Erlent

Furðulegir snjóboltar birtust á akri í Bretlandi

Furðulegir snjóboltar.
Furðulegir snjóboltar.

Veturinn í Bretlandi hefur verið óvanalega harður í ár en honum fylgja líka skemmtilegar, jafnvel sérkennilega stundir.

Þannig urðu bresku hjónin Ron Trevett og Aileen steinhissa á dögunum þegar þau gengu út á akur nærri heimili þeirra og sáu þar hundruð risasnjóbolta sem náttúran hafði búið til ein og óstudd. Um er að ræða einstaklega sjaldgæft fyrirbæri sem er þekktara á köldum slóðum Norður Ameríku.

Náttúran virðist rúlla snjóboltunum við afar sérstæðar aðstæður. Öll skilyrði þurfa að vera rétt til þess að boltarnir geti orðið að veruleika. Meðal annars mikill vindur og tiltölulega blautur snjór. Svo varð raunin á akri hjónanna sem búa í Somerset í Englandi.

Í viðtali við The Daily Telegraph segjast hjónin hafa notið snjóboltanna sem þau héldu reyndar fyrst að börn hefðu leikið sér að rúlla upp.

„Okkur finnst við vera verulega heppin," sagði Ron sem tók myndir af boltunum sem hafa vakið talsverða athygli í Bretlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×