Körfubolti

Domino's Körfuboltakvöld: „Þetta verður aldrei samþykkt“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Strákarnir í Dominos Körfuboltakvöldi voru hressir á föstudag.
Strákarnir í Dominos Körfuboltakvöldi voru hressir á föstudag.

Formenn innan körfuboltahreyfingarinnar hafa stigið fram á undanförnum vikum og talað um það að búa til heiðursmannasamkomulag innan körfuboltans hvað varðar erlenda leikmenn.

Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, talaði um það í Sportinu í dag á föstudaginn að hann vildi takmarka erlenda leikmenn. Dominos Körfuboltakvöld ræddi þetta í þætti sínum á föstudaginn og um formannafundinn sem framundan er.

„Ég held að það sé meirihluta formanna sem vilja bara vera með einn útlending. Maður er að heyra það. Ef að það er meirihluti, gildir það bara?,“ sagði Teitur Örlygsson.

Stjórnandinn Kjartan Atli Kjartansson benti á að Keflavík og Tindastóll hafi nú þegar náð sér í tvo Bosman-leikmenn svo þetta myndi varla ná hljómgrunni.

„Höttur er kominn með fjóra eða fimm. Þeir eru aldrei að fara samþykkja þetta og þetta verður aldrei samþykkt. Því miður fyrir þá sem vilja það.“

Alla umræðuna má sjá hér að neðan.

Klippa: Dominos Körfuboltakvöld - Umræða um erlenda leikmenn

Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×