Viðskipti innlent

Stærsti hluti rekstrartaps vegna rýrnunar á viðskiptavild

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Flugfloti Icelandair á Keflavíkurflugvelli í samgöngubanni
Flugfloti Icelandair á Keflavíkurflugvelli í samgöngubanni Visir/Vilhelm

Rekstrartap Icelandair á fyrsta ársfjórðungi nemur ríflega þrjátíu milljörðum króna. Stærsti hluti tapisins er niðurfærsla viðskiptavildar. Gert er ráð fyrir að lausafjárstaða fari undir lágmark á næstu vikum. Þetta kemur fram í bráðabirgðauppgjöri félagsins fyrir 1.ársfjórðung sem birtist í gær

Icelandair Group undirbýr nú hlutafjárútboð félagsins ásamt þremur bönkum. Áætlað er að útboðið fari fram um miðjan júní. Virði félagsins hefur hríðfallið á markaði eftir á kórónuveirufaraldurinn hófst en í fréttum okkar í gær sagði forstjórinn að virði þess væri mun meira en komi fram í gengi á mörkuðum. Félagið birti bráðabirgðauppgjör í Kauphöllinni í gærkvöldi fyrir 1. ársfjórðung.

Þar kemur fram að rekstur Icelandair hafi orðið fyrir verulegum áhrifum af kórónuveirufaraldrinum. Bráðabirgðaniðurstöður fyrsta ársfjórðungs bendi til að tekjur hafi lækkað um 16% milli ára. Ársuppgjör fyrstu tveggja mánaða hafi verið í takt við væntingar en faraldurinn hafi valdið því að mars sé verulega undir væntingum. Rýrnun viðskiptavildar til skammstíma nemi 115 milljón dollurum eða ríflega átján milljörðum íslenskra króna

Þá er Ebita fyrirtækisins neikvæða sem samsvarar rekstrartapi um ríflega þrjátíu milljarða króna þar af er afskrift viðskiptavildar stærsti hlutinn en viðskiptavild er skráð sem eign í bókhaldi en er ekki efnisleg eign. Uppgjörið verður birt 4. maí. 

Bogi Nils Bogason forstjóri segir að nú sé unnið dag og nótt fyrir væntanlegt hlutfjárútboð.

 

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group.vísir/arnar

„Meðal þess sem fjárfestar er fyrirsjáanleiki varðandi launakostnað.  Samkeppnishæfni og sveigjanleika þannig að við getum stýrt okkar leiðarkerfi og starfsemi í takt við það sem þekkist hjá öðrum félögum sem við erum að keppa við,“ segir Bogi. 


Tengdar fréttir





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×