Anna Úrsúla: Komin spenna í fingurgómana og í tærnar Óskar Ófeigur Jónsson í Vrsac skrifar 4. desember 2012 10:00 Anna Úrsúla Guðmundsdóttir lætur ekki tannbrot og heilahristing stoppa sig því hún verður í miðju íslensku varnarinnar í kvöld þegar íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir Svartfjallalandi í fyrsta leik sínum á EM í Serbíu. „Þetta er mjög erfiður mótherji og við hlökkum bara til að takast á við þær á morgun (í dag). Við erum heppnar að hafa keppt við þær áður á tveimur stórmótum og við tökum úr reynslubankanum þar. Við notum undirbúninginn vel og mætum þeim af fullri hörku," segir Anna Úrsúla. Íslenska liðið vann Svartfjallaland í fyrsta leik á HM í Brasilíu fyrir ári síðan og komu þau úrslit mörgum á óvart. „Þær eru pottþétt í hefndarhug en það er bara gaman því það eru skemmtilegustu leikirnir þegar hvorugt liðið er fyrir framan talið eiga vinna leikinn. Við teljum að það vera þannig á morgun og því snýst þetta bara um hvort liðið vill þetta meira," segir Anna Úrsúla. Það mun reyna mikið á hana í vörn íslenska liðsins. „Ég er alltaf písl þegar ég kem á þessi Evrópu- og heimsmeistaramót," segir Anna í léttum tón aðspurð um hvernig verður að glíma við þessar stóru stelpur. „Við notum bara hraðann á hinum stelpunum og spilum góða vörn. Við erum að spila mjög góða vörn og náum oft að keyra á stærri liðin. Þegar við unnum þær á HM í fyrra þá fannst mér vörnin vinna þetta og svo komu hraðaupphlaupin í framhaldinu. Við þurfum að mæta þeim af fullri hörku sama hversu stórar þær eru," segir Anna. Anna Úrsúla segir liðið hafa spilað miklu betur í seinni æfingaleiknum á móti Tékkum sem fóru fram um helgina. „Við sýndum okkar rétta andlit í seinni leiknum og erum komnar í gírinn. Ég held að þetta hafi verið mjög gott fyrir okkur og það er komin spenna í fingurgómana og í tærnar," segir Anna Úrsúla sem segir allt annað að vera að mæta á sitt þriðja stórmót en þegar hún var á sínu fyrsta fyrir tveimur árum. „Það er rosalega mikið búið að breytast á þessum tveimur árum. Það er komin reynsla í liðið og ekki bara leikreynsla heldur líka reynsla á þessum stórmótum og hvernig er hægt að vinna best með hlutina við slíkar aðstæður, bæði sem heild og sem einstaklingar. Vonandi skilar þessi reynsla sér í þessu móti. Þó að það séu að koma einhverjar nýjar inn þá eru þær með einhverja landsleiki á bakinu. Ég tel þetta vera mjög góðan hóp og við eigum eftir að koma vel á óvart," segir Anna. „Markmiðið er að komast upp úr þessum riðli og í milliriðlana. Ég efast um að ég sé að ljúga þegar ég segi að það sé markmið allra liðanna í riðlinum. Það verður hart barist frá fyrstu mínútu sama hvaða leikur það er," sagði Anna Úrsúla. Það er hægt að sjá viðtalið með því að smella hér fyrir ofan. Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Fleiri fréttir „Allt sem vantaði í síðasta leik til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina Sjá meira
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir lætur ekki tannbrot og heilahristing stoppa sig því hún verður í miðju íslensku varnarinnar í kvöld þegar íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir Svartfjallalandi í fyrsta leik sínum á EM í Serbíu. „Þetta er mjög erfiður mótherji og við hlökkum bara til að takast á við þær á morgun (í dag). Við erum heppnar að hafa keppt við þær áður á tveimur stórmótum og við tökum úr reynslubankanum þar. Við notum undirbúninginn vel og mætum þeim af fullri hörku," segir Anna Úrsúla. Íslenska liðið vann Svartfjallaland í fyrsta leik á HM í Brasilíu fyrir ári síðan og komu þau úrslit mörgum á óvart. „Þær eru pottþétt í hefndarhug en það er bara gaman því það eru skemmtilegustu leikirnir þegar hvorugt liðið er fyrir framan talið eiga vinna leikinn. Við teljum að það vera þannig á morgun og því snýst þetta bara um hvort liðið vill þetta meira," segir Anna Úrsúla. Það mun reyna mikið á hana í vörn íslenska liðsins. „Ég er alltaf písl þegar ég kem á þessi Evrópu- og heimsmeistaramót," segir Anna í léttum tón aðspurð um hvernig verður að glíma við þessar stóru stelpur. „Við notum bara hraðann á hinum stelpunum og spilum góða vörn. Við erum að spila mjög góða vörn og náum oft að keyra á stærri liðin. Þegar við unnum þær á HM í fyrra þá fannst mér vörnin vinna þetta og svo komu hraðaupphlaupin í framhaldinu. Við þurfum að mæta þeim af fullri hörku sama hversu stórar þær eru," segir Anna. Anna Úrsúla segir liðið hafa spilað miklu betur í seinni æfingaleiknum á móti Tékkum sem fóru fram um helgina. „Við sýndum okkar rétta andlit í seinni leiknum og erum komnar í gírinn. Ég held að þetta hafi verið mjög gott fyrir okkur og það er komin spenna í fingurgómana og í tærnar," segir Anna Úrsúla sem segir allt annað að vera að mæta á sitt þriðja stórmót en þegar hún var á sínu fyrsta fyrir tveimur árum. „Það er rosalega mikið búið að breytast á þessum tveimur árum. Það er komin reynsla í liðið og ekki bara leikreynsla heldur líka reynsla á þessum stórmótum og hvernig er hægt að vinna best með hlutina við slíkar aðstæður, bæði sem heild og sem einstaklingar. Vonandi skilar þessi reynsla sér í þessu móti. Þó að það séu að koma einhverjar nýjar inn þá eru þær með einhverja landsleiki á bakinu. Ég tel þetta vera mjög góðan hóp og við eigum eftir að koma vel á óvart," segir Anna. „Markmiðið er að komast upp úr þessum riðli og í milliriðlana. Ég efast um að ég sé að ljúga þegar ég segi að það sé markmið allra liðanna í riðlinum. Það verður hart barist frá fyrstu mínútu sama hvaða leikur það er," sagði Anna Úrsúla. Það er hægt að sjá viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.
Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Fleiri fréttir „Allt sem vantaði í síðasta leik til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina Sjá meira