Sport

Sigraði í fjórgangi á heimsmeistaramóti íslenska hestsins

Hulda Gústafsdóttir ásamt hestinum kjuða.
Hulda Gústafsdóttir ásamt hestinum kjuða. Mynd/Bjarni Þór
Hulda Gústafsdóttir sigraði B-úrslit í fjórgangi á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem nú fer fram í Austurríki. Hún hlaut lokaeinkunnina 7,70 eftir æsispennandi keppni við Agnesi Helgu Helgadóttur sem keppir fyrir Noreg, en aðeins munaði 0,07 stigum á lokaeinkunnum þeirra. Hulda er þar með pláss í úrslitum í fjórgangi á morgun.

Ásta Bjarnadóttir Covert, sem keppir fyrir Bandsríkin varð í 3ja sæti á hesti sínum Dynjanda frá Dalvík. Enginn keppandi kemur eins langan veg og hún til að keppa á heimsmeistaramótinu, en Ásta á heima í Kaliforníufylki í Bandaríkjunum.

Hekla Katharína Kristinsdóttir lauk keppni í 9. sæti með einkunnina 7,53 og er öruggur heimsmeistari ungmenna í fjórgangi. Johanna Beuk hafnaði í því tíunda með 7,43.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×