Leitið hins góða en ekki hins illa Áslaug Einarsdóttir skrifar 12. mars 2019 11:58 Í kjölfarið af grein minni „Hatrið sigrar ekki“ sem birt var á Vísi í gær (en var eingöngu hugsuð sem fésbókarfærsla) hefur skapast ákveðin umræða sem mig langar að snerta á. Ég vil að það komi fram að ég tel Breiðagerðisskóla vera frábæran skóla þrátt fyrir þau mistök að hleypa höturum inn í skólann og ég tel starfsfólkið vera úrvalsfólk sem sinnir starfi sínu af mikillri alúð. Margir eru ósáttir við það að ég nefni Guð á nafn enda viðkvæmt umræðuefni fyrir marga. Ég kemst þó ekki hjá því að tjá mig um það mikilvægasta sem ég hef eignast í leit minni að æðri tilgangi. Án nokkurrar múgsefjunar eða heilaþvottar og alveg geðveikislaust hef ég fengið að upplifa Guð. Guð er raunverulegur í mínu lífi og það er, já ég ætla að leyfa mér að segja það, Jesús Kristur líka og Heilagur andi. Nálægð Guðs er raunveruleg upplifun og fyllir mann af hvílíkri friðartilfinningu að ekki er hægt að komast hjá því að vera snortin af henni. Vellíðanin sem fylgir nærveru Guðs er í boði fyrir alla og er mesta og dýpsta vellíðunartilfinning sem ég hef upplifað og langtum betri en hvers kyns víma. En það er skiljanlegt að það komi ílla við fólk að tjá sig á þennan hátt og margur sem hefur eðlilega sárar tilfinningar gagnvart kirkjunnar mönnum og eru brenndir af svokölluðum erindrekum Krists sem misnota vald sitt og mistúlka boðskap hans af eigingjörnum hvötum. Ég er ekki hér að verja slíkt fólk eða fyrirkomulag kirkjunnar á neinn hátt heldur þvert á móti að benda á boðskap Jesú Krists sjálfs en ekki skrumskælda útgáfu þess skáldaða af slægum mönnum. Við megum ekki láta vonda menn eyðileggja fyrir okkur trúna á Guð og afskræma þá mynd sem við höfum af Jesú Kristi. Fyrst þurfti ég að nálgast Guð á vitsmunalegan hátt og án þess að skilja að Jesú hafi verið til og sagt það sem hann sagði og meint það hefði ég aldrei hleypt honum að. Nýja testamentið er heimildarlega sterkt rit og tímamismunurinn einungis 300 ár frá elsta eintaki og skráningartíma. Fjöldi eintaka sem fundist hafa eru um 24 þúsund. Til samanburðar er tímamismunurinn 900 ár í sögu Rómverja eftir Livíus og aðeins 20 eintök hafa fundist. Eins er tímamismunur 950 ár í Stríði í Gallíu eftir Sesar og eintök einungis 9-10. Jesús sagði margt um sjálfan sig og ef hann væri aðeins mannlegur og segði annað eins væri hann ekki mikill siðapostuli. Hann sagðist meðal annars vera ljós heimsins, upprisan og lífið og vegurinn, sannleikurinn og lífið. Venjulegur maður sem héldi slíku fram væri alvarlega sjúkur á geði. Þú verður að velja. Annað hvort var þessi maður sem við miðum tímatal okkar við sonur Guðs eða vitfyrringur eða eitthvað Þaðan af verra. „Leitið hins góða, en ekki hins ílla, til þess að þér megið lífi halda, og þá mun Drottinn, Guðs allsherjar vera með yður“ Amos 5 kafli vers 14.Höfundur er master í blaða- og fréttamennsku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Hatrið sigrar ekki! Áslaug Einarsdóttir fjallar um framlag Íslands í Eurovision. 11. mars 2019 08:25 Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í kjölfarið af grein minni „Hatrið sigrar ekki“ sem birt var á Vísi í gær (en var eingöngu hugsuð sem fésbókarfærsla) hefur skapast ákveðin umræða sem mig langar að snerta á. Ég vil að það komi fram að ég tel Breiðagerðisskóla vera frábæran skóla þrátt fyrir þau mistök að hleypa höturum inn í skólann og ég tel starfsfólkið vera úrvalsfólk sem sinnir starfi sínu af mikillri alúð. Margir eru ósáttir við það að ég nefni Guð á nafn enda viðkvæmt umræðuefni fyrir marga. Ég kemst þó ekki hjá því að tjá mig um það mikilvægasta sem ég hef eignast í leit minni að æðri tilgangi. Án nokkurrar múgsefjunar eða heilaþvottar og alveg geðveikislaust hef ég fengið að upplifa Guð. Guð er raunverulegur í mínu lífi og það er, já ég ætla að leyfa mér að segja það, Jesús Kristur líka og Heilagur andi. Nálægð Guðs er raunveruleg upplifun og fyllir mann af hvílíkri friðartilfinningu að ekki er hægt að komast hjá því að vera snortin af henni. Vellíðanin sem fylgir nærveru Guðs er í boði fyrir alla og er mesta og dýpsta vellíðunartilfinning sem ég hef upplifað og langtum betri en hvers kyns víma. En það er skiljanlegt að það komi ílla við fólk að tjá sig á þennan hátt og margur sem hefur eðlilega sárar tilfinningar gagnvart kirkjunnar mönnum og eru brenndir af svokölluðum erindrekum Krists sem misnota vald sitt og mistúlka boðskap hans af eigingjörnum hvötum. Ég er ekki hér að verja slíkt fólk eða fyrirkomulag kirkjunnar á neinn hátt heldur þvert á móti að benda á boðskap Jesú Krists sjálfs en ekki skrumskælda útgáfu þess skáldaða af slægum mönnum. Við megum ekki láta vonda menn eyðileggja fyrir okkur trúna á Guð og afskræma þá mynd sem við höfum af Jesú Kristi. Fyrst þurfti ég að nálgast Guð á vitsmunalegan hátt og án þess að skilja að Jesú hafi verið til og sagt það sem hann sagði og meint það hefði ég aldrei hleypt honum að. Nýja testamentið er heimildarlega sterkt rit og tímamismunurinn einungis 300 ár frá elsta eintaki og skráningartíma. Fjöldi eintaka sem fundist hafa eru um 24 þúsund. Til samanburðar er tímamismunurinn 900 ár í sögu Rómverja eftir Livíus og aðeins 20 eintök hafa fundist. Eins er tímamismunur 950 ár í Stríði í Gallíu eftir Sesar og eintök einungis 9-10. Jesús sagði margt um sjálfan sig og ef hann væri aðeins mannlegur og segði annað eins væri hann ekki mikill siðapostuli. Hann sagðist meðal annars vera ljós heimsins, upprisan og lífið og vegurinn, sannleikurinn og lífið. Venjulegur maður sem héldi slíku fram væri alvarlega sjúkur á geði. Þú verður að velja. Annað hvort var þessi maður sem við miðum tímatal okkar við sonur Guðs eða vitfyrringur eða eitthvað Þaðan af verra. „Leitið hins góða, en ekki hins ílla, til þess að þér megið lífi halda, og þá mun Drottinn, Guðs allsherjar vera með yður“ Amos 5 kafli vers 14.Höfundur er master í blaða- og fréttamennsku.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun