Kjarasamningar kyndi ekki undir verðbólgu 20. desember 2007 11:05 MYND/GVA Bankastjórn Seðlabankans sendi í dag skilaboð um fara yrði varlega í kjarasamningum og sagði aukna verðbólgu ekki auðvelda það verk sem snúið væri fyrir. Þá sæjust ekki merki um samdrátt á vinnumarkaði og það gæti haft áhrif á verðbólgu. Bankastjórnin kynnti í morgun rökstuðning sinn fyrir því að halda stýrivöxtum óbreyttum í 13,75 prósentum. Bendir stjórnin á að verðbólga hafi verið meiri síðastliðna tvo mánuði en búist var við og hún sé nú nokkru meiri en samrýmist verðbólguspá bankans í nóvember. Þá hafi eftirspurn aukist hraðar á þriðja fjórðungi ársins en áætlað var og vísbendingar séu um svipaða framvindu á yfirstandandi fjórðungi. Verðbólguhorfur til skamms tíma séu því lakari en við síðustu vaxtaákvörðun. Hins vegar hefur ekki orðið afgerandi breyting á verðbólguhorfum sé litið til lengri tíma. Skilyrði á erlendum mörkuðum versna Bankastjórnin bendir hins vegar að skilyrði á erlendum fjármálamörkuðum hafi enn versnað og þá hafi innlendir vextir hækkað verulega frá síðustu vaxtahækkun bankans og framboð lánsfjár dregist saman. Verð hlutabréfa hafi einnig lækkað verulega undanfarna mánuði sem auki fjármagnskostnað fyrirtækja og veiki efnahagsreikning þeirra og heimilanna. Þessi þróun leiði væntanlega til lækkunar á verði fasteigna á næstu misserum eins og þegar hefur orðið víða erlendis. Það munid hafa bein áhrif á verðbólgu í gegnum húsnæðislið vísitölunnar og óbein áhrif vegna minni innlendrar eftirspurnar. Því muni óhagstæð fjármálaskilyrði og lækkun eignaverðs draga úr eftirspurn og verðbólguþrýstingi. Á móti gæti komið lækkun á gengi krónunnar en áframhaldandi styrkur hennar sé háður vilja erlendra fjárfesta til að nýta vaxtamun og þar með að fjármagna viðskiptahallann. Hallinn hafi minnkað hraðar en búist var við en undirliggjandi halli sé enn mikill. Verðbólgumarkmið næst um mitt ár 2009 Bankastjórnin telur enn fremur að með óbreyttum stýrivöxtum nú megi ná verðbólgumarkmiðinu, það er 2,5 prósenta verðbólgu, innan svipaðs tíma og fólst í grunnspá sem kynnt var í Peningamálum í nóvember, þ.e. um miðbik ársins 2009. Hins vegar gæti óhagstæðari gengis- og launaþróun en búist var við tafið fyrir hjöðnun verðbólgu. „Viðræður um kjarasamninga standa yfir. Aukin verðbólga auðveldar ekki það verk sem er snúið fyrir. Enn sjást þess ekki ótvíræð merki að dregið hafi úr spennu á vinnumarkaði. Afleiðingin gæti orðið óhagstæðari launaþróun gagnvart verðbólgu en spáð var í nóvember. Verði niðurstaðan sú eða verðbólguhorfur versna af öðrum ástæðum mun bankastjórnin bregðast við," segir í röstuðningnum. Næsta ákvörðun bankastjórnar Seðlabankans um stýrivexti verður tilkynnt 14. febrúar 2008. Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Bankastjórn Seðlabankans sendi í dag skilaboð um fara yrði varlega í kjarasamningum og sagði aukna verðbólgu ekki auðvelda það verk sem snúið væri fyrir. Þá sæjust ekki merki um samdrátt á vinnumarkaði og það gæti haft áhrif á verðbólgu. Bankastjórnin kynnti í morgun rökstuðning sinn fyrir því að halda stýrivöxtum óbreyttum í 13,75 prósentum. Bendir stjórnin á að verðbólga hafi verið meiri síðastliðna tvo mánuði en búist var við og hún sé nú nokkru meiri en samrýmist verðbólguspá bankans í nóvember. Þá hafi eftirspurn aukist hraðar á þriðja fjórðungi ársins en áætlað var og vísbendingar séu um svipaða framvindu á yfirstandandi fjórðungi. Verðbólguhorfur til skamms tíma séu því lakari en við síðustu vaxtaákvörðun. Hins vegar hefur ekki orðið afgerandi breyting á verðbólguhorfum sé litið til lengri tíma. Skilyrði á erlendum mörkuðum versna Bankastjórnin bendir hins vegar að skilyrði á erlendum fjármálamörkuðum hafi enn versnað og þá hafi innlendir vextir hækkað verulega frá síðustu vaxtahækkun bankans og framboð lánsfjár dregist saman. Verð hlutabréfa hafi einnig lækkað verulega undanfarna mánuði sem auki fjármagnskostnað fyrirtækja og veiki efnahagsreikning þeirra og heimilanna. Þessi þróun leiði væntanlega til lækkunar á verði fasteigna á næstu misserum eins og þegar hefur orðið víða erlendis. Það munid hafa bein áhrif á verðbólgu í gegnum húsnæðislið vísitölunnar og óbein áhrif vegna minni innlendrar eftirspurnar. Því muni óhagstæð fjármálaskilyrði og lækkun eignaverðs draga úr eftirspurn og verðbólguþrýstingi. Á móti gæti komið lækkun á gengi krónunnar en áframhaldandi styrkur hennar sé háður vilja erlendra fjárfesta til að nýta vaxtamun og þar með að fjármagna viðskiptahallann. Hallinn hafi minnkað hraðar en búist var við en undirliggjandi halli sé enn mikill. Verðbólgumarkmið næst um mitt ár 2009 Bankastjórnin telur enn fremur að með óbreyttum stýrivöxtum nú megi ná verðbólgumarkmiðinu, það er 2,5 prósenta verðbólgu, innan svipaðs tíma og fólst í grunnspá sem kynnt var í Peningamálum í nóvember, þ.e. um miðbik ársins 2009. Hins vegar gæti óhagstæðari gengis- og launaþróun en búist var við tafið fyrir hjöðnun verðbólgu. „Viðræður um kjarasamninga standa yfir. Aukin verðbólga auðveldar ekki það verk sem er snúið fyrir. Enn sjást þess ekki ótvíræð merki að dregið hafi úr spennu á vinnumarkaði. Afleiðingin gæti orðið óhagstæðari launaþróun gagnvart verðbólgu en spáð var í nóvember. Verði niðurstaðan sú eða verðbólguhorfur versna af öðrum ástæðum mun bankastjórnin bregðast við," segir í röstuðningnum. Næsta ákvörðun bankastjórnar Seðlabankans um stýrivexti verður tilkynnt 14. febrúar 2008.
Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira