Vetrarbörn geta ekki boðið í garðveislur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. janúar 2015 11:00 Mér finnst í raun ekkert ólíkt að vera blaðamaður og vinna í félagsþjónustu. Maður er alltaf að setja sig inn í líf fólks og þarf að skilja aðstæður hvers og ein Vísir/GVA Elísabet er að vakna eftir flug frá Ameríku þegar ég hringi til að falast eftir afmælisviðtali. Hún er sextug í dag og fór í Ameríkuferðina öðrum þræði í tilefni þess. „Sonur minn og kærastan hans eru að fara í ferðalag til Suður-Ameríku og ég og barnabarnið fórum með þeim til New York, kvöddum þau og komum svo saman heim. Þetta var voða gaman. Við vorum vestra á áramótunum og það var nýjung fyrir mig, ég lagði samt ekki í að vera á Times Square og standa þar í kuldanum og frostinu klukkustundum saman heldur fylgdumst við með í sjónvarpinu. Við vorum hjá bróðurdóttur minni og fjölskyldunni hennar svo ég upplifði skemmtilega fjölskyldusamveru.“ Engin stórveisla er fyrirhuguð í dag hjá Elísabetu, þó ætlar hún að hafa kaffi og pönnukökur fyrir sína nánustu og þá sem hafa tíma til að líta við. „Það er svona með okkur vetrarbörnin, við getum ekki boðið í garðveislur heldur verðum við að halda okkur í hlýjunni,“ segir hún og rifjar upp fertugsafmælið sitt sem haldið var með stæl í sjálfri Hallgrímskirkju. „Það þótti svolítið spes,“ viðurkennir hún. „Það var í safnaðarsalnum fyrst til að byrja með og þar spilaði Laufey Sigurðardóttir á fiðlu og Íris Guðmundsdóttir söng gospellög en það var gjöf frá þáverandi vinnufélögum mínum á Fróða. Svo var farið inn í kirkju, lesin ljóð, skemmtilegur kór samkynhneigðra karla söng meðal annars lagið Somewhere over the rainbow og Guðni Franzson spilaði á klarinett. Að lokum sungum við öll sálm saman. Þetta var mjög skemmtilegt en það er ekkert hægt að endurtaka svona.“ Elísabet er fædd og uppalin á Ísafirði. Kveðst mikill Vestfirðingur vera og halda góðum tengslum við Ísafjörð. Hún starfaði sem blaðamaður í mörg ár og var í níu ár ritstjóri tímaritsins Veru. En nú er hún félagsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg og hefur starfað sem slík í miðborginni í tæp fimm ár. „Þegar Vera hætti fór ég í háskólann, ekki til að stúdera bókmenntir heldur til að læra eitthvað praktískt sem ég gæti örugglega fengið vinnu við. Ég var fimmtug og hugsaði að ég ætti vonandi tuttugu ár eftir af starfsævinni, því væri verjandi að eyða fimm árum í nám.“ Starf félagsráðgjafans á líka vel við hana. „Mér finnst í raun ekkert ólíkt að vera blaðamaður og vinna í félagsþjónustu. Maður er alltaf að setja sig inn í líf fólks og þarf að skilja aðstæður hvers og eins.“ Nema hvað blaðamaður þarf ekki að finna lausnir á vandamálunum,“ skýt ég að. „Nei, hann er náttúrlega bara að koma þeim á framfæri en við félagsráðgjafarnir tökum næsta skref. Elísabet lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Ísafirði, stundaði nám við Leiklistarskóla Íslands og lærði íslensku við Háskóla Íslands. Hún hefur unnið við fiskverkun, kennslu, blaðamennsku og ritstjórn og eftir hana liggja tvær ljóðabækur, Augað í fjallinu, 1977 og Salt og rjómi eða blanda af göddum og dúni, 1983. Einnig hefur hún ritað tvær ævisögur, Í sannleika sagt: lífssaga Bjarnfríðar Leósdóttur 1986 og Þú gefst aldrei upp Sigga! ævisaga Sigríðar Rósu Kristinsdóttur, 1993. Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bíó og sjónvarp Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma Lífið Fleiri fréttir Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira
Elísabet er að vakna eftir flug frá Ameríku þegar ég hringi til að falast eftir afmælisviðtali. Hún er sextug í dag og fór í Ameríkuferðina öðrum þræði í tilefni þess. „Sonur minn og kærastan hans eru að fara í ferðalag til Suður-Ameríku og ég og barnabarnið fórum með þeim til New York, kvöddum þau og komum svo saman heim. Þetta var voða gaman. Við vorum vestra á áramótunum og það var nýjung fyrir mig, ég lagði samt ekki í að vera á Times Square og standa þar í kuldanum og frostinu klukkustundum saman heldur fylgdumst við með í sjónvarpinu. Við vorum hjá bróðurdóttur minni og fjölskyldunni hennar svo ég upplifði skemmtilega fjölskyldusamveru.“ Engin stórveisla er fyrirhuguð í dag hjá Elísabetu, þó ætlar hún að hafa kaffi og pönnukökur fyrir sína nánustu og þá sem hafa tíma til að líta við. „Það er svona með okkur vetrarbörnin, við getum ekki boðið í garðveislur heldur verðum við að halda okkur í hlýjunni,“ segir hún og rifjar upp fertugsafmælið sitt sem haldið var með stæl í sjálfri Hallgrímskirkju. „Það þótti svolítið spes,“ viðurkennir hún. „Það var í safnaðarsalnum fyrst til að byrja með og þar spilaði Laufey Sigurðardóttir á fiðlu og Íris Guðmundsdóttir söng gospellög en það var gjöf frá þáverandi vinnufélögum mínum á Fróða. Svo var farið inn í kirkju, lesin ljóð, skemmtilegur kór samkynhneigðra karla söng meðal annars lagið Somewhere over the rainbow og Guðni Franzson spilaði á klarinett. Að lokum sungum við öll sálm saman. Þetta var mjög skemmtilegt en það er ekkert hægt að endurtaka svona.“ Elísabet er fædd og uppalin á Ísafirði. Kveðst mikill Vestfirðingur vera og halda góðum tengslum við Ísafjörð. Hún starfaði sem blaðamaður í mörg ár og var í níu ár ritstjóri tímaritsins Veru. En nú er hún félagsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg og hefur starfað sem slík í miðborginni í tæp fimm ár. „Þegar Vera hætti fór ég í háskólann, ekki til að stúdera bókmenntir heldur til að læra eitthvað praktískt sem ég gæti örugglega fengið vinnu við. Ég var fimmtug og hugsaði að ég ætti vonandi tuttugu ár eftir af starfsævinni, því væri verjandi að eyða fimm árum í nám.“ Starf félagsráðgjafans á líka vel við hana. „Mér finnst í raun ekkert ólíkt að vera blaðamaður og vinna í félagsþjónustu. Maður er alltaf að setja sig inn í líf fólks og þarf að skilja aðstæður hvers og eins.“ Nema hvað blaðamaður þarf ekki að finna lausnir á vandamálunum,“ skýt ég að. „Nei, hann er náttúrlega bara að koma þeim á framfæri en við félagsráðgjafarnir tökum næsta skref. Elísabet lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Ísafirði, stundaði nám við Leiklistarskóla Íslands og lærði íslensku við Háskóla Íslands. Hún hefur unnið við fiskverkun, kennslu, blaðamennsku og ritstjórn og eftir hana liggja tvær ljóðabækur, Augað í fjallinu, 1977 og Salt og rjómi eða blanda af göddum og dúni, 1983. Einnig hefur hún ritað tvær ævisögur, Í sannleika sagt: lífssaga Bjarnfríðar Leósdóttur 1986 og Þú gefst aldrei upp Sigga! ævisaga Sigríðar Rósu Kristinsdóttur, 1993.
Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bíó og sjónvarp Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma Lífið Fleiri fréttir Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira