Erlent

Þjófar hringdu óvart í neyðarlínuna

Tveir karlmenn á þrítugsaldri frá Wisconsin í Bandaríkjunum, stálu fjölda mynddiska og tölvuleikjum í verslun á dögunum. Mennirnir komust út úr búðinni með góssið. Líklega hefðu þeir aldrei fundist ef annar þjófanna hefði ekki hringt óvart í neyðarlínuna þegar hann var með farsímann í vasanum.

Mennirnir ræddu nákvæmlega hverju þeir stálu á meðan lögreglan hlustaði á samtalið. þeir lýstu meira að það segja bílnum sem þeir voru á. Mennirnir ákváðu svo stað og stund til þess að selja þýfið en þar beið lögreglan eftir þeim, og handtók þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×