Anna Úrsúla: Komin spenna í fingurgómana og í tærnar Óskar Ófeigur Jónsson í Vrsac skrifar 4. desember 2012 10:00 Anna Úrsúla Guðmundsdóttir lætur ekki tannbrot og heilahristing stoppa sig því hún verður í miðju íslensku varnarinnar í kvöld þegar íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir Svartfjallalandi í fyrsta leik sínum á EM í Serbíu. „Þetta er mjög erfiður mótherji og við hlökkum bara til að takast á við þær á morgun (í dag). Við erum heppnar að hafa keppt við þær áður á tveimur stórmótum og við tökum úr reynslubankanum þar. Við notum undirbúninginn vel og mætum þeim af fullri hörku," segir Anna Úrsúla. Íslenska liðið vann Svartfjallaland í fyrsta leik á HM í Brasilíu fyrir ári síðan og komu þau úrslit mörgum á óvart. „Þær eru pottþétt í hefndarhug en það er bara gaman því það eru skemmtilegustu leikirnir þegar hvorugt liðið er fyrir framan talið eiga vinna leikinn. Við teljum að það vera þannig á morgun og því snýst þetta bara um hvort liðið vill þetta meira," segir Anna Úrsúla. Það mun reyna mikið á hana í vörn íslenska liðsins. „Ég er alltaf písl þegar ég kem á þessi Evrópu- og heimsmeistaramót," segir Anna í léttum tón aðspurð um hvernig verður að glíma við þessar stóru stelpur. „Við notum bara hraðann á hinum stelpunum og spilum góða vörn. Við erum að spila mjög góða vörn og náum oft að keyra á stærri liðin. Þegar við unnum þær á HM í fyrra þá fannst mér vörnin vinna þetta og svo komu hraðaupphlaupin í framhaldinu. Við þurfum að mæta þeim af fullri hörku sama hversu stórar þær eru," segir Anna. Anna Úrsúla segir liðið hafa spilað miklu betur í seinni æfingaleiknum á móti Tékkum sem fóru fram um helgina. „Við sýndum okkar rétta andlit í seinni leiknum og erum komnar í gírinn. Ég held að þetta hafi verið mjög gott fyrir okkur og það er komin spenna í fingurgómana og í tærnar," segir Anna Úrsúla sem segir allt annað að vera að mæta á sitt þriðja stórmót en þegar hún var á sínu fyrsta fyrir tveimur árum. „Það er rosalega mikið búið að breytast á þessum tveimur árum. Það er komin reynsla í liðið og ekki bara leikreynsla heldur líka reynsla á þessum stórmótum og hvernig er hægt að vinna best með hlutina við slíkar aðstæður, bæði sem heild og sem einstaklingar. Vonandi skilar þessi reynsla sér í þessu móti. Þó að það séu að koma einhverjar nýjar inn þá eru þær með einhverja landsleiki á bakinu. Ég tel þetta vera mjög góðan hóp og við eigum eftir að koma vel á óvart," segir Anna. „Markmiðið er að komast upp úr þessum riðli og í milliriðlana. Ég efast um að ég sé að ljúga þegar ég segi að það sé markmið allra liðanna í riðlinum. Það verður hart barist frá fyrstu mínútu sama hvaða leikur það er," sagði Anna Úrsúla. Það er hægt að sjá viðtalið með því að smella hér fyrir ofan. Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Sjá meira
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir lætur ekki tannbrot og heilahristing stoppa sig því hún verður í miðju íslensku varnarinnar í kvöld þegar íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir Svartfjallalandi í fyrsta leik sínum á EM í Serbíu. „Þetta er mjög erfiður mótherji og við hlökkum bara til að takast á við þær á morgun (í dag). Við erum heppnar að hafa keppt við þær áður á tveimur stórmótum og við tökum úr reynslubankanum þar. Við notum undirbúninginn vel og mætum þeim af fullri hörku," segir Anna Úrsúla. Íslenska liðið vann Svartfjallaland í fyrsta leik á HM í Brasilíu fyrir ári síðan og komu þau úrslit mörgum á óvart. „Þær eru pottþétt í hefndarhug en það er bara gaman því það eru skemmtilegustu leikirnir þegar hvorugt liðið er fyrir framan talið eiga vinna leikinn. Við teljum að það vera þannig á morgun og því snýst þetta bara um hvort liðið vill þetta meira," segir Anna Úrsúla. Það mun reyna mikið á hana í vörn íslenska liðsins. „Ég er alltaf písl þegar ég kem á þessi Evrópu- og heimsmeistaramót," segir Anna í léttum tón aðspurð um hvernig verður að glíma við þessar stóru stelpur. „Við notum bara hraðann á hinum stelpunum og spilum góða vörn. Við erum að spila mjög góða vörn og náum oft að keyra á stærri liðin. Þegar við unnum þær á HM í fyrra þá fannst mér vörnin vinna þetta og svo komu hraðaupphlaupin í framhaldinu. Við þurfum að mæta þeim af fullri hörku sama hversu stórar þær eru," segir Anna. Anna Úrsúla segir liðið hafa spilað miklu betur í seinni æfingaleiknum á móti Tékkum sem fóru fram um helgina. „Við sýndum okkar rétta andlit í seinni leiknum og erum komnar í gírinn. Ég held að þetta hafi verið mjög gott fyrir okkur og það er komin spenna í fingurgómana og í tærnar," segir Anna Úrsúla sem segir allt annað að vera að mæta á sitt þriðja stórmót en þegar hún var á sínu fyrsta fyrir tveimur árum. „Það er rosalega mikið búið að breytast á þessum tveimur árum. Það er komin reynsla í liðið og ekki bara leikreynsla heldur líka reynsla á þessum stórmótum og hvernig er hægt að vinna best með hlutina við slíkar aðstæður, bæði sem heild og sem einstaklingar. Vonandi skilar þessi reynsla sér í þessu móti. Þó að það séu að koma einhverjar nýjar inn þá eru þær með einhverja landsleiki á bakinu. Ég tel þetta vera mjög góðan hóp og við eigum eftir að koma vel á óvart," segir Anna. „Markmiðið er að komast upp úr þessum riðli og í milliriðlana. Ég efast um að ég sé að ljúga þegar ég segi að það sé markmið allra liðanna í riðlinum. Það verður hart barist frá fyrstu mínútu sama hvaða leikur það er," sagði Anna Úrsúla. Það er hægt að sjá viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.
Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Sjá meira