Leitið hins góða en ekki hins illa Áslaug Einarsdóttir skrifar 12. mars 2019 11:58 Í kjölfarið af grein minni „Hatrið sigrar ekki“ sem birt var á Vísi í gær (en var eingöngu hugsuð sem fésbókarfærsla) hefur skapast ákveðin umræða sem mig langar að snerta á. Ég vil að það komi fram að ég tel Breiðagerðisskóla vera frábæran skóla þrátt fyrir þau mistök að hleypa höturum inn í skólann og ég tel starfsfólkið vera úrvalsfólk sem sinnir starfi sínu af mikillri alúð. Margir eru ósáttir við það að ég nefni Guð á nafn enda viðkvæmt umræðuefni fyrir marga. Ég kemst þó ekki hjá því að tjá mig um það mikilvægasta sem ég hef eignast í leit minni að æðri tilgangi. Án nokkurrar múgsefjunar eða heilaþvottar og alveg geðveikislaust hef ég fengið að upplifa Guð. Guð er raunverulegur í mínu lífi og það er, já ég ætla að leyfa mér að segja það, Jesús Kristur líka og Heilagur andi. Nálægð Guðs er raunveruleg upplifun og fyllir mann af hvílíkri friðartilfinningu að ekki er hægt að komast hjá því að vera snortin af henni. Vellíðanin sem fylgir nærveru Guðs er í boði fyrir alla og er mesta og dýpsta vellíðunartilfinning sem ég hef upplifað og langtum betri en hvers kyns víma. En það er skiljanlegt að það komi ílla við fólk að tjá sig á þennan hátt og margur sem hefur eðlilega sárar tilfinningar gagnvart kirkjunnar mönnum og eru brenndir af svokölluðum erindrekum Krists sem misnota vald sitt og mistúlka boðskap hans af eigingjörnum hvötum. Ég er ekki hér að verja slíkt fólk eða fyrirkomulag kirkjunnar á neinn hátt heldur þvert á móti að benda á boðskap Jesú Krists sjálfs en ekki skrumskælda útgáfu þess skáldaða af slægum mönnum. Við megum ekki láta vonda menn eyðileggja fyrir okkur trúna á Guð og afskræma þá mynd sem við höfum af Jesú Kristi. Fyrst þurfti ég að nálgast Guð á vitsmunalegan hátt og án þess að skilja að Jesú hafi verið til og sagt það sem hann sagði og meint það hefði ég aldrei hleypt honum að. Nýja testamentið er heimildarlega sterkt rit og tímamismunurinn einungis 300 ár frá elsta eintaki og skráningartíma. Fjöldi eintaka sem fundist hafa eru um 24 þúsund. Til samanburðar er tímamismunurinn 900 ár í sögu Rómverja eftir Livíus og aðeins 20 eintök hafa fundist. Eins er tímamismunur 950 ár í Stríði í Gallíu eftir Sesar og eintök einungis 9-10. Jesús sagði margt um sjálfan sig og ef hann væri aðeins mannlegur og segði annað eins væri hann ekki mikill siðapostuli. Hann sagðist meðal annars vera ljós heimsins, upprisan og lífið og vegurinn, sannleikurinn og lífið. Venjulegur maður sem héldi slíku fram væri alvarlega sjúkur á geði. Þú verður að velja. Annað hvort var þessi maður sem við miðum tímatal okkar við sonur Guðs eða vitfyrringur eða eitthvað Þaðan af verra. „Leitið hins góða, en ekki hins ílla, til þess að þér megið lífi halda, og þá mun Drottinn, Guðs allsherjar vera með yður“ Amos 5 kafli vers 14.Höfundur er master í blaða- og fréttamennsku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Hatrið sigrar ekki! Áslaug Einarsdóttir fjallar um framlag Íslands í Eurovision. 11. mars 2019 08:25 Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í kjölfarið af grein minni „Hatrið sigrar ekki“ sem birt var á Vísi í gær (en var eingöngu hugsuð sem fésbókarfærsla) hefur skapast ákveðin umræða sem mig langar að snerta á. Ég vil að það komi fram að ég tel Breiðagerðisskóla vera frábæran skóla þrátt fyrir þau mistök að hleypa höturum inn í skólann og ég tel starfsfólkið vera úrvalsfólk sem sinnir starfi sínu af mikillri alúð. Margir eru ósáttir við það að ég nefni Guð á nafn enda viðkvæmt umræðuefni fyrir marga. Ég kemst þó ekki hjá því að tjá mig um það mikilvægasta sem ég hef eignast í leit minni að æðri tilgangi. Án nokkurrar múgsefjunar eða heilaþvottar og alveg geðveikislaust hef ég fengið að upplifa Guð. Guð er raunverulegur í mínu lífi og það er, já ég ætla að leyfa mér að segja það, Jesús Kristur líka og Heilagur andi. Nálægð Guðs er raunveruleg upplifun og fyllir mann af hvílíkri friðartilfinningu að ekki er hægt að komast hjá því að vera snortin af henni. Vellíðanin sem fylgir nærveru Guðs er í boði fyrir alla og er mesta og dýpsta vellíðunartilfinning sem ég hef upplifað og langtum betri en hvers kyns víma. En það er skiljanlegt að það komi ílla við fólk að tjá sig á þennan hátt og margur sem hefur eðlilega sárar tilfinningar gagnvart kirkjunnar mönnum og eru brenndir af svokölluðum erindrekum Krists sem misnota vald sitt og mistúlka boðskap hans af eigingjörnum hvötum. Ég er ekki hér að verja slíkt fólk eða fyrirkomulag kirkjunnar á neinn hátt heldur þvert á móti að benda á boðskap Jesú Krists sjálfs en ekki skrumskælda útgáfu þess skáldaða af slægum mönnum. Við megum ekki láta vonda menn eyðileggja fyrir okkur trúna á Guð og afskræma þá mynd sem við höfum af Jesú Kristi. Fyrst þurfti ég að nálgast Guð á vitsmunalegan hátt og án þess að skilja að Jesú hafi verið til og sagt það sem hann sagði og meint það hefði ég aldrei hleypt honum að. Nýja testamentið er heimildarlega sterkt rit og tímamismunurinn einungis 300 ár frá elsta eintaki og skráningartíma. Fjöldi eintaka sem fundist hafa eru um 24 þúsund. Til samanburðar er tímamismunurinn 900 ár í sögu Rómverja eftir Livíus og aðeins 20 eintök hafa fundist. Eins er tímamismunur 950 ár í Stríði í Gallíu eftir Sesar og eintök einungis 9-10. Jesús sagði margt um sjálfan sig og ef hann væri aðeins mannlegur og segði annað eins væri hann ekki mikill siðapostuli. Hann sagðist meðal annars vera ljós heimsins, upprisan og lífið og vegurinn, sannleikurinn og lífið. Venjulegur maður sem héldi slíku fram væri alvarlega sjúkur á geði. Þú verður að velja. Annað hvort var þessi maður sem við miðum tímatal okkar við sonur Guðs eða vitfyrringur eða eitthvað Þaðan af verra. „Leitið hins góða, en ekki hins ílla, til þess að þér megið lífi halda, og þá mun Drottinn, Guðs allsherjar vera með yður“ Amos 5 kafli vers 14.Höfundur er master í blaða- og fréttamennsku.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar