Viðskipti innlent

Mikil aukning atvinnuleysis á Íslandi

Atvinnuleysi eykst einna mest á Íslandi af ríkjum OECD en atvinnuleysi hér á landi jókst um 5% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs miðað við fyrsta ársfjórðung 2008. Aukning atvinnuleysis er hins vegar mest á Spáni eða 7,2% og þar á eftir kemur Írland með 5,1% aukningu atvinnuleysis.

Atvinnuleysi í ríkjum OECD er lang mest á Spáni, eða 16,5%, Írar búa við 10% atvinnuleysi og í Ungverjalandi mælist atvinnuleysi 8,9%. Samkvæmt skýrslu OECD mælist atvinnuleysi á Íslandi 7,4% en allar þessar mælingar miðast við fyrsta ársfjórðung 2009.

Vinnumálastofnun greindi frá því um miðjan maí að atvinnuleysi hér á landi væri 9,1%, miðað við skýrslu OECD eykst því atvinnuleysi töluvert á milli mánaða á Íslandi.

Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag, mældist atvinnuleysi innan OECD ríkjanna, 7,8% í lok Apríl.






Tengdar fréttir

Atvinnuleysi eykst í Evrópu

Atvinnuleysi innan OECD ríkjanna mældist 7,8% í Apríl. Þetta er auk þess 2,2% meira atvinnuleysi en í Apríl 2008.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×