Erlent

Þrír menn handteknir á Heathrow grunaðir um hryðjuverk

Mynd sem farþegi náði á símann sinn og var birt í fjölmiðlum í gær.
Mynd sem farþegi náði á símann sinn og var birt í fjölmiðlum í gær.

Bresk sérsveit handtók þrjá menn í flugvél á Heatrow flugvellinum í gærkvöldi en þeir er grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk samkvæmt breska blaðinu The Daily Mail.

Farþegi sem rætt var við segir lögregluna hafa komið gráa fyrir járnum inn í flugvélina ásamt leitarhundum. Þeir handtóku mennina undir eins og fóru með þá út úr flugvélinni.

Vélin var stór farþegaþota sem rúmar þrjúhundruð farþega. Hún átti að leggja af stað klukkan átta í gærkvöldi að staðartíma og var á leiðinni til Dubai.

Fjölmiðlar hafa ekki fengið skýr svör um handtökuna né hvort þarna hafi verið um raunverulega hryðjuverkaógn að ræða. Upplýsingafulltrúi flugvallarins staðfesti að atvikið hefði átt sér stað en tók skýrt fram að flugvöllurinn yrði áfram opinn og áætlunarflug myndi ganga sinn vanagang.

Lítið er vitað um þá handtekna, en vitni taldi einn manninn vera hvítan karlmann.

Mikill taugatitringur er hjá yfirvöldum bæði í Bandaríkjunu og í Bretlandi eftir að Nígeríumaður reyndi að sprengja flugvél í loft upp á jóladag. Eftirlit hefur veri hert til muna.

Nú tekur minnsta kosti þrjá tíma fyrir farþega að komast í um borð í flugvélar í Bretlandi samkvæmt The Daily Mail. Þá eru einnig strangar öryggiskröfur um borð í flugvélunum. Almenningur má ekki nota salerni flugvéla klukkutíma fyrir lendingu. Þá hefur í sumum tilfellum öll notkun MP3 spilara verið bönnuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×