Anna Úrsúla: Komin spenna í fingurgómana og í tærnar Óskar Ófeigur Jónsson í Vrsac skrifar 4. desember 2012 10:00 Anna Úrsúla Guðmundsdóttir lætur ekki tannbrot og heilahristing stoppa sig því hún verður í miðju íslensku varnarinnar í kvöld þegar íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir Svartfjallalandi í fyrsta leik sínum á EM í Serbíu. „Þetta er mjög erfiður mótherji og við hlökkum bara til að takast á við þær á morgun (í dag). Við erum heppnar að hafa keppt við þær áður á tveimur stórmótum og við tökum úr reynslubankanum þar. Við notum undirbúninginn vel og mætum þeim af fullri hörku," segir Anna Úrsúla. Íslenska liðið vann Svartfjallaland í fyrsta leik á HM í Brasilíu fyrir ári síðan og komu þau úrslit mörgum á óvart. „Þær eru pottþétt í hefndarhug en það er bara gaman því það eru skemmtilegustu leikirnir þegar hvorugt liðið er fyrir framan talið eiga vinna leikinn. Við teljum að það vera þannig á morgun og því snýst þetta bara um hvort liðið vill þetta meira," segir Anna Úrsúla. Það mun reyna mikið á hana í vörn íslenska liðsins. „Ég er alltaf písl þegar ég kem á þessi Evrópu- og heimsmeistaramót," segir Anna í léttum tón aðspurð um hvernig verður að glíma við þessar stóru stelpur. „Við notum bara hraðann á hinum stelpunum og spilum góða vörn. Við erum að spila mjög góða vörn og náum oft að keyra á stærri liðin. Þegar við unnum þær á HM í fyrra þá fannst mér vörnin vinna þetta og svo komu hraðaupphlaupin í framhaldinu. Við þurfum að mæta þeim af fullri hörku sama hversu stórar þær eru," segir Anna. Anna Úrsúla segir liðið hafa spilað miklu betur í seinni æfingaleiknum á móti Tékkum sem fóru fram um helgina. „Við sýndum okkar rétta andlit í seinni leiknum og erum komnar í gírinn. Ég held að þetta hafi verið mjög gott fyrir okkur og það er komin spenna í fingurgómana og í tærnar," segir Anna Úrsúla sem segir allt annað að vera að mæta á sitt þriðja stórmót en þegar hún var á sínu fyrsta fyrir tveimur árum. „Það er rosalega mikið búið að breytast á þessum tveimur árum. Það er komin reynsla í liðið og ekki bara leikreynsla heldur líka reynsla á þessum stórmótum og hvernig er hægt að vinna best með hlutina við slíkar aðstæður, bæði sem heild og sem einstaklingar. Vonandi skilar þessi reynsla sér í þessu móti. Þó að það séu að koma einhverjar nýjar inn þá eru þær með einhverja landsleiki á bakinu. Ég tel þetta vera mjög góðan hóp og við eigum eftir að koma vel á óvart," segir Anna. „Markmiðið er að komast upp úr þessum riðli og í milliriðlana. Ég efast um að ég sé að ljúga þegar ég segi að það sé markmið allra liðanna í riðlinum. Það verður hart barist frá fyrstu mínútu sama hvaða leikur það er," sagði Anna Úrsúla. Það er hægt að sjá viðtalið með því að smella hér fyrir ofan. Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Íslenski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Fleiri fréttir Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Sjá meira
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir lætur ekki tannbrot og heilahristing stoppa sig því hún verður í miðju íslensku varnarinnar í kvöld þegar íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir Svartfjallalandi í fyrsta leik sínum á EM í Serbíu. „Þetta er mjög erfiður mótherji og við hlökkum bara til að takast á við þær á morgun (í dag). Við erum heppnar að hafa keppt við þær áður á tveimur stórmótum og við tökum úr reynslubankanum þar. Við notum undirbúninginn vel og mætum þeim af fullri hörku," segir Anna Úrsúla. Íslenska liðið vann Svartfjallaland í fyrsta leik á HM í Brasilíu fyrir ári síðan og komu þau úrslit mörgum á óvart. „Þær eru pottþétt í hefndarhug en það er bara gaman því það eru skemmtilegustu leikirnir þegar hvorugt liðið er fyrir framan talið eiga vinna leikinn. Við teljum að það vera þannig á morgun og því snýst þetta bara um hvort liðið vill þetta meira," segir Anna Úrsúla. Það mun reyna mikið á hana í vörn íslenska liðsins. „Ég er alltaf písl þegar ég kem á þessi Evrópu- og heimsmeistaramót," segir Anna í léttum tón aðspurð um hvernig verður að glíma við þessar stóru stelpur. „Við notum bara hraðann á hinum stelpunum og spilum góða vörn. Við erum að spila mjög góða vörn og náum oft að keyra á stærri liðin. Þegar við unnum þær á HM í fyrra þá fannst mér vörnin vinna þetta og svo komu hraðaupphlaupin í framhaldinu. Við þurfum að mæta þeim af fullri hörku sama hversu stórar þær eru," segir Anna. Anna Úrsúla segir liðið hafa spilað miklu betur í seinni æfingaleiknum á móti Tékkum sem fóru fram um helgina. „Við sýndum okkar rétta andlit í seinni leiknum og erum komnar í gírinn. Ég held að þetta hafi verið mjög gott fyrir okkur og það er komin spenna í fingurgómana og í tærnar," segir Anna Úrsúla sem segir allt annað að vera að mæta á sitt þriðja stórmót en þegar hún var á sínu fyrsta fyrir tveimur árum. „Það er rosalega mikið búið að breytast á þessum tveimur árum. Það er komin reynsla í liðið og ekki bara leikreynsla heldur líka reynsla á þessum stórmótum og hvernig er hægt að vinna best með hlutina við slíkar aðstæður, bæði sem heild og sem einstaklingar. Vonandi skilar þessi reynsla sér í þessu móti. Þó að það séu að koma einhverjar nýjar inn þá eru þær með einhverja landsleiki á bakinu. Ég tel þetta vera mjög góðan hóp og við eigum eftir að koma vel á óvart," segir Anna. „Markmiðið er að komast upp úr þessum riðli og í milliriðlana. Ég efast um að ég sé að ljúga þegar ég segi að það sé markmið allra liðanna í riðlinum. Það verður hart barist frá fyrstu mínútu sama hvaða leikur það er," sagði Anna Úrsúla. Það er hægt að sjá viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.
Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Íslenski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Fleiri fréttir Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Sjá meira
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn