Össur hagnaðist um milljarð króna á fyrsta fjórðungi Samúel Karl Ólason skrifar 30. apríl 2020 07:54 Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hefur haft áhrifu á rekstur Össurar og tók sala að dragast saman í mars. Hún er þó strax farin að sýna ummerki bata í Evrópu og í Kína, þar sem sala í apríl var á pari við 2019. Hagnaður fyrirtækisins á fyrsta ársfjórðungi 2020 var um milljarður króna sem var um fimm prósent af veltu. EBITDA var þrír milljarðar króna eða fjórtán prósent af sölu. EBITDA framlegð lækkaði vegna lægri sölu og hefur verið gripið til ráðstafana til að draga úr kostnaði til skamms tíma. Þetta kemur fram í tilkynningu vegna ársfjórðungsuppgjörs Össurar sem finna má hér. Fjárhagsáætlun Össurar fyrir árið 2020 var afturkölluð í mars vegna faraldursins og sömuleiðis gerðu forsvarsmenn fyrirtækisins samkomulag um að fresta frágangi á kaupum Össurar á bandaríska stoðtækjaframleiðandanum College Park. Kaupin voru samþykkt af bandarískum samkeppnisyfirvöldum í byrjun apríl. Í áðurnefndri tilkynningu segir að fjárhagsstaða Össurar sé sterk. Félagið hafi tryggt sér aukna fjármögnun upp á 225 milljónir Bandaríkjadala, eða 29 milljarða króna, í mars. Sjóðir félagsins og ódregnar lánlínur stóðu í 304 milljónum Bandaríkjadala, 39 milljörðum, í lok mars. Haft er eftir Jóni Sigurðssyni, forstjóra, að öryggi og heilbrigði starfsmanna og viðskiptavina sé í fyrirrúmi. Starfsmenn framleiðslu vinni á vaktaskiptum og flestir skrifstofu- og sölustarfsmenn starfi að heiman. „Faraldurinn hefur tímabundið neikvæð áhrif á eftirspurn eftir stoðtækjum og spelkum & stuðningsvörum vegna takmarkanna sem sett hafa verið á sumum mörkuðum til að hamla útbreiðslu á faraldrinum. Rekstrarniðurstöður félagsins hafa þar af leiðandi orðið fyrir neikvæðum áhrifum og enn er óljóst hversu lengi áhrifin munu vera viðvarandi. Söluvöxtur á fyrstu tveimur mánuðum ársins voru í takt við væntingar en sala byrjaði að verða fyrir neikvæðum áhrifum sökum faraldursins í mars,“ segir Jón. „Við sjáum einnig töluverð áhrif á sölu það sem af er apríl en við erum þegar farin að sjá merki um bata í nokkrum af helstu mörkuðum okkar í Evrópu og sala í Kína var í apríl aftur á pari við 2019. Ekki er gert ráð fyrir að langtímahorfur í stoðtækja- og spelku- & stuðningsmarkaðinum breytist en þó má ætla að áhrifin af faraldrinum munu leiða til uppsafnaðrar eftirspurnar.“ Hann segir mikla óvissu enn ríkja fyrir árið og að ekki sé hætt að veita uppfærða fjárhagsáætlun að svo stöddu. Fyrirtækið sé þó vel í stakk búið til að takast á við þessa óvissutíma. „Ég vil þakka öllum starfsmönnum og viðskiptavinum félagsins fyrir sveigjanleika, jákvæðan teymisanda og framlag þeirra á þessum fordæmalausu tímum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira
Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hefur haft áhrifu á rekstur Össurar og tók sala að dragast saman í mars. Hún er þó strax farin að sýna ummerki bata í Evrópu og í Kína, þar sem sala í apríl var á pari við 2019. Hagnaður fyrirtækisins á fyrsta ársfjórðungi 2020 var um milljarður króna sem var um fimm prósent af veltu. EBITDA var þrír milljarðar króna eða fjórtán prósent af sölu. EBITDA framlegð lækkaði vegna lægri sölu og hefur verið gripið til ráðstafana til að draga úr kostnaði til skamms tíma. Þetta kemur fram í tilkynningu vegna ársfjórðungsuppgjörs Össurar sem finna má hér. Fjárhagsáætlun Össurar fyrir árið 2020 var afturkölluð í mars vegna faraldursins og sömuleiðis gerðu forsvarsmenn fyrirtækisins samkomulag um að fresta frágangi á kaupum Össurar á bandaríska stoðtækjaframleiðandanum College Park. Kaupin voru samþykkt af bandarískum samkeppnisyfirvöldum í byrjun apríl. Í áðurnefndri tilkynningu segir að fjárhagsstaða Össurar sé sterk. Félagið hafi tryggt sér aukna fjármögnun upp á 225 milljónir Bandaríkjadala, eða 29 milljarða króna, í mars. Sjóðir félagsins og ódregnar lánlínur stóðu í 304 milljónum Bandaríkjadala, 39 milljörðum, í lok mars. Haft er eftir Jóni Sigurðssyni, forstjóra, að öryggi og heilbrigði starfsmanna og viðskiptavina sé í fyrirrúmi. Starfsmenn framleiðslu vinni á vaktaskiptum og flestir skrifstofu- og sölustarfsmenn starfi að heiman. „Faraldurinn hefur tímabundið neikvæð áhrif á eftirspurn eftir stoðtækjum og spelkum & stuðningsvörum vegna takmarkanna sem sett hafa verið á sumum mörkuðum til að hamla útbreiðslu á faraldrinum. Rekstrarniðurstöður félagsins hafa þar af leiðandi orðið fyrir neikvæðum áhrifum og enn er óljóst hversu lengi áhrifin munu vera viðvarandi. Söluvöxtur á fyrstu tveimur mánuðum ársins voru í takt við væntingar en sala byrjaði að verða fyrir neikvæðum áhrifum sökum faraldursins í mars,“ segir Jón. „Við sjáum einnig töluverð áhrif á sölu það sem af er apríl en við erum þegar farin að sjá merki um bata í nokkrum af helstu mörkuðum okkar í Evrópu og sala í Kína var í apríl aftur á pari við 2019. Ekki er gert ráð fyrir að langtímahorfur í stoðtækja- og spelku- & stuðningsmarkaðinum breytist en þó má ætla að áhrifin af faraldrinum munu leiða til uppsafnaðrar eftirspurnar.“ Hann segir mikla óvissu enn ríkja fyrir árið og að ekki sé hætt að veita uppfærða fjárhagsáætlun að svo stöddu. Fyrirtækið sé þó vel í stakk búið til að takast á við þessa óvissutíma. „Ég vil þakka öllum starfsmönnum og viðskiptavinum félagsins fyrir sveigjanleika, jákvæðan teymisanda og framlag þeirra á þessum fordæmalausu tímum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira