"Hrapalleg mistök“ Bjarna Össur Skarphéðinsson skrifar 16. október 2012 06:00 Skákblinda heitir það, þegar menn leika hroðalega af sér á taflborðinu. Bjarni Benediktsson lék illa af sér fyrir hönd Íslands þegar hann lýsti yfir, að hann vildi slíta aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið. Tillaga hans gengur þvert á niðurstöðu nýlegrar skýrslu Seðlabankans, sem segir það svart á hvítu að Íslendingar þurfi að velja á milli tveggja kosta í gjaldmiðilsmálum: Halda krónunni í einhvers konar höftum, eða ganga í Evrópusambandið og taka upp evru í bættum herklæðum. Í því ljósi er beinlínis skaðlegt hagsmunum Íslendinga að taka af landsmönnum þann möguleika að velja á milli þessara tveggja kosta. Það felst þó í stefnu Bjarna. Skýrsla Seðlabankans svipti burt þeirri goðsögn að krónan væri tæki til að jafna sveiflur. Niðurstaðan var þveröfug. Krónan sjálf er uppspretta sveiflna – segir skýrslan. Hún er sveifluvaki fremur en sveiflujafnari. Krónan leiðir beinlínis til hærri vaxta. Evran á hinn bóginn jafnar sveiflur, lækkar vexti, gæti lækkað viðskiptakostnað árlega um 5-15 milljarða króna og aukið vöruviðskipti um 65 – 179 milljarða króna á ári. Íslendingar munu hins vegar aldrei eiga þess kost að velja að njóta þessara ávinninga evrunnar ef stefna Bjarna Benediktssonar nær fram að ganga. Það væri því beinlínis í andstöðu við hagsmuni þjóðarinnar að taka upp stefnu Bjarna um að slíta viðræðunum við Evrópusambandið og taka þannig frá Íslendingum þann möguleika að Íslendingar gætu einhvern tíma í framtíðinni tekið upp evruna telji landsmenn það farsælast fyrir hagsmuni þjóðarinnar. Einn farsælasti formaður og forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins síðustu áratugi, Þorsteinn Pálsson, sagði að með þessu yrðu Bjarna á hrapallegustu mistök í utanríkispólitískum efnum, sem nokkur formaður Sjálfstæðisflokksins hefði nokkru sinni gert. Þyngri dóm er ekki hægt að fella. Rifja má upp, að landsfundur Sjálfstæðisflokksins felldi, ekki einu sinni heldur tvisvar, tillögu um að slíta viðræðum við ESB. Í hvaða umboði talar þá formaður Sjálfstæðisflokksins? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Svarað á sama máli Ingibjörg Ferdinandsdóttir Skoðun Dettifoss: Lokað! Baldvin Esra Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Skákblinda heitir það, þegar menn leika hroðalega af sér á taflborðinu. Bjarni Benediktsson lék illa af sér fyrir hönd Íslands þegar hann lýsti yfir, að hann vildi slíta aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið. Tillaga hans gengur þvert á niðurstöðu nýlegrar skýrslu Seðlabankans, sem segir það svart á hvítu að Íslendingar þurfi að velja á milli tveggja kosta í gjaldmiðilsmálum: Halda krónunni í einhvers konar höftum, eða ganga í Evrópusambandið og taka upp evru í bættum herklæðum. Í því ljósi er beinlínis skaðlegt hagsmunum Íslendinga að taka af landsmönnum þann möguleika að velja á milli þessara tveggja kosta. Það felst þó í stefnu Bjarna. Skýrsla Seðlabankans svipti burt þeirri goðsögn að krónan væri tæki til að jafna sveiflur. Niðurstaðan var þveröfug. Krónan sjálf er uppspretta sveiflna – segir skýrslan. Hún er sveifluvaki fremur en sveiflujafnari. Krónan leiðir beinlínis til hærri vaxta. Evran á hinn bóginn jafnar sveiflur, lækkar vexti, gæti lækkað viðskiptakostnað árlega um 5-15 milljarða króna og aukið vöruviðskipti um 65 – 179 milljarða króna á ári. Íslendingar munu hins vegar aldrei eiga þess kost að velja að njóta þessara ávinninga evrunnar ef stefna Bjarna Benediktssonar nær fram að ganga. Það væri því beinlínis í andstöðu við hagsmuni þjóðarinnar að taka upp stefnu Bjarna um að slíta viðræðunum við Evrópusambandið og taka þannig frá Íslendingum þann möguleika að Íslendingar gætu einhvern tíma í framtíðinni tekið upp evruna telji landsmenn það farsælast fyrir hagsmuni þjóðarinnar. Einn farsælasti formaður og forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins síðustu áratugi, Þorsteinn Pálsson, sagði að með þessu yrðu Bjarna á hrapallegustu mistök í utanríkispólitískum efnum, sem nokkur formaður Sjálfstæðisflokksins hefði nokkru sinni gert. Þyngri dóm er ekki hægt að fella. Rifja má upp, að landsfundur Sjálfstæðisflokksins felldi, ekki einu sinni heldur tvisvar, tillögu um að slíta viðræðum við ESB. Í hvaða umboði talar þá formaður Sjálfstæðisflokksins?
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun