Leita að 50 milljónum dollara í útrásarverkefni Breki Logason skrifar 28. febrúar 2009 13:30 Guðmundur Þóroddsson stofnaði Reykjavík Geothermal í ágúst í fyrra. Reykjavík Geothermal sem Guðmundur Þóroddsson fyrrum forstjóri REI og Orkuveitunnar stofnaði í ágúst í fyrra leitar nú að 50 milljónum dollara frá alþjóðlegum fjárfestum. Gunnar Örn Gunnarsson forstjóri fyrritækisins segir ætlunina að setja peningana í verkefni í þremur löndum um þróun og byggingu virkjana. Hann segir fyrirtækið gera sér grein fyrir að upphæðin sé stór en hún er hugsuð yfir fimm ára tímabil. „Við erum að reyna að koma á framfæri þessari íslensku þekkingu í jarðhita og teljum að þessi hópur hafi allar forsendur til þesst að geta leitt slíka útrás. Við munum auðvitað ekki vinna verkefnin en til þess að koma þessu af stað með vitrænum hætti þarf mikla peninga og þessvegna er þessi upphæð sett fram," segir Gunnar. Fyrirtækið var stofnað eftir REI-ævintýrið svokallaða og starfsmenn fyrirtækisins eru allir fyrrum starfsmenn REI. Gunnar segir að umræddar 50 milljónir dollara myndu gera það að verkum að hægt væri að vinna á þremur svæðum úti í heimi við þróun, rannsóknir og byggingu vrikjana. „Við erum ekkert að segja hvar eða á hvaða svæðum þetta er. Það kemur bara í ljós ef við fáum fjármagn," segir Gunnar. Hann bendir á að á sínum tíma hafi erlendir aðilar sýnt REI mikinn áhuga en ekki hafi náðst samstaða meðal íslenskra stjórnmálamanna um að fara í það verkefni. Hann segir þó ganga ágætlega að ræða við erlenda fjárfesta sem láta efnahagshrunið hér á landi sig litlu skipta. „Menn eru ekkert að rugla saman fjármálakreppunni og okkar fyrirtæki. Við búum fyrst og fremst yfir mikilli þekkingu og reynslu og erum þekktir fyrir það að láta verkin tala," segir Gunnar og bendir á að Guðmundur Þóroddsson hafi verið einn af forystumönnum þriðja stærsta jarðhitafyrirtækis heims, sem sé Orkuveita Reykjavíkur. „Við gerum okkur grein fyrir því að þetta er mjög stór upphæð. Hún er hinsvegar hugsuð inn í verkefnin á fimm ára tímabili og til reksturs á því batteríi. Við höfum átt fundi með ýmsum aðilum en hvenær nákvæmlega eða hvort þetta fari í gang verður tíminn að leiða í ljós," segir Gunnar. „Þetta þýðir hinsvegar að við erum fyrirtæki sem fjármögnum okkur sjálfir því það er ekki til neitt fé í landinu. Við verðum því að reyna að standa í lappirnar og gera okkar besta," segir Gunnar að lokum. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Reykjavík Geothermal sem Guðmundur Þóroddsson fyrrum forstjóri REI og Orkuveitunnar stofnaði í ágúst í fyrra leitar nú að 50 milljónum dollara frá alþjóðlegum fjárfestum. Gunnar Örn Gunnarsson forstjóri fyrritækisins segir ætlunina að setja peningana í verkefni í þremur löndum um þróun og byggingu virkjana. Hann segir fyrirtækið gera sér grein fyrir að upphæðin sé stór en hún er hugsuð yfir fimm ára tímabil. „Við erum að reyna að koma á framfæri þessari íslensku þekkingu í jarðhita og teljum að þessi hópur hafi allar forsendur til þesst að geta leitt slíka útrás. Við munum auðvitað ekki vinna verkefnin en til þess að koma þessu af stað með vitrænum hætti þarf mikla peninga og þessvegna er þessi upphæð sett fram," segir Gunnar. Fyrirtækið var stofnað eftir REI-ævintýrið svokallaða og starfsmenn fyrirtækisins eru allir fyrrum starfsmenn REI. Gunnar segir að umræddar 50 milljónir dollara myndu gera það að verkum að hægt væri að vinna á þremur svæðum úti í heimi við þróun, rannsóknir og byggingu vrikjana. „Við erum ekkert að segja hvar eða á hvaða svæðum þetta er. Það kemur bara í ljós ef við fáum fjármagn," segir Gunnar. Hann bendir á að á sínum tíma hafi erlendir aðilar sýnt REI mikinn áhuga en ekki hafi náðst samstaða meðal íslenskra stjórnmálamanna um að fara í það verkefni. Hann segir þó ganga ágætlega að ræða við erlenda fjárfesta sem láta efnahagshrunið hér á landi sig litlu skipta. „Menn eru ekkert að rugla saman fjármálakreppunni og okkar fyrirtæki. Við búum fyrst og fremst yfir mikilli þekkingu og reynslu og erum þekktir fyrir það að láta verkin tala," segir Gunnar og bendir á að Guðmundur Þóroddsson hafi verið einn af forystumönnum þriðja stærsta jarðhitafyrirtækis heims, sem sé Orkuveita Reykjavíkur. „Við gerum okkur grein fyrir því að þetta er mjög stór upphæð. Hún er hinsvegar hugsuð inn í verkefnin á fimm ára tímabili og til reksturs á því batteríi. Við höfum átt fundi með ýmsum aðilum en hvenær nákvæmlega eða hvort þetta fari í gang verður tíminn að leiða í ljós," segir Gunnar. „Þetta þýðir hinsvegar að við erum fyrirtæki sem fjármögnum okkur sjálfir því það er ekki til neitt fé í landinu. Við verðum því að reyna að standa í lappirnar og gera okkar besta," segir Gunnar að lokum.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira