Framtíðarlæsi – það sem áður var og væntingar á 21. öld Karl Friðriksson skrifar 1. maí 2020 08:00 Viðhorf okkar til framtíðarinnar er að breytast. Framtíðin hefur frá upphafi verið mannkyni hugleikin, en það hvernig við nálgumst og undirbúum framtíðina hefur breyst. Eitt af nýlegri hugtökum á þessu sviði er hugtakið framtíðarlæsi. Framtíðarlæsi snýst um getu eða hæfni við að nýta ákveðna ímyndaða framtíð í dag Ímynduð framtíð eða framtíðir byggjast á væntingum okkar um framvindu eða þróun mála á grundvelli ákveðinna forsendna. Framtíðarlæsi er geta okkar á þessu sviði. Framtíðin sjálf er ekki til staðar en væntingar um það sem gæti gerst eru það. Framtíðarlæsi er hugtak innan framtíðarfræða. Þekktasta aðferð þeirra er sviðsmyndagerð, sem notuð hefur verið hér á landi með góðum árangri allt frá 2007. Segja má að með þátttöku í sviðsmyndagerð aukist framtíðarlæsi þátttakenda og þeirra sem rýna og nota niðurstöður slíkra verkefna. Eitt af markmiðum með stofnun Framtíðarseturs Íslands var einmitt að auka meðvitund stjórnenda á þessu sviði og auka þannig framtíðarlæsi þeirra. Menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) hefur að undanförnu beitt sér fyrir útbreiðslu og notkun hugtaksins framtíðarlæsi til að auka getu samfélaga, fyrirtækja og stofnana til að takast á við framtíðaráskoranir, tækifæri eða ógnir. Nýlega gaf stofnunin út bókina Transforming the Future – Anticipation in the 21st century, í ritstjórn Riel Mitter. Hægt er að nálgast bókina hér. Bókin „2052 – svipmyndir úr framtíðinni“ er safn smásagna eftir 25 höfunda, sem allar eiga það sameiginlegt að gerast á Íslandi árið 2052. Markmiðið með bókinni er að hvetja fólk til að hugsa lengra fram í tímann og velta því fyrir sér hvert Ísland er að stefna og hvaða afleiðingar ákvarðanir sem við tökum nú geta haft eftir rúm 30 ár. Hægt er að nálgast bókina hér. Nýsköpunarkeppni grunnskólanna fóstrar nýsköpun framtíðarinnar.Mynd/Sigurjón Ragnar Íslenskar bækur um framtíðina Í lok síðasta árs komu hér á landi út nokkrar bækur sem á einn eða annan hátt fjalla um væntingar og um leið um framtíðina. Þar á meðal eru Skjáskot eftir Berg Ebba, Fjórða iðnbyltingin eftir Ólaf Andra Ragnarsson og Tíminn og vatnið eftir Andra Snæ Magnason. Andri Snær fjallar í bók sinni meðal annars um hugtök og mikilvægi þeirra en jafnframt hversu lengi þau eru að ná fótfestu hér. Þessi íhaldssemi á sér væntanlega margar skýringar en hún hefur að vissu marki unnið gegn framþróun hér á landi. Lengi vel var ekki hægt að nota fleirtölumynd orðsins framtíð í rituðum máli, en fleirtala orðsins er einn af hornsteinum framtíðarfræða. Frá árinu 1969 hafa birst nokkrar áhugaverðar greinar í ritinu Samvinnan þar sem framtíðin er í brennidepli. Í einni greininni segir: „Þróunin er svo feikilega ör, að það hefur jafnvel verið sagt, að „framtíðin springi í nútíðinni“. Upp úr öllu þessu er að vaxa ný fræðigrein, sem nefnd er „framtíðarfræði“ (futurology).“ Framtíðarlæsi væri almennara hér á landi ef þessi framtök hefðu ekki verið endaslepp. Höfundur er forstöðumaður hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bókmenntir Íslenska á tækniöld Nýsköpun og rannsóknir Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Viðhorf okkar til framtíðarinnar er að breytast. Framtíðin hefur frá upphafi verið mannkyni hugleikin, en það hvernig við nálgumst og undirbúum framtíðina hefur breyst. Eitt af nýlegri hugtökum á þessu sviði er hugtakið framtíðarlæsi. Framtíðarlæsi snýst um getu eða hæfni við að nýta ákveðna ímyndaða framtíð í dag Ímynduð framtíð eða framtíðir byggjast á væntingum okkar um framvindu eða þróun mála á grundvelli ákveðinna forsendna. Framtíðarlæsi er geta okkar á þessu sviði. Framtíðin sjálf er ekki til staðar en væntingar um það sem gæti gerst eru það. Framtíðarlæsi er hugtak innan framtíðarfræða. Þekktasta aðferð þeirra er sviðsmyndagerð, sem notuð hefur verið hér á landi með góðum árangri allt frá 2007. Segja má að með þátttöku í sviðsmyndagerð aukist framtíðarlæsi þátttakenda og þeirra sem rýna og nota niðurstöður slíkra verkefna. Eitt af markmiðum með stofnun Framtíðarseturs Íslands var einmitt að auka meðvitund stjórnenda á þessu sviði og auka þannig framtíðarlæsi þeirra. Menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) hefur að undanförnu beitt sér fyrir útbreiðslu og notkun hugtaksins framtíðarlæsi til að auka getu samfélaga, fyrirtækja og stofnana til að takast á við framtíðaráskoranir, tækifæri eða ógnir. Nýlega gaf stofnunin út bókina Transforming the Future – Anticipation in the 21st century, í ritstjórn Riel Mitter. Hægt er að nálgast bókina hér. Bókin „2052 – svipmyndir úr framtíðinni“ er safn smásagna eftir 25 höfunda, sem allar eiga það sameiginlegt að gerast á Íslandi árið 2052. Markmiðið með bókinni er að hvetja fólk til að hugsa lengra fram í tímann og velta því fyrir sér hvert Ísland er að stefna og hvaða afleiðingar ákvarðanir sem við tökum nú geta haft eftir rúm 30 ár. Hægt er að nálgast bókina hér. Nýsköpunarkeppni grunnskólanna fóstrar nýsköpun framtíðarinnar.Mynd/Sigurjón Ragnar Íslenskar bækur um framtíðina Í lok síðasta árs komu hér á landi út nokkrar bækur sem á einn eða annan hátt fjalla um væntingar og um leið um framtíðina. Þar á meðal eru Skjáskot eftir Berg Ebba, Fjórða iðnbyltingin eftir Ólaf Andra Ragnarsson og Tíminn og vatnið eftir Andra Snæ Magnason. Andri Snær fjallar í bók sinni meðal annars um hugtök og mikilvægi þeirra en jafnframt hversu lengi þau eru að ná fótfestu hér. Þessi íhaldssemi á sér væntanlega margar skýringar en hún hefur að vissu marki unnið gegn framþróun hér á landi. Lengi vel var ekki hægt að nota fleirtölumynd orðsins framtíð í rituðum máli, en fleirtala orðsins er einn af hornsteinum framtíðarfræða. Frá árinu 1969 hafa birst nokkrar áhugaverðar greinar í ritinu Samvinnan þar sem framtíðin er í brennidepli. Í einni greininni segir: „Þróunin er svo feikilega ör, að það hefur jafnvel verið sagt, að „framtíðin springi í nútíðinni“. Upp úr öllu þessu er að vaxa ný fræðigrein, sem nefnd er „framtíðarfræði“ (futurology).“ Framtíðarlæsi væri almennara hér á landi ef þessi framtök hefðu ekki verið endaslepp. Höfundur er forstöðumaður hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar