Viðskipti innlent

Bein útsending: Leiðir til að bæta líðan og starfsupplifun

Tinni Sveinsson skrifar
Jákvæð starfsupplifun er frábær leið til að auka virka þátttöku starfsfólks.
Jákvæð starfsupplifun er frábær leið til að auka virka þátttöku starfsfólks. Vísir/Getty

Klukkan níu hefst útsending þar sem Snæbjörn Ingólfsson og Bergsveinn Ólafsson fara yfir einfaldar leiðir að betri starfsupplifun og hvernig skapa megi betri vinnustað í dag en í gær. En það skiptir ekki síður máli að huga að þessum atriðum á tímum sem þessum.

Útsendinguna má sjá hér fyrir neðan og einnig má lesa nánar um erindi Snæbjörns og Bergsveins.

Fimm leiðir að betri starfsupplifun

Snæbjörn Ingólfsson framtíðarsérfræðingur hjá Origo ætlar að fara yfir 5 einfaldar leiðir að betri starfsupplifun:

Jákvæð starfsupplifun er frábær leið til að auka virka þátttöku starfsfólks. Ef fólk nýtur þess að starfa hjá fyrirtækinu má líka gera ráð fyrir að það sýni meiri metnað og verði virkara í starfi.

Jákvæð starfsupplifun getur einnig gert það að verkum að umsetinn einstaklingur velji fyrirtækið þitt fram yfir önnur eða að frábær starfsmaður starfi lengur hjá fyrirtækinu en ella.

Betri vinnustaður í dag en í gær

Vellíðan og helgun starfsfólks er algjört lykilatriði í velgengi fyrirtækja. Helgað starfsfólk sem líður vel afkastar meiru, eru ánægðari í lífi og starfi, eru sjaldnar fjarverandi frá vinnu og ólíklegri til að lenda í kulnun.

Í stuttum og hnitmiðuðum fyrirlestri fer Bergsveinn yfir nokkra þætti sem ber að hafa í huga til að auka helgun og vellíðan starfsmanna. Lífið er ansi krefjandi þessa dagana og það hefur aldrei verið jafn mikilvægt að velta fyrir sér eins góðum leiðum og hægt er til að aðlagast aðstæðum og þar að leiðandi lágmarka höggið á vellíðan og helgun starfsfólks.

Markmiðið með fyrirlestrinum er veita mikilvægar upplýsingar og verkfæri til að hjálpa vinnustaðnum að verða betri í dag heldur en hann var í gær.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×