Listaverkið fer í sveig upp vitann Elín Albertsdóttir skrifar 29. júní 2016 11:00 Þessi mynd var tekin þegar Jónína var að setja upp listaverkið í vitanum. Jónína Guðnadóttir listakona opnar allsérstæða sýningu í vitanum á Akranesi á föstudag. Sýningin kallast BREIÐ og dregur nafn sitt af Breiðinni þar sem vitinn stendur. Sýningin hefur verið tvö ár í smíðum. Jónína segir að þetta hafi verið skemmtilegt ferli. Hugmyndin hafi kviknað þegar hún var stödd í vitanum ásamt fermingarsystkinum sínum árið 2014. „Ég hafði ekki komið í vitann frá því ég var smástelpa. Það var ótrúleg tilfinning sem ég varð fyrir þar sem ég stóð í miðjum stiga á milli hæða. Mig hefur alltaf langað til að gera eitthvað óhefðbundið og fékk þessa bráðsnjöllu hugmynd. Vitinn höfðaði strax til mín og ég hugsaði með mér að þarna vildi ég hafa sýningu,“ greinir hún frá. „Ég ólst upp á Akranesi frá fjögurra ára aldri og þarna liggja rætur mínar. Við bjuggum við ströndina og hún var mitt leiksvæði. Vitinn heillaði mig. Ég veit hins vegar ekki til þess að haldin hafi verið sýning í gegnum heilan vita áður,“ segir Jónína. „Þetta er eitt verk sem heitir Breið og það fer alla leið upp í loft,“ bætir hún við.Listaverkið nær 35 metra upp eftir vitanum.Jónína hefur verið að undirbúa sýninguna af miklum krafti undanfarið en það er flókið mál að hengja upp listaverk á óvenjulegum stað. „Verkið fer í sveig í gegnum vitann og er 35 metrar. Þeir sem ekki treysta sér til að ganga upp geta skoðað sýninguna á neðstu hæð en þar er ég jafnframt með myndband frá efri hæðum. Að auki verð ég með slide-myndasýningu um aðdraganda sýningarinnar. Sú myndasýning hefur verið unnin á átta mánuðum, þar á meðal á vinnustofu minni.“Hringrás lífsins Jónína leitar til hafsins og fjörunnar í hugmyndavinnunni. „Mínar bernskuminningar koma fram í sýningunni sem speglar hringrás lífsins við fjöruborðið. Á fyrstu hæðinni eru fiskar, sjávardýr, skeljar og kuðungar. Á næstu hæð er fjaran og fuglar sem þar dvelja. Síðan er efsta hæðin með farfuglunum sem eru að fljúga burt. Hugsunin er flóð, fjara og fuglar,“ útskýrir Jónína sem segist hafa byrjað undirbúning fyrir tveimur árum. „Útfærslan var töluverð heilabrot. Ég breytti engu í vitanum, mig langaði að hafa sýninguna í þessu grófa umhverfi og þurfti því að laga mig að því. Þetta er búin að vera einstaklega skemmtileg vinna.“Jónína sækir innblástur til fjörunnar í kringum vitann.Ströndin heillar Ekki er ólíklegt að upphaflega hafi ströndin orðið Jónínu innblástur til frekari listsköpunar. Hún segir í sýningarskrá að leikir í fjörunni hafi verið endalaus uppspretta verkefna þegar hún var á barnsaldri. „Ég hafði mikla þörf fyrir að teikna, raða saman fjörusteinum og byggja úr þeim ýmis mynstur og götur. Einnig þótti mér mikil upplifun að sjá hafið og fjöruborðið, sérstaklega er mér minnisstætt þegar það sem ég var að bauka við skolaðist burt í aðfalli og eftir var slétt, blaut og yndisleg fjaran, ósnortin eins og í upphafi og tilbúin fyrir næstu tilraunir.“ Sýningin opnar á föstudaginn 1. júlí n.k. kl. 16:00 og lýkur 30. ágúst. Verk Jónínu eru meðal annarra skúlptúrinn Himnaríki á Jaðarsbökkum á Akranesi og umhverfisverkið Hringiða við Kárahnjúka. Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Sjá meira
Jónína Guðnadóttir listakona opnar allsérstæða sýningu í vitanum á Akranesi á föstudag. Sýningin kallast BREIÐ og dregur nafn sitt af Breiðinni þar sem vitinn stendur. Sýningin hefur verið tvö ár í smíðum. Jónína segir að þetta hafi verið skemmtilegt ferli. Hugmyndin hafi kviknað þegar hún var stödd í vitanum ásamt fermingarsystkinum sínum árið 2014. „Ég hafði ekki komið í vitann frá því ég var smástelpa. Það var ótrúleg tilfinning sem ég varð fyrir þar sem ég stóð í miðjum stiga á milli hæða. Mig hefur alltaf langað til að gera eitthvað óhefðbundið og fékk þessa bráðsnjöllu hugmynd. Vitinn höfðaði strax til mín og ég hugsaði með mér að þarna vildi ég hafa sýningu,“ greinir hún frá. „Ég ólst upp á Akranesi frá fjögurra ára aldri og þarna liggja rætur mínar. Við bjuggum við ströndina og hún var mitt leiksvæði. Vitinn heillaði mig. Ég veit hins vegar ekki til þess að haldin hafi verið sýning í gegnum heilan vita áður,“ segir Jónína. „Þetta er eitt verk sem heitir Breið og það fer alla leið upp í loft,“ bætir hún við.Listaverkið nær 35 metra upp eftir vitanum.Jónína hefur verið að undirbúa sýninguna af miklum krafti undanfarið en það er flókið mál að hengja upp listaverk á óvenjulegum stað. „Verkið fer í sveig í gegnum vitann og er 35 metrar. Þeir sem ekki treysta sér til að ganga upp geta skoðað sýninguna á neðstu hæð en þar er ég jafnframt með myndband frá efri hæðum. Að auki verð ég með slide-myndasýningu um aðdraganda sýningarinnar. Sú myndasýning hefur verið unnin á átta mánuðum, þar á meðal á vinnustofu minni.“Hringrás lífsins Jónína leitar til hafsins og fjörunnar í hugmyndavinnunni. „Mínar bernskuminningar koma fram í sýningunni sem speglar hringrás lífsins við fjöruborðið. Á fyrstu hæðinni eru fiskar, sjávardýr, skeljar og kuðungar. Á næstu hæð er fjaran og fuglar sem þar dvelja. Síðan er efsta hæðin með farfuglunum sem eru að fljúga burt. Hugsunin er flóð, fjara og fuglar,“ útskýrir Jónína sem segist hafa byrjað undirbúning fyrir tveimur árum. „Útfærslan var töluverð heilabrot. Ég breytti engu í vitanum, mig langaði að hafa sýninguna í þessu grófa umhverfi og þurfti því að laga mig að því. Þetta er búin að vera einstaklega skemmtileg vinna.“Jónína sækir innblástur til fjörunnar í kringum vitann.Ströndin heillar Ekki er ólíklegt að upphaflega hafi ströndin orðið Jónínu innblástur til frekari listsköpunar. Hún segir í sýningarskrá að leikir í fjörunni hafi verið endalaus uppspretta verkefna þegar hún var á barnsaldri. „Ég hafði mikla þörf fyrir að teikna, raða saman fjörusteinum og byggja úr þeim ýmis mynstur og götur. Einnig þótti mér mikil upplifun að sjá hafið og fjöruborðið, sérstaklega er mér minnisstætt þegar það sem ég var að bauka við skolaðist burt í aðfalli og eftir var slétt, blaut og yndisleg fjaran, ósnortin eins og í upphafi og tilbúin fyrir næstu tilraunir.“ Sýningin opnar á föstudaginn 1. júlí n.k. kl. 16:00 og lýkur 30. ágúst. Verk Jónínu eru meðal annarra skúlptúrinn Himnaríki á Jaðarsbökkum á Akranesi og umhverfisverkið Hringiða við Kárahnjúka.
Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Sjá meira