8.000 rúmmetrar af sorpi flutt með Herjólfi Sveinn Arnarsson skrifar 30. nóvember 2015 07:00 Sérstakir ruslagámar eru fluttir frá meginlandinu til Eyja, þaðan er þeim aftur siglt upp á fastaland. Gríðarlegur kostnaður segir bæjarstjóri. Fréttablaðið/Óskar Um 8.000 rúmmetrar af sorpi eru árlega fluttir í gámum með Herjólfi frá Vestmannaeyjum. Sorpbrennslunni í Vestmannaeyjum var lokað árið 2012. Sorpinu er annaðhvort ekið til Reykjaness eða alla leið norður á Blönduós. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir þessa tilhögun ekki af hinu góða. Bæjaryfirvöld hafa verið að skoða málið undanfarin misseri og leitað leiða til að farga sorpi. Nýjar brennslur séu orðnar mun fullkomnari en þær voru hér áður fyrr. Þessi flutningur hefur í för með sér mikla olíunotkun stórra ökutækja sem menga andrúmsloftið og slíta vegakerfinu. Því er í skoðun bæjaryfirvalda í Vestmannaeyjum að gera eitthvað í málinu. „Mín skoðun hefur alltaf verið sú að þetta var óþarfa offors þegar brennslunum var lokað á sínum tíma. Það var til marks um skilningsleysi þáverandi stjórnvalda að gefa okkur ekki einhvern umþóttunartíma til að vinna að lausn á stöðunni. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja Það að flytja sorp með ferju upp á land er ekki lausn á stöðunni,“ segir Elliði. Árið 2003 voru innleiddar hertar reglur um sorpbrennslur í gegnum EES-samninginn en undanþága fengin af hálfu íslenskra stjórnvalda fyrir eldri sorpbrennslur sem þá voru starfandi, þar á meðal á Kirkjubæjarklaustri, í Vestmannaeyjum og á Ísafirði. Mælingar árið 2007 sýndu að díoxín í útblæstri í Eyjum var 85 sinnum meira en viðmiðunarmörk fyrir sorpbrennslur sem starfa á grundvelli EES-reglna frá 2003 gera ráð fyrir. „Kostnaðurinn sem hefur lagst á íbúa Vestmannaeyja sem og annarra sveitarfélaga sem hafa þurft að búa við þessa stöðu er gríðarlegur. Við búum hér á eyju og þurfum að flytja sorp með farþegaferjunni okkur upp á land. Það verður ekki búið við þetta ástand mikið lengur,“ segir Elliði. „Það er eingöngu eitt í stöðunni og það er að brenna sorp. Það er umhverfisvænast og sennilega hagkvæmast fyrir þjóðfélagið. Við þurfum skilning stjórnvalda á að búseta okkar á eyju skapi okkur sérstöðu.“ Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Um 8.000 rúmmetrar af sorpi eru árlega fluttir í gámum með Herjólfi frá Vestmannaeyjum. Sorpbrennslunni í Vestmannaeyjum var lokað árið 2012. Sorpinu er annaðhvort ekið til Reykjaness eða alla leið norður á Blönduós. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir þessa tilhögun ekki af hinu góða. Bæjaryfirvöld hafa verið að skoða málið undanfarin misseri og leitað leiða til að farga sorpi. Nýjar brennslur séu orðnar mun fullkomnari en þær voru hér áður fyrr. Þessi flutningur hefur í för með sér mikla olíunotkun stórra ökutækja sem menga andrúmsloftið og slíta vegakerfinu. Því er í skoðun bæjaryfirvalda í Vestmannaeyjum að gera eitthvað í málinu. „Mín skoðun hefur alltaf verið sú að þetta var óþarfa offors þegar brennslunum var lokað á sínum tíma. Það var til marks um skilningsleysi þáverandi stjórnvalda að gefa okkur ekki einhvern umþóttunartíma til að vinna að lausn á stöðunni. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja Það að flytja sorp með ferju upp á land er ekki lausn á stöðunni,“ segir Elliði. Árið 2003 voru innleiddar hertar reglur um sorpbrennslur í gegnum EES-samninginn en undanþága fengin af hálfu íslenskra stjórnvalda fyrir eldri sorpbrennslur sem þá voru starfandi, þar á meðal á Kirkjubæjarklaustri, í Vestmannaeyjum og á Ísafirði. Mælingar árið 2007 sýndu að díoxín í útblæstri í Eyjum var 85 sinnum meira en viðmiðunarmörk fyrir sorpbrennslur sem starfa á grundvelli EES-reglna frá 2003 gera ráð fyrir. „Kostnaðurinn sem hefur lagst á íbúa Vestmannaeyja sem og annarra sveitarfélaga sem hafa þurft að búa við þessa stöðu er gríðarlegur. Við búum hér á eyju og þurfum að flytja sorp með farþegaferjunni okkur upp á land. Það verður ekki búið við þetta ástand mikið lengur,“ segir Elliði. „Það er eingöngu eitt í stöðunni og það er að brenna sorp. Það er umhverfisvænast og sennilega hagkvæmast fyrir þjóðfélagið. Við þurfum skilning stjórnvalda á að búseta okkar á eyju skapi okkur sérstöðu.“
Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira