Viðskipti innlent

Tilboði Landsbankans tekið

Ríkisstjórnin hefur tekið tilboði Landsbanka Íslands í eignir og skuldir Lánasjóðs landbúnaðarins. Landsbankinn bauð 2.653 milljónir í sjóðinn og var það jafnframt hæsta tilboðið. Kaupþing banki bauð 2.624 milljónir og Íslandsbanki bauð 2.301 milljón króna í Lánasjóð landbúnaðarins. Framkvæmdanefnd um einkavæðingu mælti með því við landbúnaðarráðherra að tilboði Landsbankans yrði tekið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×