Viðskipti innlent

Lánadrottnar Eglu samþykkja nauðasamninga

Ólafur Ólafsson eigandi Eglu hf.
Ólafur Ólafsson eigandi Eglu hf.

Lánardrottnar Eglu hf. samþykktu með 99,6% atkvæða, miðað við kröfumagn, nauðasamningsfrumvarp félagsins á fundi með atkvæðamönnum í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fulltingi lögfræðiþjónustu.

Þá segir að aff 54 lánardrottnum sem lýstu kröfum við nauðasamnmingsumleitanirnar samþykktu 52 þeirra frumvarpið, en tveir lánardrottna mættu ekki til fundarins. Egla hf. mun í kjölfarið óska formlegrar staðfestingar á nauðasamningnum fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

„Með þessari niðurstöðu er orðið ljóst að Egla hf. hefur náð nauðasamningi við lánardrottna sína, þótt hann bíði enn formlegrar staðfestingar héraðsdóms. Lánardrottnar munu fá greidd 15% krafna sinna í reiðufé á næstu vikum og mánuðum, auk þess sem þeir munu eignast allt hlutafé félagsins og taka það yfir. Það ræðst síðan af niðurstöðu málaferla Kjalars hf. við skilanefnd Kaupþings banka hf. um uppgjör á gagnkvæmum gjaldmiðlaskiptasamningi milli aðila hvort lánardrottnar Eglu hf. fá meira greitt upp í kröfur sínar, en helsta eign Eglu hf. er krafa á móðurfélagið Kjalar hf.

Stjórn Eglu hf. sér sérstaka ástæðu til þess að þakka lánardrottnum það traust sem félaginu hefur verið sýnt með jákvæðri afgreiðslu nauðasamningsfrumvarpsins, en allt ferlið miðar að því að hámarka eins og mögulegt er endurgreiðslur til lánardrottna Eglu hf."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×