eru starfsmenn í forsætisráðuneytinu sem eru alveg í standi til að sinna þessum málum. En ég sé ekki alveg fegurðina í þessu,“ segir Þórólfur. Aðalmálið sé að það sé góð yfirsýn yfir mál og að upplýsingum sé haldið saman. „Það á nú að gerast í þessu þjóðhagsráði sem virðist þó ekki vera kallað neitt sérstaklega oft saman.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira