Framtíðarlæsi – það sem áður var og væntingar á 21. öld Karl Friðriksson skrifar 1. maí 2020 08:00 Viðhorf okkar til framtíðarinnar er að breytast. Framtíðin hefur frá upphafi verið mannkyni hugleikin, en það hvernig við nálgumst og undirbúum framtíðina hefur breyst. Eitt af nýlegri hugtökum á þessu sviði er hugtakið framtíðarlæsi. Framtíðarlæsi snýst um getu eða hæfni við að nýta ákveðna ímyndaða framtíð í dag Ímynduð framtíð eða framtíðir byggjast á væntingum okkar um framvindu eða þróun mála á grundvelli ákveðinna forsendna. Framtíðarlæsi er geta okkar á þessu sviði. Framtíðin sjálf er ekki til staðar en væntingar um það sem gæti gerst eru það. Framtíðarlæsi er hugtak innan framtíðarfræða. Þekktasta aðferð þeirra er sviðsmyndagerð, sem notuð hefur verið hér á landi með góðum árangri allt frá 2007. Segja má að með þátttöku í sviðsmyndagerð aukist framtíðarlæsi þátttakenda og þeirra sem rýna og nota niðurstöður slíkra verkefna. Eitt af markmiðum með stofnun Framtíðarseturs Íslands var einmitt að auka meðvitund stjórnenda á þessu sviði og auka þannig framtíðarlæsi þeirra. Menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) hefur að undanförnu beitt sér fyrir útbreiðslu og notkun hugtaksins framtíðarlæsi til að auka getu samfélaga, fyrirtækja og stofnana til að takast á við framtíðaráskoranir, tækifæri eða ógnir. Nýlega gaf stofnunin út bókina Transforming the Future – Anticipation in the 21st century, í ritstjórn Riel Mitter. Hægt er að nálgast bókina hér. Bókin „2052 – svipmyndir úr framtíðinni“ er safn smásagna eftir 25 höfunda, sem allar eiga það sameiginlegt að gerast á Íslandi árið 2052. Markmiðið með bókinni er að hvetja fólk til að hugsa lengra fram í tímann og velta því fyrir sér hvert Ísland er að stefna og hvaða afleiðingar ákvarðanir sem við tökum nú geta haft eftir rúm 30 ár. Hægt er að nálgast bókina hér. Nýsköpunarkeppni grunnskólanna fóstrar nýsköpun framtíðarinnar.Mynd/Sigurjón Ragnar Íslenskar bækur um framtíðina Í lok síðasta árs komu hér á landi út nokkrar bækur sem á einn eða annan hátt fjalla um væntingar og um leið um framtíðina. Þar á meðal eru Skjáskot eftir Berg Ebba, Fjórða iðnbyltingin eftir Ólaf Andra Ragnarsson og Tíminn og vatnið eftir Andra Snæ Magnason. Andri Snær fjallar í bók sinni meðal annars um hugtök og mikilvægi þeirra en jafnframt hversu lengi þau eru að ná fótfestu hér. Þessi íhaldssemi á sér væntanlega margar skýringar en hún hefur að vissu marki unnið gegn framþróun hér á landi. Lengi vel var ekki hægt að nota fleirtölumynd orðsins framtíð í rituðum máli, en fleirtala orðsins er einn af hornsteinum framtíðarfræða. Frá árinu 1969 hafa birst nokkrar áhugaverðar greinar í ritinu Samvinnan þar sem framtíðin er í brennidepli. Í einni greininni segir: „Þróunin er svo feikilega ör, að það hefur jafnvel verið sagt, að „framtíðin springi í nútíðinni“. Upp úr öllu þessu er að vaxa ný fræðigrein, sem nefnd er „framtíðarfræði“ (futurology).“ Framtíðarlæsi væri almennara hér á landi ef þessi framtök hefðu ekki verið endaslepp. Höfundur er forstöðumaður hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bókmenntir Íslenska á tækniöld Nýsköpun og rannsóknir Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Skoðun Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Sjá meira
Viðhorf okkar til framtíðarinnar er að breytast. Framtíðin hefur frá upphafi verið mannkyni hugleikin, en það hvernig við nálgumst og undirbúum framtíðina hefur breyst. Eitt af nýlegri hugtökum á þessu sviði er hugtakið framtíðarlæsi. Framtíðarlæsi snýst um getu eða hæfni við að nýta ákveðna ímyndaða framtíð í dag Ímynduð framtíð eða framtíðir byggjast á væntingum okkar um framvindu eða þróun mála á grundvelli ákveðinna forsendna. Framtíðarlæsi er geta okkar á þessu sviði. Framtíðin sjálf er ekki til staðar en væntingar um það sem gæti gerst eru það. Framtíðarlæsi er hugtak innan framtíðarfræða. Þekktasta aðferð þeirra er sviðsmyndagerð, sem notuð hefur verið hér á landi með góðum árangri allt frá 2007. Segja má að með þátttöku í sviðsmyndagerð aukist framtíðarlæsi þátttakenda og þeirra sem rýna og nota niðurstöður slíkra verkefna. Eitt af markmiðum með stofnun Framtíðarseturs Íslands var einmitt að auka meðvitund stjórnenda á þessu sviði og auka þannig framtíðarlæsi þeirra. Menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) hefur að undanförnu beitt sér fyrir útbreiðslu og notkun hugtaksins framtíðarlæsi til að auka getu samfélaga, fyrirtækja og stofnana til að takast á við framtíðaráskoranir, tækifæri eða ógnir. Nýlega gaf stofnunin út bókina Transforming the Future – Anticipation in the 21st century, í ritstjórn Riel Mitter. Hægt er að nálgast bókina hér. Bókin „2052 – svipmyndir úr framtíðinni“ er safn smásagna eftir 25 höfunda, sem allar eiga það sameiginlegt að gerast á Íslandi árið 2052. Markmiðið með bókinni er að hvetja fólk til að hugsa lengra fram í tímann og velta því fyrir sér hvert Ísland er að stefna og hvaða afleiðingar ákvarðanir sem við tökum nú geta haft eftir rúm 30 ár. Hægt er að nálgast bókina hér. Nýsköpunarkeppni grunnskólanna fóstrar nýsköpun framtíðarinnar.Mynd/Sigurjón Ragnar Íslenskar bækur um framtíðina Í lok síðasta árs komu hér á landi út nokkrar bækur sem á einn eða annan hátt fjalla um væntingar og um leið um framtíðina. Þar á meðal eru Skjáskot eftir Berg Ebba, Fjórða iðnbyltingin eftir Ólaf Andra Ragnarsson og Tíminn og vatnið eftir Andra Snæ Magnason. Andri Snær fjallar í bók sinni meðal annars um hugtök og mikilvægi þeirra en jafnframt hversu lengi þau eru að ná fótfestu hér. Þessi íhaldssemi á sér væntanlega margar skýringar en hún hefur að vissu marki unnið gegn framþróun hér á landi. Lengi vel var ekki hægt að nota fleirtölumynd orðsins framtíð í rituðum máli, en fleirtala orðsins er einn af hornsteinum framtíðarfræða. Frá árinu 1969 hafa birst nokkrar áhugaverðar greinar í ritinu Samvinnan þar sem framtíðin er í brennidepli. Í einni greininni segir: „Þróunin er svo feikilega ör, að það hefur jafnvel verið sagt, að „framtíðin springi í nútíðinni“. Upp úr öllu þessu er að vaxa ný fræðigrein, sem nefnd er „framtíðarfræði“ (futurology).“ Framtíðarlæsi væri almennara hér á landi ef þessi framtök hefðu ekki verið endaslepp. Höfundur er forstöðumaður hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar