Erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu mun hækka

Heimsmarkaðsverð á olíu mum hækka ef Íranir verða beittir refsiaðgerðum vegna kjarnorkuáætlana þeirra. Þetta sagði efnahagsmálaráðherra landsins í gær og sagði jafnframt verðhækkanir verða töluvert hærri en ráðamenn á vesturlöndum geri sér grein fyrir. Þá sagði forseti Írans það algjörlega rangt að kjarnorkuáætlun þjóðarinnar miðaði að því að smíða vopn því Íranar hefðu ekkert við kjarnorkuvopn að gera. Ákveðið verður í þessari viku hvort deilunni verði vísað til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×