Þín vegna, af þinni hálfu, fyrir þig Örn Bárður Jónsson skrifar 9. ágúst 2012 06:00 Ég hitti þær að loknum vinnudegi. Þær komu beint af vaktinni, dauðþreyttar, eftir að hafa hjúkrað öldruðum á fjölmennri deild, undirmannaðri og vanbúinni af tækjum. Deildin er kölluð biðdeild. Hún var opnuð á Landakoti eftir að líknardeildinni þar var lokað þrátt fyrir að yfirstjórnendur LHS hefðu fengið 50 milljóna króna aukafjárveitingu frá Alþingi eftir að Hollvinasamtök líknardeilda höfðu gengið á fund fjárlaganefndar. Deildinni var lokað í trássi við vilja Alþingis. Í „hagræðingarskyni" var farið út í breytingar á líknardeildinni í Kópavogi og Oddfellowreglan látin greiða kostnaðinn að mestu. Þar átti, að sögn stjórnenda, að fjölga rúmum. Staðreyndin er sú að rúmum fyrir deyjandi hefur fækkað og nýja deildin fullbúin er lokuð vegna manneklu. Það kann að líta betur út í reikniforritum yfirstjórnar LHS að láta aðra greiða reikningana en þetta er nú samt allt úr sjóðum samfélagsins. Í starfi mínu sem sóknarprestur hitti ég stundum fólk sem tjáir sig sorgmætt um þjónustuna sem í boði er fyrir aldraða við dauðans dyr. Hrunið gerði okkur skráveifu en samt eru til miklir fjármunir í þjóðfélaginu. Álitamál er hins vegar hvernig þeim skuli varið. Þar kemur til sögunnar siðferði okkar og reisn. Á Landakoti var búið að byggja upp frábæra líknardeild. Þegar til stóð að loka deildinni urðu Hollvinasamtök líknardeilda til með yfir 600 félögum. Samtökin hafa ekki lagt upp laupana, enda þótt orrustan um líknardeildina á Landakoti hafi tapast. Samtökin boða nú til ráðstefnu í Reykjavík 24. september nk. Þar verður fjallað um mótun heildarstefnu í heilbrigðismálum þjóðarinnar. Við erum ein þjóð og þurfum öll að hafa aðgang að góðri heilbrigðisþjónustu frá vöggu til grafar. Nú er komið að þeim skilum í íslenskri sögu að þjóðin lætur ekki lengur skammta sér úr hnefa á sama hátt og hún gerði. Forðum daga flutti Lincoln forseti Bandaríkjanna ávarp í Gettysburg og mælti þar fleyg orð um „stjórn fólksins, af hálfu fólksins og fyrir fólkið". Þessi orð þurfa að verða leiðarljós okkar Íslendinga í öllum málum – þín vegna, af þinni hálfu, fyrir þig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ég hitti þær að loknum vinnudegi. Þær komu beint af vaktinni, dauðþreyttar, eftir að hafa hjúkrað öldruðum á fjölmennri deild, undirmannaðri og vanbúinni af tækjum. Deildin er kölluð biðdeild. Hún var opnuð á Landakoti eftir að líknardeildinni þar var lokað þrátt fyrir að yfirstjórnendur LHS hefðu fengið 50 milljóna króna aukafjárveitingu frá Alþingi eftir að Hollvinasamtök líknardeilda höfðu gengið á fund fjárlaganefndar. Deildinni var lokað í trássi við vilja Alþingis. Í „hagræðingarskyni" var farið út í breytingar á líknardeildinni í Kópavogi og Oddfellowreglan látin greiða kostnaðinn að mestu. Þar átti, að sögn stjórnenda, að fjölga rúmum. Staðreyndin er sú að rúmum fyrir deyjandi hefur fækkað og nýja deildin fullbúin er lokuð vegna manneklu. Það kann að líta betur út í reikniforritum yfirstjórnar LHS að láta aðra greiða reikningana en þetta er nú samt allt úr sjóðum samfélagsins. Í starfi mínu sem sóknarprestur hitti ég stundum fólk sem tjáir sig sorgmætt um þjónustuna sem í boði er fyrir aldraða við dauðans dyr. Hrunið gerði okkur skráveifu en samt eru til miklir fjármunir í þjóðfélaginu. Álitamál er hins vegar hvernig þeim skuli varið. Þar kemur til sögunnar siðferði okkar og reisn. Á Landakoti var búið að byggja upp frábæra líknardeild. Þegar til stóð að loka deildinni urðu Hollvinasamtök líknardeilda til með yfir 600 félögum. Samtökin hafa ekki lagt upp laupana, enda þótt orrustan um líknardeildina á Landakoti hafi tapast. Samtökin boða nú til ráðstefnu í Reykjavík 24. september nk. Þar verður fjallað um mótun heildarstefnu í heilbrigðismálum þjóðarinnar. Við erum ein þjóð og þurfum öll að hafa aðgang að góðri heilbrigðisþjónustu frá vöggu til grafar. Nú er komið að þeim skilum í íslenskri sögu að þjóðin lætur ekki lengur skammta sér úr hnefa á sama hátt og hún gerði. Forðum daga flutti Lincoln forseti Bandaríkjanna ávarp í Gettysburg og mælti þar fleyg orð um „stjórn fólksins, af hálfu fólksins og fyrir fólkið". Þessi orð þurfa að verða leiðarljós okkar Íslendinga í öllum málum – þín vegna, af þinni hálfu, fyrir þig.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun