Er hægt að læknast af ólæknandi sjúkdómum? Hildur M. Jónsdóttir skrifar 14. febrúar 2020 11:00 Ég er búin að safna á mig sjúkdómsgreiningum allt mitt líf og verið stimpluð með alls kyns sjálfsofnæmissjúkdóma og aðra króníska kvilla sem hafa gert mér erfitt fyrir og hafa versnað með árunum. Skilaboðin sem ég fékk frá læknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki voru að ég væri með ólæknandi sjúkdóma sem ég þyrfti að læra að lifa með, ég þyrfti að sætta mig við orðinn hlut og gera mér ekki of miklar vonir um bata. Það væri bara álag á taugakerfið sem gerði einkenni mín verri. Ég var orðin svo slæm fyrir um átta árum síðan að ég svaf ekki lengur en í klukkustund í senn, ég náði að vera á fótum að meðaltali um 2 tíma á dag, ég var undirlögð í krónískum verkjum, algjöru magnleysi, daglegum mígreniköstum og andlega heilsan var orðin mjög slæm. En sem betur fer gafst ég aldrei upp að leita að lausnum. Það var langur og strangur vegur, sem skilaði mér bættri líðan inn á milli en svo fór allt aftur á sama veg. Þar til fyrir fjórum árum síðan, þá náði ég að setja saman prógramm eftir margra mánaða rannsóknarvinnu og tilraunastarfsemi með sjálfa mig, sem skilaði því að ég varð alfarið einkennalaus af mínum sjúkdómum. Það helsta sem hrjáði mig var mjög mikil vefjagigt, síþreyta, krónískt mígreni, vanvirkur skjaldkirtill, liðagigt, slitgigt, hormónaójafnvægi, hjartsláttaróregla, lélegt ónæmiskerfi og iðraólga og á síðustu árum bættist við þunglyndi og kvíði. Mín helstu einkenni voru miklir verkir um allan líkama, þungi yfir brjóstkassanum, hraður hjartsláttur, auka slög og óreglulegur hjartsláttur, lélegur svefn, endurteknar sýkingar, nær daglegt mígreni, gríðarlegt úthaldsleysi, þreyta og orkuleysi, vöðvarýrnun og vöðvaslappleiki, þurrka- og kláðabelttir á húð, þurr augu, munnangur, exsem í hársverði, mikill verkur í hrygg eftir samfallsbrot sem ég fékk í alvarlegu bílslysi fyrir mörgum árum, verkir í og útfrá hálsi eftir hálshnykk sem ég fékk í sama bílslysi, verkir í fingrum, öxlum, hnjám og mjöðmum, auk mikilla verkja undir il. Ég var stöðugt með magakrampa, brjóstsviða, uppþembu, ristilkrampa og krónískt harðlífi, ég var með ofvirka blöðru og endurteknar þvagfærasýkingar, var alla tíð með mikla verki í kringum blæðingar, brjóstin á mér voru mjög bólgin og ég emjaði ef einhver rakst í þau, ég fékk blöðrur á eggjastokka, ég var skorin upp við blöðrumyndunum á skjaldkirtli og þá uppgötvaðist æxli á bak við skjaldkirtilinn sem var skorið burt, ég fór í keiluskurð vegna 3ja til 4ra stigs frumubreytinga, ég var með endurtekin þursabit og svona gæti ég haldið áfram lengi vel. Í dag er ég alveg einkennalaus ef ég held mig að fullu við prógrammið mitt. Þá er það spurningin, er ég læknuð eða eru sjúkdómarnir bara í dvala? Fyrir mig skiptir það í raun engu máli því ég er komin með orkuna mína, fullt starfsþrek, farin að sofa eins og engill, er verkjalaus, meltingin virkar eins og vel smurð vél, ég verð nánast aldrei veik, en ef ég fæ einhverja flensu eða pest, þá afgreiði ég hana á um sólarhring í stað þess að liggja í fleiri fleiri daga eins og venjan var hjá mér, ég er komin með þol umfram konu á mínum aldri og vöðvastyrkurinn er kominn til baka sem mér var sagt að myndi aldrei geta gerst og hamingjustigið er eðlilega á stöðugri uppleið. Í dag myndi ég ekki greinast með neinn af mínum fyrri sjúkdómum, þar sem margir eru greindir út frá einkennum sem eru ekki lengur til staðar hjá mér og bólguþætti í blóði sem ekki mælist lengur. Út frá því væri hægt að segja að ég væri ekki lengur með þessa sjúkdóma. Hins vegar veit ég að ef ég færi út af prógramminu mínu, þá færu fyrri einkenni að læðast að mér aftur og þess væri ekki lengi að bíða að ég yrði aftur jafn veik og ég var. Það sem ég finn fyrir enn í dag er að ef ég borða eitthvað sem ég ekki þoli eða streitan verður of mikil hjá mér, þá læðist mígrenið inn og ég tek ennþá í dag öðru hverju lyf við mígreni. Öll önnur lyf eru löngu dottin út hjá mér, eins og lyf við vefjagigtinni, svefnlyf, þunglyndislyf, magasýrulyf, bólguminnkandi lyf, sterk verkjalyf og fleiri og fleiri. Eins og ég lít á þetta í dag er að allir þessir sjúkdómar eiga sameiginlega orsök og leiðin til að vinna bug á þeim er að koma ákveðnum líkamskerfum aftur í jafnvægi. Með ákveðnum breytingum á mataræði og lífsstíl hef ég getað stutt líkaminn í að koma á þessu jafnvægi og stutt hann aftur til heilsu. Ég er ekki að halda því fram að þetta sé einfalt, til að ná þessu þarf að umbreyta mataræði og lífsstíl með afgerandi hætti, en ef aukinn fjöldi fólks færi þessa leið þá myndi það hafa gríðarleg áhrif á samfélagið og heilbrigðiskerfið í heild. Höfundur er heilsuráðgjafi og stofnandi Heilsubankans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Hildur M. Jónsdóttir Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Ég er búin að safna á mig sjúkdómsgreiningum allt mitt líf og verið stimpluð með alls kyns sjálfsofnæmissjúkdóma og aðra króníska kvilla sem hafa gert mér erfitt fyrir og hafa versnað með árunum. Skilaboðin sem ég fékk frá læknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki voru að ég væri með ólæknandi sjúkdóma sem ég þyrfti að læra að lifa með, ég þyrfti að sætta mig við orðinn hlut og gera mér ekki of miklar vonir um bata. Það væri bara álag á taugakerfið sem gerði einkenni mín verri. Ég var orðin svo slæm fyrir um átta árum síðan að ég svaf ekki lengur en í klukkustund í senn, ég náði að vera á fótum að meðaltali um 2 tíma á dag, ég var undirlögð í krónískum verkjum, algjöru magnleysi, daglegum mígreniköstum og andlega heilsan var orðin mjög slæm. En sem betur fer gafst ég aldrei upp að leita að lausnum. Það var langur og strangur vegur, sem skilaði mér bættri líðan inn á milli en svo fór allt aftur á sama veg. Þar til fyrir fjórum árum síðan, þá náði ég að setja saman prógramm eftir margra mánaða rannsóknarvinnu og tilraunastarfsemi með sjálfa mig, sem skilaði því að ég varð alfarið einkennalaus af mínum sjúkdómum. Það helsta sem hrjáði mig var mjög mikil vefjagigt, síþreyta, krónískt mígreni, vanvirkur skjaldkirtill, liðagigt, slitgigt, hormónaójafnvægi, hjartsláttaróregla, lélegt ónæmiskerfi og iðraólga og á síðustu árum bættist við þunglyndi og kvíði. Mín helstu einkenni voru miklir verkir um allan líkama, þungi yfir brjóstkassanum, hraður hjartsláttur, auka slög og óreglulegur hjartsláttur, lélegur svefn, endurteknar sýkingar, nær daglegt mígreni, gríðarlegt úthaldsleysi, þreyta og orkuleysi, vöðvarýrnun og vöðvaslappleiki, þurrka- og kláðabelttir á húð, þurr augu, munnangur, exsem í hársverði, mikill verkur í hrygg eftir samfallsbrot sem ég fékk í alvarlegu bílslysi fyrir mörgum árum, verkir í og útfrá hálsi eftir hálshnykk sem ég fékk í sama bílslysi, verkir í fingrum, öxlum, hnjám og mjöðmum, auk mikilla verkja undir il. Ég var stöðugt með magakrampa, brjóstsviða, uppþembu, ristilkrampa og krónískt harðlífi, ég var með ofvirka blöðru og endurteknar þvagfærasýkingar, var alla tíð með mikla verki í kringum blæðingar, brjóstin á mér voru mjög bólgin og ég emjaði ef einhver rakst í þau, ég fékk blöðrur á eggjastokka, ég var skorin upp við blöðrumyndunum á skjaldkirtli og þá uppgötvaðist æxli á bak við skjaldkirtilinn sem var skorið burt, ég fór í keiluskurð vegna 3ja til 4ra stigs frumubreytinga, ég var með endurtekin þursabit og svona gæti ég haldið áfram lengi vel. Í dag er ég alveg einkennalaus ef ég held mig að fullu við prógrammið mitt. Þá er það spurningin, er ég læknuð eða eru sjúkdómarnir bara í dvala? Fyrir mig skiptir það í raun engu máli því ég er komin með orkuna mína, fullt starfsþrek, farin að sofa eins og engill, er verkjalaus, meltingin virkar eins og vel smurð vél, ég verð nánast aldrei veik, en ef ég fæ einhverja flensu eða pest, þá afgreiði ég hana á um sólarhring í stað þess að liggja í fleiri fleiri daga eins og venjan var hjá mér, ég er komin með þol umfram konu á mínum aldri og vöðvastyrkurinn er kominn til baka sem mér var sagt að myndi aldrei geta gerst og hamingjustigið er eðlilega á stöðugri uppleið. Í dag myndi ég ekki greinast með neinn af mínum fyrri sjúkdómum, þar sem margir eru greindir út frá einkennum sem eru ekki lengur til staðar hjá mér og bólguþætti í blóði sem ekki mælist lengur. Út frá því væri hægt að segja að ég væri ekki lengur með þessa sjúkdóma. Hins vegar veit ég að ef ég færi út af prógramminu mínu, þá færu fyrri einkenni að læðast að mér aftur og þess væri ekki lengi að bíða að ég yrði aftur jafn veik og ég var. Það sem ég finn fyrir enn í dag er að ef ég borða eitthvað sem ég ekki þoli eða streitan verður of mikil hjá mér, þá læðist mígrenið inn og ég tek ennþá í dag öðru hverju lyf við mígreni. Öll önnur lyf eru löngu dottin út hjá mér, eins og lyf við vefjagigtinni, svefnlyf, þunglyndislyf, magasýrulyf, bólguminnkandi lyf, sterk verkjalyf og fleiri og fleiri. Eins og ég lít á þetta í dag er að allir þessir sjúkdómar eiga sameiginlega orsök og leiðin til að vinna bug á þeim er að koma ákveðnum líkamskerfum aftur í jafnvægi. Með ákveðnum breytingum á mataræði og lífsstíl hef ég getað stutt líkaminn í að koma á þessu jafnvægi og stutt hann aftur til heilsu. Ég er ekki að halda því fram að þetta sé einfalt, til að ná þessu þarf að umbreyta mataræði og lífsstíl með afgerandi hætti, en ef aukinn fjöldi fólks færi þessa leið þá myndi það hafa gríðarleg áhrif á samfélagið og heilbrigðiskerfið í heild. Höfundur er heilsuráðgjafi og stofnandi Heilsubankans.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar