Viðskipti innlent

Loðnustoppið veikir gengi krónunnar

Þau tíðindi að loðnuveiðum hefur verið hætt eru á meðal þeirra áhrifaþátta sem toga krónuna niður nú í vikunni en uppskerubrestur loðnuvertíðarinnar hefur í för með sér minnkandi útflutningstekjur og í kjölfarið versnandi hagvaxtarhorfur.

Þetta kemur fram i Morgunkorni greiningar Glitnis. Þar segir að gengisvísitalan hafi staðið í stað í Kauphöllinni í morgun en krónan hefur verið að veikjast undanfarna daga og hefur gengi hennar lækkað um 0,8% frá því á mánudaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×