Bæ bæ grillsteikur - halló líkamsrækt Ellý Ármanns skrifar 22. ágúst 2013 15:45 Nú rennur upp sá tími sem er hvað vinsælastur til að setja sér markmið og koma sér í rútínu að nýju. Flest okkar hafa farið ótæpilega í grillsteikur og ljúfmeti í sumar, eins er líklegt að sumarfríið hafi verið nýtt til að sofa út og hvíla hugann. En allt tekur það enda og hugurinn er löngu farinn af stað í rútínu og nú er bara að koma líkamanum með og ná upp orkunni að fullu.Helga Jóhanna Oddsdóttir, eigandi Carpe Diem, markþjálfi og mannauðsráðgjafi í Sporthúsinu gefur hér fimm einföld ráð til að koma reglu á líkama og sál eftir sumarið.Settu þér einföld en skýr markmið Hvort sem þú ætlar að hella þér í heilsurækt eða nýja siði á öðrum sviðum er mikilvægt að markmiðið sé skýrt. Hvert viltu ná? Hvaða breytingar viltu gera? Hér er einnig gott að skoða hvað það er sem hefur áhrif á að markmiðið náist. Til dæmis að fara fyrr að sofa, neita hollari fæðu og vakna korteri fyrr. Mundu að Róm var ekki byggð á einum degi og að breytingar er best að gera smátt og smátt.Sjáðu fyrir þér hvar þú vilt vera þegar markmiði er náð Það að gefast upp á miðri leið er algengara en það að ná þangað. Sérstaklega á meðal þeirra sem hafa ekki skýra sýn á það hvernig staðan verður þegar markmiðinu er náð. Hvort sem þér hentar að ímynda þér árangurinn, skrifa hann niður eða segja öðrum frá, skaltu umfram allt móta þér skýra sýn á það hver staðan verður þegar markmiði er náð. Þetta hjálpar þér þegar úrtöluraddirnar hefja upp raust.Vertu viss um að markmiðið færi þér gleði og orkuÞað eru ótrúlega margir sem setja sér markmið án þess að gera sér grein fyrir því að það sé það sem þeir raun og veru vilja ná. Áður en þú leggur af stað, gefðu þér smá tíma til að skrifa niður hvað þú öðlast við að ná markmiðinu og hverju þú tapar á því. Ef þér detta í hug fleiri hlutir sem þú tapar skaltu athuga hvort markmiðið sé í raun og veru það sem þú vilt.Skrifaðu hjá þér og fagnaðu hverjum áfanga, stórum sem smáumHver eru fyrstu skrefin? Hvernig ætlarðu að fagna þeim áföngum sem þú nærð á leiðinni að markinu? Með því að brjóta markmiðið niður í smærri skref eru mun meiri líkur á því að það vaxi þér ekki í augum og þú náir á leiðarenda. Ákveddu tímarammann fyrir hvert skref og fagnaðu þegar því er náð.Fáðu stuðning Breytingar taka á, við stígum út fyrir þægindarammann og hugsanir okkar og viðhorf eru oftast okkar helstu andstæðingar. Með stuðningi færðu hvatningu og tækifæri til að skoða hvaða hindranir eru í veginum. Umfram allt- njóttu þess að setja þér markmið og fagnaðu ærlega við hvert skref og þegar þeim er að fullu náð. Þannig verður markmiðasetning mun líklegri til árangurs.Sporthúsið.is Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bíó og sjónvarp Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Fleiri fréttir Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira
Nú rennur upp sá tími sem er hvað vinsælastur til að setja sér markmið og koma sér í rútínu að nýju. Flest okkar hafa farið ótæpilega í grillsteikur og ljúfmeti í sumar, eins er líklegt að sumarfríið hafi verið nýtt til að sofa út og hvíla hugann. En allt tekur það enda og hugurinn er löngu farinn af stað í rútínu og nú er bara að koma líkamanum með og ná upp orkunni að fullu.Helga Jóhanna Oddsdóttir, eigandi Carpe Diem, markþjálfi og mannauðsráðgjafi í Sporthúsinu gefur hér fimm einföld ráð til að koma reglu á líkama og sál eftir sumarið.Settu þér einföld en skýr markmið Hvort sem þú ætlar að hella þér í heilsurækt eða nýja siði á öðrum sviðum er mikilvægt að markmiðið sé skýrt. Hvert viltu ná? Hvaða breytingar viltu gera? Hér er einnig gott að skoða hvað það er sem hefur áhrif á að markmiðið náist. Til dæmis að fara fyrr að sofa, neita hollari fæðu og vakna korteri fyrr. Mundu að Róm var ekki byggð á einum degi og að breytingar er best að gera smátt og smátt.Sjáðu fyrir þér hvar þú vilt vera þegar markmiði er náð Það að gefast upp á miðri leið er algengara en það að ná þangað. Sérstaklega á meðal þeirra sem hafa ekki skýra sýn á það hvernig staðan verður þegar markmiðinu er náð. Hvort sem þér hentar að ímynda þér árangurinn, skrifa hann niður eða segja öðrum frá, skaltu umfram allt móta þér skýra sýn á það hver staðan verður þegar markmiði er náð. Þetta hjálpar þér þegar úrtöluraddirnar hefja upp raust.Vertu viss um að markmiðið færi þér gleði og orkuÞað eru ótrúlega margir sem setja sér markmið án þess að gera sér grein fyrir því að það sé það sem þeir raun og veru vilja ná. Áður en þú leggur af stað, gefðu þér smá tíma til að skrifa niður hvað þú öðlast við að ná markmiðinu og hverju þú tapar á því. Ef þér detta í hug fleiri hlutir sem þú tapar skaltu athuga hvort markmiðið sé í raun og veru það sem þú vilt.Skrifaðu hjá þér og fagnaðu hverjum áfanga, stórum sem smáumHver eru fyrstu skrefin? Hvernig ætlarðu að fagna þeim áföngum sem þú nærð á leiðinni að markinu? Með því að brjóta markmiðið niður í smærri skref eru mun meiri líkur á því að það vaxi þér ekki í augum og þú náir á leiðarenda. Ákveddu tímarammann fyrir hvert skref og fagnaðu þegar því er náð.Fáðu stuðning Breytingar taka á, við stígum út fyrir þægindarammann og hugsanir okkar og viðhorf eru oftast okkar helstu andstæðingar. Með stuðningi færðu hvatningu og tækifæri til að skoða hvaða hindranir eru í veginum. Umfram allt- njóttu þess að setja þér markmið og fagnaðu ærlega við hvert skref og þegar þeim er að fullu náð. Þannig verður markmiðasetning mun líklegri til árangurs.Sporthúsið.is
Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bíó og sjónvarp Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Fleiri fréttir Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira