Viðskipti innlent

Gray Line segir upp 91 prósenti starfsfólks

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Þórir Garðarsson stjórnarformaður Gray Line Iceland.
Þórir Garðarsson stjórnarformaður Gray Line Iceland.

Gray Line, eitt stærsta rútufyrirtæki landsins, mun segja upp 107 starfsmönnum. Samkvæmt Þóri Garðarssyni, stjórnarformanni Gray Line á Íslandi, störfuðu 117 hjá fyrirtækinu og er því um að ræða um 91 prósent allra starfsmanna Gray Line.

Þórir hefur sagt viðbúið að Gray Line, rétt eins og önnur fyrirtæki í ferðaþjónustu, þyrfti að grípa til aðgerða vegna þess gríðarlega samdráttar sem orðið hefur í geiranum á síðustu vikum og mánuðum.

Sjá einnig: 265 missa vinnuna í átta hópuppsögnum

Starfsfólk hafi leitað allra leiða til að koma fyrirtækinu í gegnum skaflinn, boðist til að fara í launalaus leyfi o.s.frv., en meira hafi þurft að koma til. „Stærsti rekstrarkostnaður fyrirtækisins er náttúrulega laun starfsmanna,“ sagði Þórir við Vísi í mars.

Fyrirtækið er eitt fjölmargra ferðaþjónustufyrirtækja sem hafa sagt upp starfsfólki í dag, eftir að ríkisstjórnin tilkynnti í gær að það hyggðist greiða hluta af uppsagnafresti starfsmanna.

Þannig var 150 sagt upp hjá Kynnsiferðum auk þess sem Iceland Travel réðst í stórtækar uppsaganir. Fríhöfnin fækkaði að sama skapi í starfsliði sínu um 30 manns og lækkaði starfshlutfall 100 annnarra. Er þá ótalin stærsta einstaka fjöldauppsögn Íslandssögunnar þegar Icelandair sagði upp tvö þúsund starfsmönnum í gær.


Tengdar fréttir

Ríkið greiðir hluta launa fólks á uppsagnafresti

Ríkisastjórnin hefur ákveðið að framlengja hlutabótaleiðina í óbreyttri mynd út júni en eftir það breytist hlutfallið sem ríkið greiðir. Þá mun ríkissjóður upp að vissu marki greiða laun fólks á uppsagnafresti hjá fyrirtækjum sem hafa orðið að 75 prósentum eða meira af tekjum sínum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×