Þorirðu, viltu og geturðu? Þóranna K. Jónsdóttir skrifar 21. maí 2014 09:22 Í kvenréttindasöngnum Áfram stelpur segir „þori ég, vil ég, get ég?“ og svarað er „já ég þori, get og vil“. En þorum við og viljum í raun? Það hefur verið mikið fjallað um jafnrétti kynjanna á ýmsum sviðum. Ég er sammála því að meira þarf að gera til að tryggja jafnrétti. En í dag vil ég skamma okkur stelpurnar. Við erum nefnilega oft sjálfum okkur verstar.Engar súkkulaðikleinur í rekstri! Ég og aðrir sem unnið hafa með konum í rekstri erum almennt sammála um að auk þess að umhverfið geri okkur oft erfiðara fyrir þá gerum við okkur enga greiða sjálfar. Algengt er að við rukkum of lítið fyrir vörur okkar og þjónustu og hugsum allt of smátt. Sem mentor í frumkvöðlaprógrömmum sé ég allt of oft hræðslublik í augum kvenna þegar ég tala um hvert væri hægt að fara með viðskiptahugmyndina og hvet þær til að hugsa stórt. Og þegar kemur að því að selja þá er eins og mörgum finnist ljótt að selja og ljótt að græða. Steininn tekur svo alveg úr þegar kemur að konum og tækni því við erum margar hræddari við tölvuna og það sem í henni býr en við tröll og forynjur. Þetta á við konur á öllum aldri og á öllum menntunarstigum. Staðreyndin er sú, fyrir konur í rekstri, að þær sem ekki nýta sér tæknina munu klárlega dragast aftur úr þeim samkeppnisaðilum sem gera það. Það er engin forgjöf í viðskiptum. Það er ekki hægt að vera með og fá að vera súkkulaðikleina.Þú verður að þora og vilja! Ég á níu ára stelpu. Eitt það dýrmætasta sem ég get gefið henni er sterk sjálfsmynd og sjálfsöryggi. Vissan um að hún getur allt sem hún vill og ætlar sér. Sem betur fer fæ ég hjálp til dæmis frá aðilum eins og Skema sem vinna markvisst í að byggja upp sjálfsmynd stelpna og að eyða tæknifóbíu. Fyrir okkur sem eldri erum liggur þetta alfarið hjá okkur sjálfum. Við verðum að ætla okkur að breyta þessu. Ef við þorum ekki, viljum ekki og getum ekki sjálfar, þá er ekki hægt að ætlast til að aðrir trúi á okkur og veiti okkur sömu tækifæri og strákarnir fá. Það mun enginn breyta þessu nema við sjálfar. Við hvað ertu hrædd? Hvað viltu? Ef þú þorir og vilt þá muntu geta! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Í kvenréttindasöngnum Áfram stelpur segir „þori ég, vil ég, get ég?“ og svarað er „já ég þori, get og vil“. En þorum við og viljum í raun? Það hefur verið mikið fjallað um jafnrétti kynjanna á ýmsum sviðum. Ég er sammála því að meira þarf að gera til að tryggja jafnrétti. En í dag vil ég skamma okkur stelpurnar. Við erum nefnilega oft sjálfum okkur verstar.Engar súkkulaðikleinur í rekstri! Ég og aðrir sem unnið hafa með konum í rekstri erum almennt sammála um að auk þess að umhverfið geri okkur oft erfiðara fyrir þá gerum við okkur enga greiða sjálfar. Algengt er að við rukkum of lítið fyrir vörur okkar og þjónustu og hugsum allt of smátt. Sem mentor í frumkvöðlaprógrömmum sé ég allt of oft hræðslublik í augum kvenna þegar ég tala um hvert væri hægt að fara með viðskiptahugmyndina og hvet þær til að hugsa stórt. Og þegar kemur að því að selja þá er eins og mörgum finnist ljótt að selja og ljótt að græða. Steininn tekur svo alveg úr þegar kemur að konum og tækni því við erum margar hræddari við tölvuna og það sem í henni býr en við tröll og forynjur. Þetta á við konur á öllum aldri og á öllum menntunarstigum. Staðreyndin er sú, fyrir konur í rekstri, að þær sem ekki nýta sér tæknina munu klárlega dragast aftur úr þeim samkeppnisaðilum sem gera það. Það er engin forgjöf í viðskiptum. Það er ekki hægt að vera með og fá að vera súkkulaðikleina.Þú verður að þora og vilja! Ég á níu ára stelpu. Eitt það dýrmætasta sem ég get gefið henni er sterk sjálfsmynd og sjálfsöryggi. Vissan um að hún getur allt sem hún vill og ætlar sér. Sem betur fer fæ ég hjálp til dæmis frá aðilum eins og Skema sem vinna markvisst í að byggja upp sjálfsmynd stelpna og að eyða tæknifóbíu. Fyrir okkur sem eldri erum liggur þetta alfarið hjá okkur sjálfum. Við verðum að ætla okkur að breyta þessu. Ef við þorum ekki, viljum ekki og getum ekki sjálfar, þá er ekki hægt að ætlast til að aðrir trúi á okkur og veiti okkur sömu tækifæri og strákarnir fá. Það mun enginn breyta þessu nema við sjálfar. Við hvað ertu hrædd? Hvað viltu? Ef þú þorir og vilt þá muntu geta!
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun