Hvar verður þú í kvöld? 6. nóvember 2006 05:00 Í dag 6. nóvember, ganga fermingarbörn í hús og safna til hjálparstarfs á vegum kirkjunnar sinnar. Vertu klár, ekki bara með budduna ef þú átt aur - heldur líka hvatningu. Það er ekki oft sem krakkar fá tækifæri til að hjálpa svo um muni. Þeim er frekar legið á hálsi fyrir að hugsa bara um sig - en unglingsárin eru jú umbrotatími á líkama og sál. En taktu undir með þeim þegar þau banka upp á hjá þér - hvort sem er með framlagi eða hvatningu. Fermingarbörnin hafa fengið fræðslu um örbirgð í þróunarlöndum og vítahring fátæktar. Þau hafa séð hvernig peningar frá Íslendingum skilað sér í hjálparstarfi kirkjunnar: Í brunnum, áveitum, skepnuhaldi og fiskiræktartjörnum sem gerir afkomuna öruggari og fæðuna fjölbreyttari - líka í menntun og mannréttindum fyrir fátækt fók sem gerir allt til að sjá sér farborða. Allt árið er unnið úr fjármunum sem fólk treystir Hjálparstarfi kirkjunnar fyrir. Meira á www.help.is Eru unglingar latir og sjálfhverfir? Reynsla undanfarinna ára hefur ekki sýnt okkur þá hlið. Prestar í 66 sóknum um allt land sýna 3400 fermingarbörnum myndir frá hjálparstarfi kirkjunnar Afríku. Þeir fræða börnin um ábyrgð kristinna manna á velferð náunga síns. Og það kemur í ljós að þau hafa ríka réttlætiskennd. Og þau vilja gera eitthvað í málunum. Í dag skipta þau með sér götum í hverfinu sínu. Þau fara út um hálf sex leytið þegar flestir eru komnir heim úr vinnu, með merkta og innsiglaða bauka. Á eftir sitja þau lengi og skiptast á sögum: „Einn setti 5000-kall í!", „ég sá svo ógeðslega sætan hund í einu húsinu!", og sumir áttu ekki pening... og þá gefst tími til að ræða það. Það hafa það ekki allir gott á Íslandi og það eru svo margar ástæður fyrir því. Þess vegna styður Hjálparstarf kirkjunnar fjölda Íslendinga líka - sérstaklega um jólin. Ég hvet þig til að taka vel á móti fermingarbörnum sem koma til þín. Hvettu þau til dáða, því vinna þeirra skiptir miklu máli. Ef það sem safnaðist í söfnun fermingarbarna í fyrra, 6,8 milljónir króna, er umreiknað miðað við kostnað við einn brunn sem þjónað getur 1000 manns, þá fengu 56.000 manns aðgang að hreinu vatni til frambúðar. Hoppaðu á vagninn, þú gerir heilmikið gagn með því sem þú réttir yfir þröskuldinn. Höfundur er fræðslu- og upplýsingafulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í dag 6. nóvember, ganga fermingarbörn í hús og safna til hjálparstarfs á vegum kirkjunnar sinnar. Vertu klár, ekki bara með budduna ef þú átt aur - heldur líka hvatningu. Það er ekki oft sem krakkar fá tækifæri til að hjálpa svo um muni. Þeim er frekar legið á hálsi fyrir að hugsa bara um sig - en unglingsárin eru jú umbrotatími á líkama og sál. En taktu undir með þeim þegar þau banka upp á hjá þér - hvort sem er með framlagi eða hvatningu. Fermingarbörnin hafa fengið fræðslu um örbirgð í þróunarlöndum og vítahring fátæktar. Þau hafa séð hvernig peningar frá Íslendingum skilað sér í hjálparstarfi kirkjunnar: Í brunnum, áveitum, skepnuhaldi og fiskiræktartjörnum sem gerir afkomuna öruggari og fæðuna fjölbreyttari - líka í menntun og mannréttindum fyrir fátækt fók sem gerir allt til að sjá sér farborða. Allt árið er unnið úr fjármunum sem fólk treystir Hjálparstarfi kirkjunnar fyrir. Meira á www.help.is Eru unglingar latir og sjálfhverfir? Reynsla undanfarinna ára hefur ekki sýnt okkur þá hlið. Prestar í 66 sóknum um allt land sýna 3400 fermingarbörnum myndir frá hjálparstarfi kirkjunnar Afríku. Þeir fræða börnin um ábyrgð kristinna manna á velferð náunga síns. Og það kemur í ljós að þau hafa ríka réttlætiskennd. Og þau vilja gera eitthvað í málunum. Í dag skipta þau með sér götum í hverfinu sínu. Þau fara út um hálf sex leytið þegar flestir eru komnir heim úr vinnu, með merkta og innsiglaða bauka. Á eftir sitja þau lengi og skiptast á sögum: „Einn setti 5000-kall í!", „ég sá svo ógeðslega sætan hund í einu húsinu!", og sumir áttu ekki pening... og þá gefst tími til að ræða það. Það hafa það ekki allir gott á Íslandi og það eru svo margar ástæður fyrir því. Þess vegna styður Hjálparstarf kirkjunnar fjölda Íslendinga líka - sérstaklega um jólin. Ég hvet þig til að taka vel á móti fermingarbörnum sem koma til þín. Hvettu þau til dáða, því vinna þeirra skiptir miklu máli. Ef það sem safnaðist í söfnun fermingarbarna í fyrra, 6,8 milljónir króna, er umreiknað miðað við kostnað við einn brunn sem þjónað getur 1000 manns, þá fengu 56.000 manns aðgang að hreinu vatni til frambúðar. Hoppaðu á vagninn, þú gerir heilmikið gagn með því sem þú réttir yfir þröskuldinn. Höfundur er fræðslu- og upplýsingafulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun