Heilsugæslan fær „margra milljóna pakka“ frá 66° norður og fjárfestingafélagi í dag Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. apríl 2020 10:36 Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66° norður, ræddi kórónuveiruna og rekstur keðjunnar í Bítinu í morgun. skjáskot Starfsmenn heilsugæslunnar eiga von á 400 kílóa sendingu í dag. Í henni verður að finna margvíslegan hlífðarfatnað; eins og galla, gleraugu og plastgrímur. Útivistarkeðjan 66° norður, sem þegar hefur útvegað heilusgæslunni 4000 andlitsgrímur, hefur veg og vanda af sendingunni en forstjóri keðjunnar áætlar að verðmæti hennar hlaupi á „mörgum milljónum.“ Heilsugæslan mun þó ekki þurfa að að bera þann kostnað því fjárfestingafélagið Stoðir hefur boðist til að borga brúsann. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Helga Rúnars Óskarssonar, fyrrnefnds forstjóra, í Bítinu í morgun. Helgi segir að rekstur 66° norður hafi vitaskuld ekki farið varhluta af yfirstandandi kórónuveirufaraldri og hafi því verið brugðið á það ráð að loka þremur verslunum keðjunnar; á Bankastræti, Keflavíkurflugvelli og annarri verslun 66° norður á Akureyri. Þrátt fyrir þessar lokanir hefur keðjan þó komist hjá því að grípa til fjöldauppsagna og segir Helgi að þar hafi hlutabótaleið stjórnvalda skipt sköpum. Úrræðið hafi nýst 66° norður „gríðarlega vel.“ Þar að auki hafi orðið nokkur aukning á netsölu, nú þegar fólk veigrar sér við að fara í verslanir, og hafi keðjan geta nýtt starfskrafta fólks við netverslunina. Prufugríma sem 66° norður hefur þróað.bítið Þá segir Helgi að 66° norður hafi jafnframt verið að prófa sig áfram á síðustu dögum við framleiðslu á andlitsgrímum. Keðjan hafi mikla reynslu af því að sauma hvers kyns hlífðarfatnað fyrir heilbrigðisstarfsfólk en grímurnar hafi þau ekki saumað áður. Hann sýndi sýnishorn af grímum fyrirtækisins í Bítinu í morgun en sló þann varnagla að þær séu ekki úr þeim efnum sem talin eru æskileg. 66° norður leiti nú að þessum efnum svo hægt sé að hefja framleiðslu á grímunum. Margra milljóna pakki á leiðinni Þetta er þó ekki eina framlag 66° norður til baráttunnar gegn kórónuveirunni, að sögn Helga. Þannig hafi 66° norður sett sig í samband við birgja sína í Kína og útvegað heilsugæslunni á Íslandi 4000 staðlaðar andlitsgrímur sem þegar sé búið að afhenda. Helgi segir að grímunum hafi verið tekið fagnandi og að heilsugæslan hafi spurt hvort 66° norður gæti útvegað meiri hlífðarfatnað; eins og galla, gleraugu og plastgrímur. „Þannig að við fórum á stúfana og komumst að því að við getum útvegað þetta. Það er því að koma 400 kílóa sending til landsins í dag,“ segir Helgi. Hann áætlar að þetta sé „margra milljóna pakki“ eins og hann orðar það en að hvorki 66° norður né heilsugæslan þurfi að bera þann kostnað. Fjárfestingafélagið Stoðir hafi þegar boðist til að greiða fyrir sendinguna. Spjallið við Helga Rúnar Óskarsson, forstjóra 66° norður, má sjá í heild sinni hér að neðan. Tíska og hönnun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Fleiri fréttir Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Sjá meira
Starfsmenn heilsugæslunnar eiga von á 400 kílóa sendingu í dag. Í henni verður að finna margvíslegan hlífðarfatnað; eins og galla, gleraugu og plastgrímur. Útivistarkeðjan 66° norður, sem þegar hefur útvegað heilusgæslunni 4000 andlitsgrímur, hefur veg og vanda af sendingunni en forstjóri keðjunnar áætlar að verðmæti hennar hlaupi á „mörgum milljónum.“ Heilsugæslan mun þó ekki þurfa að að bera þann kostnað því fjárfestingafélagið Stoðir hefur boðist til að borga brúsann. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Helga Rúnars Óskarssonar, fyrrnefnds forstjóra, í Bítinu í morgun. Helgi segir að rekstur 66° norður hafi vitaskuld ekki farið varhluta af yfirstandandi kórónuveirufaraldri og hafi því verið brugðið á það ráð að loka þremur verslunum keðjunnar; á Bankastræti, Keflavíkurflugvelli og annarri verslun 66° norður á Akureyri. Þrátt fyrir þessar lokanir hefur keðjan þó komist hjá því að grípa til fjöldauppsagna og segir Helgi að þar hafi hlutabótaleið stjórnvalda skipt sköpum. Úrræðið hafi nýst 66° norður „gríðarlega vel.“ Þar að auki hafi orðið nokkur aukning á netsölu, nú þegar fólk veigrar sér við að fara í verslanir, og hafi keðjan geta nýtt starfskrafta fólks við netverslunina. Prufugríma sem 66° norður hefur þróað.bítið Þá segir Helgi að 66° norður hafi jafnframt verið að prófa sig áfram á síðustu dögum við framleiðslu á andlitsgrímum. Keðjan hafi mikla reynslu af því að sauma hvers kyns hlífðarfatnað fyrir heilbrigðisstarfsfólk en grímurnar hafi þau ekki saumað áður. Hann sýndi sýnishorn af grímum fyrirtækisins í Bítinu í morgun en sló þann varnagla að þær séu ekki úr þeim efnum sem talin eru æskileg. 66° norður leiti nú að þessum efnum svo hægt sé að hefja framleiðslu á grímunum. Margra milljóna pakki á leiðinni Þetta er þó ekki eina framlag 66° norður til baráttunnar gegn kórónuveirunni, að sögn Helga. Þannig hafi 66° norður sett sig í samband við birgja sína í Kína og útvegað heilsugæslunni á Íslandi 4000 staðlaðar andlitsgrímur sem þegar sé búið að afhenda. Helgi segir að grímunum hafi verið tekið fagnandi og að heilsugæslan hafi spurt hvort 66° norður gæti útvegað meiri hlífðarfatnað; eins og galla, gleraugu og plastgrímur. „Þannig að við fórum á stúfana og komumst að því að við getum útvegað þetta. Það er því að koma 400 kílóa sending til landsins í dag,“ segir Helgi. Hann áætlar að þetta sé „margra milljóna pakki“ eins og hann orðar það en að hvorki 66° norður né heilsugæslan þurfi að bera þann kostnað. Fjárfestingafélagið Stoðir hafi þegar boðist til að greiða fyrir sendinguna. Spjallið við Helga Rúnar Óskarsson, forstjóra 66° norður, má sjá í heild sinni hér að neðan.
Tíska og hönnun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Fleiri fréttir Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Sjá meira