Viðskipti innlent

Krónan kunni enn að styrkjast

Krónan kann að styrkjast mun meira en orðið er og erlendir gjaldmiðlar þannig að lækka í verði á næstunni í kjölfar þess að Seðlabankinn gefur skýrt til kynna að hann ætli að hækka vexti mun meira og halda þeim háum mun lengur en sérfræðingar fjármálamarkaðarins höfðu gert ráð fyrir, segja sérfræðingar KB banka meðal annars um nýjustu aðgerðir Seðlabankans í gær. Þeir búast við að krónan fari að styrkjast strax í dag, sem er mikið áhyggjuefni talsmanna útflutningsgreinanna. Talsmenn þeirra hafa þegar lýst því að krónan sé orðin svo há að starfsemi þeirra sé í auknum mæli að flytjast úr landi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×