Enn um hæfi dómara Haukur Örn Birgisson skrifar 23. desember 2016 07:00 Í Morgunblaðinu 17. desember sl. birtist grein eftir þau Kristínu Benediktsdóttur, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, og Stefán Má Stefánsson, prófessor við sömu deild, undir yfirskriftinni „Hugleiðingar um hæfi dómara“. Segir í upphafi greinarinnar að umfjöllun síðustu vikna um hæfi dómara hafi farið fram „án þess að gerð hafi verið nægjanleg grein fyrir þeim reglum sem gilda um það og tilgang þeirra“ og þar sem slíkt „getur leitt til misskilnings og rangrar umfjöllunar [sé] nauðsynlegt að gera grein fyrir þeim reglum sem gilda um hæfi dómara hér á landi“. Hefst svo umfjöllun þar sem leitast er við að koma í veg fyrir að „misskilningur“ og „röng umfjöllun“ eigi sér stað. Þrátt fyrir þessi fyrirheit er ekki laust við að ákveðins misskilnings gæti hjá höfundum sjálfum. Efni greinar þeirra Kristínar og Stefáns má flokka í tvennt. Í fyrri hlutanum er vikið að þeim lagareglum sem gilda um hæfi dómara almennt og fjallað um hagsmunaskráningu dómara samkvæmt lögum. Ekki er sérstök ástæða til að gera athugasemdir við þá almennu umfjöllun. Í síðari hluta greinarinnar eru hugleiðingar um það hvenær dómari eigi að víkja sæti í máli. Sett eru fram nokkur dæmi um það hvenær dómari telst vanhæfur og hvenær ekki. Rétt er að víkja að þessum hluta greinar þeirra Kristínar og Stefáns. Þó það sé ekki orðað í greininni er augljóslega höfð í huga sú aðstaða sem uppi er í málum nokkurra hæstaréttardómara sem töldu sig ekki vanhæfa til að dæma í málum fyrrum stjórnenda fallinna banka þó þeir hafi verið hluthafar eða átt eignir með óbeinum hætti í bönkunum og tapað fjármunum við fall þeirra. Í grein þeirra segir m.a. að „veiti eignarhald dómara í félagi honum sérstök réttindi lögum samkvæmt, t.d. 10% eignarhlutur, væri honum rétt að víkja sæti í máli þar sem félagið er aðili. Dómari er hins vegar almennt ekki vanhæfur í máli almenningshlutafélags sem hann á 0,1% eignarhlut í“. Hér virðist eitthvað málum blandið. Það eru vitaskuld ekki hagsmunir dómara í hlutfalli við hagsmuni annarra hluthafa sem máli skipta þegar hæfi dómarans er metið. Það sem ræður eru einfaldlega hagsmunir sem dómarinn á sjálfur, óháð því hvaða hagsmuni aðrir hluthafar kunna að eiga í félaginu. Dómari sem á milljóna króna hagsmuni í hlutafélagi, svo sem dæmi virðast hafa verið um, er alveg jafn vanhæfur hvort sem þeir hagsmunir telji 0,1% eða annað hlutfall í heildarhlutafé viðkomandi hlutafélags. Taka má dæmi. Ef banki er á hlutabréfamarkaði að 50 milljarða virði (hlutabréfaverðmæti hinna föllnu banka var margfalt það á árinu 2006 svo dæmi sé tekið) og dómari á 0,1% í bankanum er verðmæti þess hlutar 50 milljónir króna. Samkvæmt nálgun Kristínar og Stefáns er dómari sem á 0,1% hlut að verðmæti 50 milljóna almennt ekki vanhæfur til að dæma um málefni bankans þó hagsmunir hans séu margföld árslaun hans sem dómari. Við blasir að slík nálgun fær ekki staðist. Meginatriðið er að sá sem á hlut í öðrum málsaðila er að meginstefnu vanhæfur svo sem meðal annars hefur komið fram í máli formanns Dómarafélags Íslands. Við mat á vanhæfi verður að líta til þess hvort hlutlægt séð megi draga hæfi dómarans í efa. Enginn vafi er á að draga má hæfi dómara í efa sem á milljóna hlut í öðrum málsaðila dómsmáls.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Örn Birgisson Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Í Morgunblaðinu 17. desember sl. birtist grein eftir þau Kristínu Benediktsdóttur, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, og Stefán Má Stefánsson, prófessor við sömu deild, undir yfirskriftinni „Hugleiðingar um hæfi dómara“. Segir í upphafi greinarinnar að umfjöllun síðustu vikna um hæfi dómara hafi farið fram „án þess að gerð hafi verið nægjanleg grein fyrir þeim reglum sem gilda um það og tilgang þeirra“ og þar sem slíkt „getur leitt til misskilnings og rangrar umfjöllunar [sé] nauðsynlegt að gera grein fyrir þeim reglum sem gilda um hæfi dómara hér á landi“. Hefst svo umfjöllun þar sem leitast er við að koma í veg fyrir að „misskilningur“ og „röng umfjöllun“ eigi sér stað. Þrátt fyrir þessi fyrirheit er ekki laust við að ákveðins misskilnings gæti hjá höfundum sjálfum. Efni greinar þeirra Kristínar og Stefáns má flokka í tvennt. Í fyrri hlutanum er vikið að þeim lagareglum sem gilda um hæfi dómara almennt og fjallað um hagsmunaskráningu dómara samkvæmt lögum. Ekki er sérstök ástæða til að gera athugasemdir við þá almennu umfjöllun. Í síðari hluta greinarinnar eru hugleiðingar um það hvenær dómari eigi að víkja sæti í máli. Sett eru fram nokkur dæmi um það hvenær dómari telst vanhæfur og hvenær ekki. Rétt er að víkja að þessum hluta greinar þeirra Kristínar og Stefáns. Þó það sé ekki orðað í greininni er augljóslega höfð í huga sú aðstaða sem uppi er í málum nokkurra hæstaréttardómara sem töldu sig ekki vanhæfa til að dæma í málum fyrrum stjórnenda fallinna banka þó þeir hafi verið hluthafar eða átt eignir með óbeinum hætti í bönkunum og tapað fjármunum við fall þeirra. Í grein þeirra segir m.a. að „veiti eignarhald dómara í félagi honum sérstök réttindi lögum samkvæmt, t.d. 10% eignarhlutur, væri honum rétt að víkja sæti í máli þar sem félagið er aðili. Dómari er hins vegar almennt ekki vanhæfur í máli almenningshlutafélags sem hann á 0,1% eignarhlut í“. Hér virðist eitthvað málum blandið. Það eru vitaskuld ekki hagsmunir dómara í hlutfalli við hagsmuni annarra hluthafa sem máli skipta þegar hæfi dómarans er metið. Það sem ræður eru einfaldlega hagsmunir sem dómarinn á sjálfur, óháð því hvaða hagsmuni aðrir hluthafar kunna að eiga í félaginu. Dómari sem á milljóna króna hagsmuni í hlutafélagi, svo sem dæmi virðast hafa verið um, er alveg jafn vanhæfur hvort sem þeir hagsmunir telji 0,1% eða annað hlutfall í heildarhlutafé viðkomandi hlutafélags. Taka má dæmi. Ef banki er á hlutabréfamarkaði að 50 milljarða virði (hlutabréfaverðmæti hinna föllnu banka var margfalt það á árinu 2006 svo dæmi sé tekið) og dómari á 0,1% í bankanum er verðmæti þess hlutar 50 milljónir króna. Samkvæmt nálgun Kristínar og Stefáns er dómari sem á 0,1% hlut að verðmæti 50 milljóna almennt ekki vanhæfur til að dæma um málefni bankans þó hagsmunir hans séu margföld árslaun hans sem dómari. Við blasir að slík nálgun fær ekki staðist. Meginatriðið er að sá sem á hlut í öðrum málsaðila er að meginstefnu vanhæfur svo sem meðal annars hefur komið fram í máli formanns Dómarafélags Íslands. Við mat á vanhæfi verður að líta til þess hvort hlutlægt séð megi draga hæfi dómarans í efa. Enginn vafi er á að draga má hæfi dómara í efa sem á milljóna hlut í öðrum málsaðila dómsmáls.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar