Viðskipti innlent

Marel stærsti hluthafi Stork

Árni Oddur Þórðarson, stjórnarformaður Marels, og Hörður Arnarson, forstjóri, áður en þeir gengu inn á hluthafafund fyrirtækisins í gær.
Árni Oddur Þórðarson, stjórnarformaður Marels, og Hörður Arnarson, forstjóri, áður en þeir gengu inn á hluthafafund fyrirtækisins í gær. Fréttablaðið/Anton

Marel er stærsti hluthafinn í hollensku iðnsamstæðunni Stork með 19,5 prósenta hlutafjár. Verðmæti hlutarins nemur 300 milljónum evra, jafnvirði tæpra 25,2 milljarða íslenskra króna. Eignahluturinn er skráður á hollenska eignarhaldsfélagið LME Holding en í því fara Landsbankinn og Eyrir Invest saman með 40 prósenta hlut hvor en Marel 20 prósent.

 Til samanburðar nemur markaðsvirði Marel rúmum 33 milljörðum króna.

Þetta kom fram á hluthafafundi Marel í gær en þar var lögð fram tillaga um heimild til stjórnar til að hækka hlutafé Marels um 100 milljónir króna að nafnvirði í 18 mánuði. Heimilt verður að ráðstafa hlutunum sem greiðslu fyrir hluti í öðrum félögum eða til að fjármagna ytri vöxt fyrirtækisins.



Breska fjárfestingafélagið Candover hefur lýst yfir áhuga á því að gera yfirtökutilboð í Stork upp á 47 evrur á hlut. Tilboðið er háð samþykki 80 prósent hluthafa og virðist fátt benda til að það hlutfall náist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×