Innlent

Ölvaður leigubílafarþegi réðst á lögreglubíl

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til aðstoðar við leigubílstjóra í nótt en farþegi svaf ölvunarsvefni í farþegarýminu og hafði bílstjóranum ekki tekist að vekja hann.

Að sögn lögreglu varð maðurinn ekki sáttur við að vera vakinn óþyrmilega af værum blundi og réðst með barsmíðum að lögreglubifreiðinni og dældaði hana með góðu sparki svo á sá. Hann gistir nú fangageymslur og bíður yfirheyrslu með morgninum vegna eignarspjalla.

Fátt var af fólki í miðborginni í nótt og lítil ölvun að sjá á þeim sem voru úti á næturlífinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×