Erlent

28 létust í umferðinni

Tuttugu og átta létust í umferðarslysum á Spáni um helgina eftir því sem spænska samgönguráðuneytið skýrði frá í gær. Dauðaslysin urðu í alls tuttugu og fjórum slysum frá aðfararnótt laugardags til miðnættis á sunnudagskvöld. Að auki slösuðust tuttugu og níu. Flestir létust á sunnudag, eða alls sextán. Fimm þúsund og fimm hundruð látast í spænsku umferðinni á ári hverju. Næsta sumar verður tekið upp punktakerfi, svipað því sem þekkist á Íslandi, í tengslum við ökuréttindi á Spáni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×