Hatarar og heimsslitafræði Dagur Fannar Magnússon skrifar 12. mars 2019 11:48 Á síðustu dögum hafa ýmsar raddir gagnrýnt Hatara fyrir framgöngu sína. Meðal annars hefur klæðnaður hljómsveitarinnar verið gagnrýndur, boðskapur lagsins sem sumir telja hatursfullan og atriðið með skólabörnum sem sýnt var á RÚV fyrir flutning þeirra á laginu ,,Hatrið mun sigra” á lokakvöldi söngvakeppninnar. Síðan hafa sumir nefnt vers úr Biblíunni um kærleikann máli sínu til stuðnings, sem er gott og blessað. En Jesús talaði ekki einungis um kærleikann þrátt fyrir að hann hafi verið kjarninn í boðskap hans og það sama gildir um Pál postula og önnur rit í Biblíunni. Kærleikurinn, fyrirgefningin og siðferðisreglurnar sem fyrir okkur eru lagaðar eru til þess gerðar að við fáum bæði að kynnast Guðsríki í lifandi lífi og ganga þar inn í lok tímans. Jesús talar mikið um heimsendi og ekki nóg með það er heil bók í í Nýja testamentinu sem fjallar um hina síðustu tíma og lýsir þeim sem algjörum hörmungatímum áður en allt verður fullkomnað. Auk þess eru fleiri rit í Gamla testamentinu sem hafa að geyma heimslitafræðileg stef og spá fyrir um heimsendi. Fyrir mér lítur atriði Hatara út fyrir að vera túlka þessa síðustu og verstu tíma bæði með klæðnaði sínum, en svipaðan klæðnað má sjá í mörgum kvikmyndum sem fjalla um og tengjast heimsenda, líkt og The Matrix, Mad Max og jafnvel The Maze Runner sem er unglingamynd. Myndbandið með laginu sýnir sama yfirbragð og þessar heimsendamyndir þar sem áberandi er auðnin, klæðnaðurinn, drottnarar og aðrir sem lúta þeim. Í textanum er vonarneisti „rísið úr öskunni, sameinuð sem eitt”. Væri einhver kærleikur án vonar um eitthvað betra? Ég túlka það sem svo að Hatari sé með lagi sínu einfaldlega að benda heiminum á í hvað stefnir ef við höldum viðteknum hætti. Um það er hægt að lesa frekar í facebook pistli mínum ,,Vangaveltur guðfræðinemans fyrsta að Hatrið hefur sigrað í Eurovision”. Það er gott að Hatari nái að stuða fólk svona því að kannski fer það þá að hugsa með sér: „Nei, ég vil ekki að hatrið í heiminum sigri” og bregst þá ef til vill við með því að sína náunganum og jörðinni kærleika. Við verðum einfaldlega að horfast í augu við það að það er hatur og önnur illska í þessum heimi og stundum virðast þau illsku öfl einfaldlega vera að sigra. Lífið er ekki bara kærleikur, regnbogar og sykurfrauð. Við getum brugðist við því illa í heiminum með kærleika en við munum alltaf standa andspænis dauða, spillingu, annarri illsku og óréttlæti. Biblían segir okkur að í heiminum sé til illska en það er einmitt þá sem að við eigum von um að Guð standi með okkur í gegnum raunirnar. Í ritningunni má finna skilaboð til okkar um nær alla sammannlega þætti lífsins, þetta eru ekki bara textar um kærleikann. Atriði hatara bæði sviðsframkoma, búningar, lag og texti spila því stóran þátt í því að koma ákveðnum skilaboðum á framfæri. Ég er samt sem áður sannfærður um að þegar allt kemur til alls mun hatrið ekki sigra, það verður kærleikurinn. Nú í lokin mun ég kasta fram tveimur biblíu versum til þess að sína fram á nr.1 Jesús talaði ekki bara um kærleika, nr.2 það er óábyrgt að kasta fram bibilíu versum án þess að ræða það frekar. Þegar búið er að taka texta úr samhengi við umhverfi sitt og ekki búið að ræða þá neitt líta þeir hryllilega út. Það verður að ræða textana í sögulegu samhengi, bókmenntalegu samhengi og samhengi við heimsmynd þess tíma sem þeir eru skrifaðir inn í. Síðan er það önnur grein innan guðfræðinnar að túlka þetta inn í nútímann. Lúkas 12 51-53: Ætlið þér að ég sé kominn að færa frið á jörðu? Nei, segi ég yður, heldur sundurþykki. Upp frá þessu verða fimm í sama húsi sundurþykkir, þrír við tvo og tveir við þrjá, faðir við son og sonur við föður, móðir við dóttur og dóttir við móður, tengdamóðir við tengdadóttur sína og tengdadóttir við tengdamóður.“ Matteus 13.41-42: Mannssonurinn mun senda engla sína og þeir munu nema brott úr ríki hans allt sem leiðir í villu og alla er illt fremja og kasta þeim í eldsofninn. Þar verður grátur og gnístran tanna.Höfundur er Stud.Theol (Guðfræðinemi) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Hatrið sigrar ekki! Áslaug Einarsdóttir fjallar um framlag Íslands í Eurovision. 11. mars 2019 08:25 Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Á síðustu dögum hafa ýmsar raddir gagnrýnt Hatara fyrir framgöngu sína. Meðal annars hefur klæðnaður hljómsveitarinnar verið gagnrýndur, boðskapur lagsins sem sumir telja hatursfullan og atriðið með skólabörnum sem sýnt var á RÚV fyrir flutning þeirra á laginu ,,Hatrið mun sigra” á lokakvöldi söngvakeppninnar. Síðan hafa sumir nefnt vers úr Biblíunni um kærleikann máli sínu til stuðnings, sem er gott og blessað. En Jesús talaði ekki einungis um kærleikann þrátt fyrir að hann hafi verið kjarninn í boðskap hans og það sama gildir um Pál postula og önnur rit í Biblíunni. Kærleikurinn, fyrirgefningin og siðferðisreglurnar sem fyrir okkur eru lagaðar eru til þess gerðar að við fáum bæði að kynnast Guðsríki í lifandi lífi og ganga þar inn í lok tímans. Jesús talar mikið um heimsendi og ekki nóg með það er heil bók í í Nýja testamentinu sem fjallar um hina síðustu tíma og lýsir þeim sem algjörum hörmungatímum áður en allt verður fullkomnað. Auk þess eru fleiri rit í Gamla testamentinu sem hafa að geyma heimslitafræðileg stef og spá fyrir um heimsendi. Fyrir mér lítur atriði Hatara út fyrir að vera túlka þessa síðustu og verstu tíma bæði með klæðnaði sínum, en svipaðan klæðnað má sjá í mörgum kvikmyndum sem fjalla um og tengjast heimsenda, líkt og The Matrix, Mad Max og jafnvel The Maze Runner sem er unglingamynd. Myndbandið með laginu sýnir sama yfirbragð og þessar heimsendamyndir þar sem áberandi er auðnin, klæðnaðurinn, drottnarar og aðrir sem lúta þeim. Í textanum er vonarneisti „rísið úr öskunni, sameinuð sem eitt”. Væri einhver kærleikur án vonar um eitthvað betra? Ég túlka það sem svo að Hatari sé með lagi sínu einfaldlega að benda heiminum á í hvað stefnir ef við höldum viðteknum hætti. Um það er hægt að lesa frekar í facebook pistli mínum ,,Vangaveltur guðfræðinemans fyrsta að Hatrið hefur sigrað í Eurovision”. Það er gott að Hatari nái að stuða fólk svona því að kannski fer það þá að hugsa með sér: „Nei, ég vil ekki að hatrið í heiminum sigri” og bregst þá ef til vill við með því að sína náunganum og jörðinni kærleika. Við verðum einfaldlega að horfast í augu við það að það er hatur og önnur illska í þessum heimi og stundum virðast þau illsku öfl einfaldlega vera að sigra. Lífið er ekki bara kærleikur, regnbogar og sykurfrauð. Við getum brugðist við því illa í heiminum með kærleika en við munum alltaf standa andspænis dauða, spillingu, annarri illsku og óréttlæti. Biblían segir okkur að í heiminum sé til illska en það er einmitt þá sem að við eigum von um að Guð standi með okkur í gegnum raunirnar. Í ritningunni má finna skilaboð til okkar um nær alla sammannlega þætti lífsins, þetta eru ekki bara textar um kærleikann. Atriði hatara bæði sviðsframkoma, búningar, lag og texti spila því stóran þátt í því að koma ákveðnum skilaboðum á framfæri. Ég er samt sem áður sannfærður um að þegar allt kemur til alls mun hatrið ekki sigra, það verður kærleikurinn. Nú í lokin mun ég kasta fram tveimur biblíu versum til þess að sína fram á nr.1 Jesús talaði ekki bara um kærleika, nr.2 það er óábyrgt að kasta fram bibilíu versum án þess að ræða það frekar. Þegar búið er að taka texta úr samhengi við umhverfi sitt og ekki búið að ræða þá neitt líta þeir hryllilega út. Það verður að ræða textana í sögulegu samhengi, bókmenntalegu samhengi og samhengi við heimsmynd þess tíma sem þeir eru skrifaðir inn í. Síðan er það önnur grein innan guðfræðinnar að túlka þetta inn í nútímann. Lúkas 12 51-53: Ætlið þér að ég sé kominn að færa frið á jörðu? Nei, segi ég yður, heldur sundurþykki. Upp frá þessu verða fimm í sama húsi sundurþykkir, þrír við tvo og tveir við þrjá, faðir við son og sonur við föður, móðir við dóttur og dóttir við móður, tengdamóðir við tengdadóttur sína og tengdadóttir við tengdamóður.“ Matteus 13.41-42: Mannssonurinn mun senda engla sína og þeir munu nema brott úr ríki hans allt sem leiðir í villu og alla er illt fremja og kasta þeim í eldsofninn. Þar verður grátur og gnístran tanna.Höfundur er Stud.Theol (Guðfræðinemi)
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun