Jepplingar og jeppar 26,7% af bílasölu í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 23. desember 2016 13:58 Mikil aukning hefur verið á sölu jepplinga og jeppa um allan á heim á síðustu misserum og sker Evrópa sig ekki úr hvað það varðar. Aukningin í jepplinga- og jeppasölu (SUV) í álfunni í ár nemur 16,1% og eru 26,7% allra seldra nýrra bíla. Söluaukningin í heild í bílasölu í Evrópu á fyrstu 11 mánuðum ársins er 6,8% og heildarsalan komin í 13,9 milljón bíla. Aukningin í nóvember var 5%, svo ef til vill er að hægjast aðeins á aukningunni, en engu að síður er spáð ágætu bílasöluári 2017. Mest aukning í bílasölu í álfunni var á Spáni, eða 13% og í Frakklandi var 8,2% vöxtur. Volkswagen er enn langstærsti bílasali í Evrópu með 24,56% hlutdeild, en er samt með 0,28% minni hlutdeild í ár en í fyrra. Renault-Nissan er næststærsti bílasalinn með 14,1% hlutdeild og 0,72% hlutdeildaraukningu á milli ára. Mercedes Benz var með mestu hlutdeildaraukninguna, eða 0,83% og er fimmsti stærsti bílasalinn í álfunni. Mestu hlutdeildinni tapaði hinsvegar Peugeot/Citroën, eða 1,19%, en er samt þriðja stærsta bílasölufyrirtækið. Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent
Mikil aukning hefur verið á sölu jepplinga og jeppa um allan á heim á síðustu misserum og sker Evrópa sig ekki úr hvað það varðar. Aukningin í jepplinga- og jeppasölu (SUV) í álfunni í ár nemur 16,1% og eru 26,7% allra seldra nýrra bíla. Söluaukningin í heild í bílasölu í Evrópu á fyrstu 11 mánuðum ársins er 6,8% og heildarsalan komin í 13,9 milljón bíla. Aukningin í nóvember var 5%, svo ef til vill er að hægjast aðeins á aukningunni, en engu að síður er spáð ágætu bílasöluári 2017. Mest aukning í bílasölu í álfunni var á Spáni, eða 13% og í Frakklandi var 8,2% vöxtur. Volkswagen er enn langstærsti bílasali í Evrópu með 24,56% hlutdeild, en er samt með 0,28% minni hlutdeild í ár en í fyrra. Renault-Nissan er næststærsti bílasalinn með 14,1% hlutdeild og 0,72% hlutdeildaraukningu á milli ára. Mercedes Benz var með mestu hlutdeildaraukninguna, eða 0,83% og er fimmsti stærsti bílasalinn í álfunni. Mestu hlutdeildinni tapaði hinsvegar Peugeot/Citroën, eða 1,19%, en er samt þriðja stærsta bílasölufyrirtækið.
Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent