Fær draumahöggið á par 4 holu ekki viðurkennt Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 30. júní 2011 09:00 Ragnari gengur illa að ná löglegu draumahöggi. Mynd/Ása B Kylfingurinn Ragnar Davíð Riordan, klúbbmeistari Golfklúbbs Vatnsleysustrandar, getur sagt afkomendum sínum góða sögu af eftirminnilegu golfhöggi sem hann sló á 6. braut á Garðavelli á Akranesi síðastliðinn laugardag. Ragnar var að keppa á hinu árlega Stóriðjumóti og hann ákvað að taka áhættuna og slá boltann inn á flöt í upphafshögginu á „Díkinu", sem er um 250 metra löng par 4 hola. „Upphafshöggið var lélegt og fór langt til vinstri og nánast engar líkur að ég myndi finna boltann. Ég tók því bolta úr pokanum sem ég hafði fundið á 5. braut, alveg glænýr Tommy Armour, og ég tók bara dræverinn og fór aftur á teig til þess að slá þriðja höggið. Höggið var ekkert sérstaklega vel hitt. Boltinn fór lágt af stað, flaug yfir vatnið, lenti á brautinni og þeyttist áfram af miklum krafti í átt að stönginni á flötinni. Ég sá ekki vel hvernig þetta endaði. Maður í ráshópnum á undan okkur sá að boltinn small af miklu afli í stönginni, þaðan fór boltinn beint upp í loftið og datt ofan í holuna. Ég trúði þessu varla en ég fékk því miður bara fugl á þessa holu þar sem ég var að taka þriðja höggið af teig," sagði Ragnar Davíð. Hann fær ekki höggið talið sem „holu í höggi" þar sem hann hafði áður slegið upphafshögg og fengið vítishögg að auki. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ragnar upplifir það að fara holu í höggi án þess að fá það viðurkennt. „Ég fór holu í höggi á skemmtivelli í Danmörku og hann var víst ekki löglegur fyrir slík högg. Það hlýtur að fara að koma að þessu," bætti Ragnar við en Tommy Armour-boltinn verður ekki sleginn aftur. Hann fer upp í hillu til minningar um eftirminnilegt högg. Golf Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Rosalegur ráshópur McIlroy Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Sjá meira
Kylfingurinn Ragnar Davíð Riordan, klúbbmeistari Golfklúbbs Vatnsleysustrandar, getur sagt afkomendum sínum góða sögu af eftirminnilegu golfhöggi sem hann sló á 6. braut á Garðavelli á Akranesi síðastliðinn laugardag. Ragnar var að keppa á hinu árlega Stóriðjumóti og hann ákvað að taka áhættuna og slá boltann inn á flöt í upphafshögginu á „Díkinu", sem er um 250 metra löng par 4 hola. „Upphafshöggið var lélegt og fór langt til vinstri og nánast engar líkur að ég myndi finna boltann. Ég tók því bolta úr pokanum sem ég hafði fundið á 5. braut, alveg glænýr Tommy Armour, og ég tók bara dræverinn og fór aftur á teig til þess að slá þriðja höggið. Höggið var ekkert sérstaklega vel hitt. Boltinn fór lágt af stað, flaug yfir vatnið, lenti á brautinni og þeyttist áfram af miklum krafti í átt að stönginni á flötinni. Ég sá ekki vel hvernig þetta endaði. Maður í ráshópnum á undan okkur sá að boltinn small af miklu afli í stönginni, þaðan fór boltinn beint upp í loftið og datt ofan í holuna. Ég trúði þessu varla en ég fékk því miður bara fugl á þessa holu þar sem ég var að taka þriðja höggið af teig," sagði Ragnar Davíð. Hann fær ekki höggið talið sem „holu í höggi" þar sem hann hafði áður slegið upphafshögg og fengið vítishögg að auki. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ragnar upplifir það að fara holu í höggi án þess að fá það viðurkennt. „Ég fór holu í höggi á skemmtivelli í Danmörku og hann var víst ekki löglegur fyrir slík högg. Það hlýtur að fara að koma að þessu," bætti Ragnar við en Tommy Armour-boltinn verður ekki sleginn aftur. Hann fer upp í hillu til minningar um eftirminnilegt högg.
Golf Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Rosalegur ráshópur McIlroy Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Sjá meira