Viðskipti innlent

Sven Harald skilur vandann betur en margir heimamenn

Ráðning Norðmannsins Sven Harald Qygard í stöðu seðlabankastjóra hefur vakið mikla athygli í Noregi. Meðal annars kemur fram á vefsíðunni e24.no að Sven Harald skilji betur vanda Íslendinga en margir heimamenn.

"Hann er frábær maður sem skilur sennilega vandamál Íslands betur en margir Íslendingar. Þetta var mjög vel valið," segir Harald Magnus Andreassen hjá First Securities sem þekkir Sven Harald mjög vel.

Fram kemur að Sven Harald fer úr mjög vel launuðu starfi hjá McKinsey en árstekjur hans þar árið 2007 námu 5,2 milljónum norskra kr. eða rúmlega 90 milljónum kr..

Andreassen segir að fyrsta og mikilvægasta verkefni Sven Harald verði að koma bankakerfi landsins í eins eðlilegt horf og hægt sé. "Landið er að fara í gegnum áfallahjálp sem ekkert annað vestrænt ríki hefur upplifað áður," segir Andreassen




Tengdar fréttir

Svein Harald Öygard ráðinn seðlabankastjóri

Forsætisráðherra hefur í dag í samræmi við ákvæði II til bráðabirgða með lögum um breytingu á lögum um Seðlabanka Íslands sett Svein Harald Öygard, tímabundið í embætti seðlabankastjóra og Arnór Sighvatsson tímabundið í embætti aðstoðarseðlabankastjóra. Þeir hafa þegar hafið störf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×