Viðskipti innlent

Afgerandi ákvarðana er þörf í fjármálageiranum

Sendinefnd Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins segir að afgerandi ákvarðana sé þörf.
Sendinefnd Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins segir að afgerandi ákvarðana sé þörf. Mynd/ Stefán

„Til þess að tryggja bata og viðsnúning til sjálfbærs vaxtar verður á vettvangi stjórnmálanna að grípa til enn frekari og ákveðinna aðgerða, sér í lagi í fjármálageiranum." Þetta segir í lokayfirlýsingu sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) sem stýrir viðræðum við evrulöndin.

Þar kemur fram að lönd evrunnar séu djúpt sokkin í samdrátt og lítil batamerki eigi enn eftir að ná að þróast yfir í viðsnúning til hins betra. Horfur á bata eru sagðar óljósar.

„Án tafar á að grípa þau tækifæri sem fjármálakreppan hefur í för með sér til að koma á raunverulegum umbótum milli landa á sviði fjármálastöðugleika," segir í yfirlýsingunni, sem kynnt var síðdegis í gær. „Markvissari samhæfing í aðgerðum landa, þar á meðal stuðningur við nýmarkaði nágrannalanda, verður mjög gagnlegur við að endurbyggja traust á hagkerfi svæðisins í heild."












Fleiri fréttir

Sjá meira


×