Erlent

Þrjú ár fyrir morð

Þrítugur bandarískur hermaður, Johnny M. Horne, var í gær dæmdur af bandarískum herdómstól til þriggja ára fangelsisvistar fyrir að myrða alvarlega særðan sextán ára gamlan Íraka í ágúst síðastliðnum. Bandarískir hermenn fundu Írakann illa særðan í brennandi bifreið þann 18. ágúst. Í yfirheyrslum kom fram að hermennirnir hefðu ákveðið að drepa Írakann til þess að "leysa hann undan þjáningum". Auk fangavistar úrskurðaði dómstóllinn að hermaðurinn yrði lækkaður í tign, sviptur launum og rekinn úr hernum með smán.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×