Viðskipti innlent

Situr uppi með rúmlega sex milljóna skuld vegna bílaláns

Fjögurra barna einstæð móðir situr uppi með rúmlega sex milljóna skuld eftir að hafa tekið bílalán. Bílinn hennar var tekinn upp í skuldina fyrir eina milljón. Umboðsmaður neytenda ætlar að ræða við forsvarsmenn bílafjármögnunarfyrirtækja.

Í gær sögðum við frá því hvaða leiðum bílafjármögnunarfyritæki beita til þess að lækka verð á bifreiðum þeirra sem lenda í vanskilum og þurfa að skila inn lyklunum. Dæmið sem við tókum í gær var af SP fjármögnun. Lítum nú á dæmi frá Avant. Einstæð fjögurra barna móðir keypti sér bíl á þrjá milljónir árið 2007. Hún fékk 100 % lán í myntkörfu. Í september 2008 réð hún ekki lengur við afborganirnar og fór með bílinn til Avant í von um að geta samið um skuldina. Skömmu síðar kom uppgjörið.

Bílinn var nú metinn á 1800 þúsund. 300 þúsund var dregið frá í viðgerðarkostnað, 26 þúsund í ástandsskoðun, 15 í þrif, 270 þús í afföll, 78 þús í sölulaun, 15 í kostnað við uppgjör og 10 í geymslukostnað. Ofan á þetta allt saman bættist svo 308 þúsund krónur í lögfræðikostnað.

Nú er konan bíllaus en eftirstöðvarnar af bílaláninu samkvæmt uppgjöri þann 10. október í fyrra fimm milljónir. Síðan þá hefur skuldin við avant hækkað en meira og var í lok árs 2008 6 milljónir og 365 þúsund krónur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×